Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Blaðsíða 32
Helgarblað 14.–17. nóvember 201432 Fólk Viðtal Þ að er dæmisaga í búddism- anum af örvunum tveimur. Þú munt verða fyrir áfalli, lífið mun hitta þig. Það er fyrsta örin, einhver sársauki. Seinni örin er sú sem þú tekur og stingur í sár hinnar fyrri, rígheldur í og kemur í veg fyrir að nokkuð fái að gróa. Þetta er viðhorf þitt til þess sem gerist. Viðhorf er oft 90 prósent af þjáningu okkar,“ segir Tolli Morthens sitjandi við gluggann á Kaffivagnin- um við höfnina á Granda, þar sem hann opnar nýtt gallerí í desember. Tolli ólst upp í Vogunum og á sumrin í Kjósinni, foreldrar hans voru Grethe Scotte Petersen og Krist- inn Morthens, myndlistarmaður og sjálfmenntaður málari. Bræðurn- ir voru fimm, þekktastir þeirra Tolli og Bubbi sem er þremur árum yngri. Tolli segist hafa snemma hneigst til lista: „Ég held að við fæðumst öll með einhverja hæfileika. Og ég held að mínir hæfileikar hafi alltaf legið þarna. Á meðan aðrir voru í fót- bolta var ég bara að mála. Þetta var það sem átti hug minn allan þegar ég var krakki og unglingur, þar til að dimman kom yfir líf mitt.“ Kristinn faðir hans var sjálf- menntaður málari starfaði við listina alla tíð, en móðirin Grethe sem var dönsk, var heimavinnandi enda fullt starf að sjá um fimm stráka og eigin- mann. „Pabbi var virkur alkóhólisti, en mamma tók þá ákvörðun að nota aldrei. Hún sá að annar aðilinn yrði að vera í lagi. Þetta er fjölskyldusjúk- dómur og allir einstaklingar inn- an hennar þurfa að takast á við ein- hverjar afleiðingar. Því alkóhólismi leiðir til margþætts ofbeldis, sem er ekkert endilega líkamlegt, það get- ur verið andlegt og tilfinningalegt. Þá verður maður fyrir tengslarofi við kjarnann sinn,“ segir Tolli. „Ég var mjög reiður ungur mað- ur,“ útskýrir hann. „Þegar þú ert alinn upp í alkóhólistafjölskyldu, þá er hver einasti dagur óvissutími, þú veist ekkert hver þú ert, þú veist ekk- ert hvert þú átt að leita, ekkert hvað snýr upp né niður. Til að takast á við óttann, kvíðann og vanmáttinn þá verður maður að „fronta“ það ein- hvern veginn – þar kemur reiðin inn. Þessi reiði út í lífið og tilveruna birt- ist í félagslegu viðhorfi. Ég var ekki að berja fólk, en ég var stöðugt að rífa kjaft.“ Fjórtán ára í fylkingunni Vettvang fyrir reiðina segist Tolli hafa fundið í stjórnmálastarfi. „Minn „frontur“ var alltaf dálítið pólitískur. Þorlákur Kristinsson, betur þekktur sem Tolli Morthens, ólst upp í alkóhólistafjölskyldu og hefur alla ævi glímt við afleiðingar þess. Hann flosn­ aði upp úr námi og flakkaði um landið sem farandverkamaður, lærði að gera mólótovkokkteila í Alþýðufylkingunni, dópaði með hippum í Kristjaníu, festi reiðina í tóna á költplötu með Íkarus og hefur undanfarin 30 ár verið einn af­ kastamesti myndlistarmaður þjóðarinnar. Nú vinnur hann að því að tengjast kjarnanum í sjálfum sér og breyta lífsviðhorfi sínu í gegnum búddisma og nú­ vitundarhugleiðslu. Hann deilir þessari visku með öðrum eftir ýmsum leiðum: meðal annars í smáprósabókinni Ást og friður sem kom nýlega út, stefnir á að gangsetja hugleiðslusmáforrit og kennir föngum á Litla­Hrauni listina að hugleiða. „Að heila sig er lífstíðardjobb“ „Ég var mjög reiður, ungur maður. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Þar var verið að kenna mér að búa til dreifirit, plaggöt og mólótovkokkteila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.