Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Blaðsíða 15
Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Fréttir 15 StefnulauSir Stjórnmálaflokkar n Samfylkingin enn í stefnumótun vegna olíuvinnslu n Ríkisstjórnarflokkarnir ætla að minnka útblástur og vinna olíu n VG með og á móti seinni ára var þannig í raun sam- þykkt árið 1983 án þess að flokkarn- ir hafi raunaverulega gengið skipu- lega til verks. „Þvert á móti voru nær allir stjórnmálaflokkar margklofnir í af- stöðu sinni til laga um fiskveiði- stjórnun.“ Kvótakerfið er afar um- deilt og hefur raunar verið miðja pólitískra átaka á Íslandi í þá þrjá áratugi sem það hefur verið við lýði. Undirbúningsleysi stjórn- málaflokkanna þegar kemur að olíuvinnslu og skortur á skýrri og skipulagðri stefnu á sér því sögu- lega sambærilegt dæmi sem lær- dóm má draga af. Ríkisolíufélag Sem lið í núverandi stefnu yfirvalda hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lagt fram frum- varp um stofnun ríkisolíufélags. Í frumvarpinu er lagt til að ráðherra verði heimilt að stofna opinbert hlutafélag sem hafi það hlutverk að gæta hagsmuna íslenska ríkisins við þátttöku þess í kolvetnisstarf- semi. Frumvarp Ragnheiðar gerir ráð fyrir að ríkið leggi fyrirtækinu til 20 milljónir í hlutafé til stofnfundar félaginu. „Skal allt hlutafé félagsins vera í eigu ríkissjóðs og sala þess og önnur ráðstöfun óheimil,“ seg- ir í athugasemd fjármála- og efna- hagsráðuneytisins við frumvarpið. „Félagið skal sjá um alla umsýslu og framkvæmd á þátttöku ríkisins í útgefnum kolvetnisleyfum eða tengdri starfsemi og vera leyfishafi fyrir hönd ríkisins í þeim leyfum sem ríkið tekur þátt í. Skal félagið hafa allar tekjur af leyfunum, greiða allan kostnað við fjárfestingar, rekstur og umsjón með leyfunum og greiða arð í ríkissjóð samkvæmt ákvörðun aðalfundar hverju sinni. Ráðherra verður heimilt að gera þjónustusamning við félagið um verkefni þess og fjármögnun þar til tekjur af leyfum falla til. Sérstak- lega er tekið fram að félaginu verði óheimilt að starfa sem vinnslufyrir- tæki. Samkvæmt frumvarpinu skal sá ráðherra sem fer með eignir rík- isins fara með eignarhlut ríkisins í félaginu. Gert er ráð fyrir að frum- varpið öðlist lagagildi við samþykkt þess en komi til framkvæmda þegar ákvörðun um stofnun hlutafélags liggur fyrir.“ Ljóst má vera að með stofnun ríkisolíufélags auk þeirra sérleyfa sem þegar hafa verið gefin út að op- inber stefna Íslands er að vinna olíu innan íslenskrar efnahagslögsögu. Rannsóknir og boranir Ríkisolíufélagið íslenska verður að hluta byggt á norska ríkisolíufé- laginu Petoro en félagið fer fyrst og fremst með eignir og leyfi í hönd- um norska ríkisins en ekki beina vinnslu eins og Statoil. „Upp úr 1980 varð mikil umræða í Noregi um að ekki væri rétt að eitt fyrirtæki færi með svo stóran hlut í olíuleyfum og arði af olíuvinnslu sem Statoil gerði á þeim tíma. Í kjölfar þeirrar umræðu ákvað norska þingið árið 1985 að skipta upp hlut norska rík- isins í eignum Statoil. Var helming- ur eignanna tekinn undan félaginu og sá hluti kallaður „séreign norska ríkisins í olíustarfsemi“.“ Árið 2011 var Statoil að hluta til einkavætt og þótti þá ekki við hæfi að eignaum- sýsla ríkisins væri í höndum fyrir- tækisins. Petoro var stofnað í kjöl- farið. „Eignir ríkisins sem Petoro fer með eru m.a. um þriðjungur af olíu- og gasauðlindinni á norska landgrunninu, þ.m.t. hlutur í 33 vinnslusvæðum, auk þess sem rík- ið á hlut í um 158 vinnsluleyfum þar sem félagið fer með frá 3 prósent og upp í 59 prósent hlut í leyfum, en algengast er að hlutur Petoro sé annað hvort 20 prósent eða 30 pró- sent. Félagið á einnig um helming af öllum flutningsleiðslum fyrir gas á norska landgrunninu. Auk þess að fara með eignarhlut ríkisins í olíustarfsemi fer Petoro með eftirlit með sölu olíu og gass sem unnið er á þeim svæðum sem ríkið á hlut í.“ Á þessu sem og yfirlýsingum stjórn- valda – þar á meðal Ragneiðar Elín- ar – er ljóst að bein vinnsla verður ekki í höndum ríkisfyrirtækis á Ís- landi. Hins vegar eru líkur á vinnsla verði í höndum norsks og kín- verskra ríkisfyrirtækja. Hagsmunir Íslands Í umsögn við frumvarpi Ragnheiðar Elínar um stofnun ríkisolíufélags er skýrt að fyrirtækið mun ekki taka að sér vinnslu. „Tilgangur slíks félags er að gæta íslenskra hagsmuna með því að halda utan um leyfi til olíu- og gasvinnslu, sem íslenska ríkið kann að taka þátt í, og leggja þannig grunn að því að hugsanlegur ávinn- ingur af olíuvinnslu nýtist samfé- laginu öllu. Skýrt er tekið fram í frumvarpinu að hlutafélaginu er óheimilt að starfa sem vinnslufyrir- tæki enda er sá rekstur annars eðl- is,“ þá er sú skipting sem viðhaldið er í Noregi á leyfa- og eignaumsýslu annars vegar og vinnslu hins vegar nefnd sem rök fyrir þessum tak- mörkunum. Íslenska ríkisolíufyrir- tækið gæti hins vegar tekið þátt í norskum leyfaútboðum við Jan Mayen-hrygginn en slíkt er vænt- anlega hluti af ástæðu þess að nú- verandi yfirvöld ráðast í stofnun olíufélags. Samningur Íslands og Noregs Ísland og Noregur gerðu árið 1981 með sér samning um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen. „Ef að því kemur að norsk stjórn- völd hefja útboð á rannsóknar- og vinnsluleyfum Noregs megin á Jan Mayen-svæðinu á Ísland rétt á því að taka þátt í þeim leyfum með sama hætti (25 prósent) og norsk stjórn- völd hafa tekið þátt í þeim þremur sérleyfum sem íslensk stjórnvöld hafa veitt á Drekasvæðinu,“ segir í umsögn við frumvarpið. „Æskilegt er því að hafinn sé undirbúning- ur að stofnun slíks hlutafélags svo að íslensk stjórnvöld verði tilbúin að takast á við hugsanlegar leyfis- veitingar Norðmanna til rannsókn- ar og vinnslu kolvetnis á Jan Mayen- svæðinu. Í því samhengi er þó rétt að benda á að íslenska ríkið þarf ekki að taka ákvörðun um þátttöku í leyfum á norska hlutanum fyrr en eftir að olía hefur fundist, og því líklegt að nokkur ár muni líða þar til reynir á félagið í því hlutverki.“ Er aftur snúið Sé litið til þeirra aðgerða sem þegar hafa átt sér stað ásamt stefnumótun og leyfisveitingum íslenska ríkisins er ljóst að skammt er þar til erfitt verður að snúa aftur. Yfirvöld hafa þegar veitt þrjú sérleyfi og fyrirtæki og erlend ríki hafa þegar lagt nokk- uð fé í rannsóknir. Hins vegar er leit tiltölulega skammt á veg kom- in. Þegar hafa þó heyrst þær radd- ir að skammt sé í að ekki verði aft- ur snúið. Kristín Haraldsdóttir, for- stöðumaður auðlindaréttar við Háskólann í Reykjavík, ræddi þannig lagalega óvissu á nýleg- um stefnumótunarfundi Samfylk- ingarinnar. Áður hefur verið vitn- að í Kristínu í úttektum DV vegna hugsanlegrar olíuvinnslu en Krist ín varpaði sér stak lega fram þeirri spurn ingu hver rétt arstaða ís- lenskra stjórn valda væri ef til kæmi stefnu breyt ing varðandi olíu leit og -vinnslu frá því sem nú er. Hún spurði hvaða afleiðingar það hefði ef olía fyn dist en ís lensk stjórn- völd veiti ekki leyfi til vinnslu vegna um hverf is sjón ar miða. Árið 2009 skapaðist þannig færi til að ræða umhverfissjónarmið gegn vinnslu með yfirlýsingum Kolbrúnar Hall- dórsdóttur, þáverandi umhverfis- ráðherra, gegn vinnslu. Sú umræða var hins vegar ekki tekin og raunar brugðist afar harkalega við. Eignarrétturinn og almannahagur Kristín benti þannig á að þegar hefðu einkaaðilar ráðist í nokkra starfsemi vegna leitar og við leyfis- útboð. Farið færi í þá starfsemi með vinnslu að leiðarljósi. Aðilarnir sem að vinnslu komi hafi þannig fjárfest bæði í tíma og eignum og njóti því verndar í samræmi við það. Verði stefnubreyting hjá íslenskum yfir- völdum verði ríkir almannahags- munir að vera að baki. Hins vegar má benda á að stefnan um 50–70 prósenta samdrátt á útblæstri gróð- urhúsalofttegunda frá árinu 2007 er enn við lýði og hefur raunar verið tekin til áframhaldandi úrvinnslu með skýrslu umhverfisráðuneyt- isins árið 2009. „Ef við gef um okk- ur það að það yrði stefnu breyt ing stjórn valda og það væri áhugi fyr- ir því að hrein lega ganga frá þessu rétt ar sam bandi þá blas ir það við að það þurfi að spyrja sig að því hvort það sé heim ilt,“ sagði Krist ín á fundinum. n Umhverfisvernd og olía Samstarfssáttmáli núverandi yfirvalda gerir ráð fyrir að olíuvinnsla hefjist sem fyrst. Olíuvinnsla ekki samræmanleg stefnu VG Kolbrún Halldórsdóttir sagði árið 2009 að olíuvinnsla á Drekasvæðinu væri andstæð hugmyndafræði VG. Notkunin ekki vinnslan sem skiptir máli Birgir Ármann sagði fyrir kosningar 2009 að hvar olía væri unnin skipti ekki meginmáli heldur í hvað hún væri notuð. Setti lög um olíuvinnslu Valgerður Sverrisdóttir mælti fyrir lögum um olíu- vinnslu árið 2001. Þá hafði leit þegar staðið yfir með hléum frá sjötta áratugnum. „Þetta er svona óðagotsaðgerð í mínum huga, sem farið var í, og algerlega, eins og ég segi, að vanbúnu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.