Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 64
Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 89. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Hefði sett Hönnu Birnu í vörnina n Lekamálið setti svip sinn á fréttir liðinnar viku en áhuga- menn um pólitík og íþróttir fengu þó stund milli stríða á miðvikudagskvöld þegar Ís- land mætti Belgíu í vináttuleik í knattspyrnu karla. Bragi Valdi- mar Skúlason, Baggalútur, spé- fugl og annar umsjónarmanna Orðbragðs á RÚV, var nokk- uð sáttur við spilamennsku Ís- lands þrátt fyrir 3–1 tap. „Landsliðið er svosem alveg með þetta. En ég hefði persónulega sett Hönnu Birnu í vörnina,“ sagði Bragi á Twitter. Adolf Ingi stofnar fyrirtæki n Íþróttafréttamaðurinn góð- kunni, Adolf Ingi Erlingsson, birtist á skjáum landsmanna á miðvikudagskvöld þegar hann lýsti vináttuleik Belgíu og Íslands í knattspyrnu. Adolf, sem var sagt upp störfum á RÚV á síðasta ári virðist hafa mörg járn í eldinum þessa dagana því hann hefur stofnað einkahlutafélagið Radio Iceland FM. Það var Viðskipta- blaðið sem greindi frá þessu á fimmtudag en í samtali við blað- ið sagði Adolf að verkefnið væri á frumstigi og hann gæti lítið tjáð sig um það. Þó sagði hann að gangi fyrirætlanir hans eftir muni draga til tíðinda á íslenskum úr- varpsmarkaði áður en langt um líður. Ritskoðar á Facebook n Eygló Harðardóttir félagsmála- ráðherra hefur bersýnilega ekki verið ánægð með forsíðu Frétta- blaðsins þann 10. nóvember síð- astliðinn, daginn sem skuldaleið- réttingin var kynnt. Tók Eygló sig því til og leiðrétti forsíðunna og gerði ritskoðuðu forsíðuna að forsíðu- mynd hjá sér á Facebook. Breytti Eygló fyrirsögninni sem var „Synja fimmtán þúsund um leiðréttingu húsnæðislána“ í talsvert jákvæðari skilaboð fyrir sig og sinn flokk: „90 þúsund einstaklingar fá leiðréttingu húsnæðislána“. Eygló lét þó ekki nægja að ritskoða fyrir- sögnina því hún vas- aðist líka í megin- málinu og bætti við að fjölskyldur með tekjur undir sex milljónum króna á ári fái stærstan hluta leið- réttingarinnar. Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við sölumenn okkar. Svíf þú inn í svefninn RÚMDalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA „Sá besti sem ég þekki“ V egna þess að hann er einfald- lega sá besti sem ég þekki til að gera þetta,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, verk- efnastjóri skuldaleiðréttingar ríkis- stjórnarinnar, aðspurður af hverju Halldór Benjamín Þorbergsson hag- fræðingur var fenginn til að halda kynningu um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar í Hörpu á mánu- daginn var. Frammistaða Halldórs Benja- míns vakti athygli og þótti skörugleg en hann flutti kynninguna á um hálf- tíma. Ýmsir áhorfendur spurðu sig hins vegar af hverju Halldór Benja- mín væri flutningsmaður kynningar- innar á leiðréttingunni en einhverj- ir kannast við hann sem fyrrverandi hagfræðing Viðskiptaráðs. Halldór Benjamín vann ekki að skuldaleiðréttingunni heldur var hann eingöngu fenginn til að út- búa kynninguna á henni og flytja hana að sögn Tryggva Þórs. „Hann var fenginn sérstaklega til þess að skoða tölurnar, útbúa kynninguna og kynna þetta,“ segir Tryggvi Þór og bætir við að hann og aðrir starfs- menn sem unnu með beinum hætti að leiðréttingunni hafi haft nóg ann- að að gera. „Verkefnastjórnin, ég og verkefnastjórarnir höfðum bara öðrum hnöppum að hneppa við að koma þessu á.“ Halldór Benjamín er annars starfsmaður Icelandair Group. Þeir Tryggvi Þór og Halldór Benjamín störfuðu saman á árum áður innan Milestone-samstæð- unnar. Tryggvi Þór var forstjóri fjár- festingarbankans Askar Capital, dótturfélags Milestone, en Hall- dór Benjamín var verkefnastjóri hjá Milestone. n ingi@dv.is Frammistaða Halldórs Benjamíns Þorbergssonar vakti athygli í Hörpu á mánudaginn Fenginn sérstaklega Tryggvi Þór segir að Halldór hafi verið fenginn sérstaklega til að vinna kynningu um leið- réttinguna fyrir fundinn í Hörpu á mánudaginn. Mynd SIgtryggur ArI RITSKO ÐAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.