Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2014næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 14.–17. nóvember 201454 T rúir þú enn á Slash? Ég hætti því þegar ég var fimm ára,“ sagði einn krakkanna í South Park við annan. Og ekki að undra að honum sé líkt við jólasveininn. Kosturinn við Slash er sá að hann er alltaf eins. Gallinn er hins vegar sá að hann er alltaf eins. Því veit maður á hverju er von þegar ný Slash-plata kemur í hús. Hún er eins og allar hinar, en ekki jafn góð og Appetite. Í raun er óþarfi að ræða einstök lög. Sum byrja lofandi á gítarriffi eða bassa eða jafnvel kúabjöllu eins og í gamla daga. En allt hljómar þetta eins áður en yfir lýkur. Verst er þegar Myles Kennedy byrjar að syngja, en þó að hann geri sitt besta vantar hreysikattar sjarma Axl Rose. Þó ber að nefna lokalagið, The Un- holy, sem er kostulegt í tilraunum sínum til að vera bæði drungalegt og epískt. Umslagið er eins og búast mátti við, myndir af Slash með hattinn og einhverri húðflúraðri gellu. Spilamennskan er í sjálfu sér góð, en þó virðist sem Slash sé þessa dag- ana meira í að spila skala en lög. Og því minna sem er sagt um textana, því betra. Flestir þátttakendur músíktil- rauna 1991 gerðu betri hluti. Það er svo sem fyrirgefanlegt að menn detti í meðalmennskuna á miðjum aldri, en það sem er ófyrir- gefanlegt að er að servera upp 77 mín- útur af meðalmennsku. Vínylplöturn- ar neyddu menn til að vera kjarnyrtir, en hér skal bætt upp það sem vantar á gæðin með magni. Ef einhver plata sýnir fram á að meira sé minna, þá er þetta hún. Smá- skífu næst, takk. n Jólasveinn rokksins Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur World on Fire Flytjandi: Slash featuring Myles Kennedy and the Conspirators Slash Því minna sem sagt er um textana, því betra. Komin með bandarískan umboðsmann Rokksveitin Kaleo komin með samning við umboðskrifstofu sem sérhæfir sig í kántríi Í slenska rokksveitin Kaleo hefur notið gífurlegra vinsælda í hinu svokallaða „mainstream“-poppi á Íslandi síðasta árið. Nú hyggja þeir á frekari landvinninga með aðstoð umboðsmanns frá þekktri bandarískri umboðsskrifstofu, 888. „Þau eru frekar stór í kántríheim- inum í suðurríkjum Bandaríkjanna,“ útskýrir Sindri Ástmarsson, tals- maður sveitarinnar á Íslandi. „Strák- arnir hittu umboðsmann frá þeim hér á landi í október og flugu svo í kjölfarið út og skrifuðu undir samn- ing,“ segir Sindri. Hljómsveitin, sem er úr Mosfells- bænum, var stofnuð fyrir tæpum tveimur árum. Hún tók þátt í Músík- tilraunum í sama ár og sló í gegn strax um sumarið með ábreiðu sinni af laginu Vor í Vaglaskógi. Lagið var um tíma eitt vinsælasta lag lands- ins en lögin Rock 'n' Roller og Glass House hafa einnig gert það gott á öldum ljósvakans. Fyrir tæpu ári kom út fyrsta breiðskífa sveitarinnar og heitir gripurinn einfaldlega Kaleo. Sindri sem hefur verið umboðs- maður sveitarinnar hingað til segist alltaf hafa haft mikla trú á ágæti sveitarinnar. „Ég hef alltaf haf mikla trú á því að þeir næðu langt, og ég tel að þetta geti vel komið þeim þang- að.“ Sindri mun þó halda áfram að sjá um umboðsverkefni sveitarinnar hér heima. Hann segir aðspurður að stórra tíðinda sé vonandi að vænta af tónleikaferðalögum og frekari landvinningum. „Það kemur von- andi stór tilkynning frá okkur fyrir árslok.“ n maria@dv.is Spennandi íslenskt Gulli Briem hefur sent frá sér nýja plötu, Liberté, undir lista- mannsnafninu Earth Affair. Gulli sem er einn stofnmeðlima Mezzoforte fetar þar nýjar slóð- ir í ambíans og poppskotinni indítónlist. Gulli notaðist við óhefðbundin hljóð- færi við sköpun tónanna. Við mælum með lögunum Mia's song og Til moldar. Hljómsveitin Eva hefur einnig sent frá sér nýja plötu, Nóg til frammi. Dúettinn sem skipað- ur er þeim Sig- ríði Eir Zoponí- asdóttur og Völu Hös kuldsdóttur, hefur vakið verð- skuldaða athygli fyrir smellna texta- smíð sem þær flytja undir gít- arspili í þjóðlegum stíl. Mælum með lögunum Ég er kona og Blóð. Ásgeir Trausti, ásamt bróður sínum Þorsteini Einarssyni og völdum Hjálmum, hefur gefið út plötu undir for- merkjum Uni- mog. Brass- útsetningar á plötunni annast svo Samúel Jón Samúelsson. Platan er því einhvers konar diskóskot- in samsuða úr ólíkum áttum ís- lensks tónlistarlífs. Einstaklega áhugaverð plata. Mælum með laginu Adam átti 7. Hljómsveitin Himbrimi sendi frá sér afar athyglisvert mynd- band við lagið Tearing í síðustu viku. Sveitin vakti einnig athygli fyr- ir vaska fram- göngu á nýlok- inni Icelandic Airwaves-hátíð. Sveitina skipa þau Margrét Rúnarsdótt- ir, Birkir Rafn Gíslason, Hálfdán Árnason, Skúli Arason og Egill Rafnsson. S igur Rós fékk afhent Lovie- verðlaunin á fimmtudags- kvöld fyrir bestu tónlistar- vefsíðuna. Vefsjórinn Björn Erlingur Flóki Björnsson hefur unnið að vefsíðunni síðustu fimmtán ár en upphaflega, um aldamótin, var hún aðdáendasíða. „Við fengum tilkynningu um að þessi nýja verðlaunahátíð vildi heiðra Sigur Rós fyrir vefinn og vel heppnaða framsetningu á efni. Það er mikill heiður að fá viðurkenn- ingu fyrir eitthvað sem maður hefur lagt svo mikla vinnu í,“ segir Björn. Björn lagði ekki beinlínis upp með að verða umsjónamaður vefmála hjá Sigur Rós þegar hann, ásamt vini sínum Paul, setti síðuna í loftið upphaflega árið 2000, þá sem aðdá- endasíðu eða svokallað „fanpage“. „Þarna var engin upplýsingasíða fyrir hljómsveitina og við tókum okkur saman tveir vinir og bjugg- um til „fanpage“. Það var svo mörg- um árum síðar að þeir höfðu sam- band og buðu okkur að sjá alfarið um vefmálin fyrir sig. Það var mik- il viðurkenning að þeim fyndist við standa okkur vel.“ Í rökstuðningi með Lovie-verð- laununum, sem Björn veitti við- töku í London ásamt sveitinni, var vitnað sérstaklega í nýtt verkefni á vef Sigur Rósar, gagnvirkt tónlistar- myndband við lagið Storm af plöt- unni Kveikur. „Við leituðum til aðdáenda og fengum þá til að senda okkur augnablik úr lífi sínu sem þeim fannst passa við lagið. Við fengum inn þúsundir „media“-búta sem urðu svo lifandi myndband frá að- dáendum,“ útskýrir Björn og seg- ir það samræmast stefnu síðunnar og hljómsveitarinnar vel. „Það er í takti við okkar stefnu að sækjast eftir upplifunum aðdáenda af tón- listinni. Hún er jú það mikilvægasta í þessu.“ n maria@dv.is Vefsíða Sigur Rósar valin sú fallegasta Hvað er Lovie? Lovie-verðlaunin eru nokkuð ný af nál- inni en þau eru nefnd í höfuðið á for- ritunarfrumkvöðlinum Ada Lovelace. Verðlaunin eru evrópsk og er tilgangur þeirra að verðlauna þá sem þykja skara fram úr á sviði netmiðlunar. Björn Erlingur Flóki Björnsson vefstjóri er þakklátur fyrir viðurkenninguna Björn Erlingur Flóki Björnsson Gefa út sjald- gæfar upp- tökur Hendrix Til stendur að gefa út sjaldgæfar hljóðversupptökur Jimi Hendix á vínylplötum í Bandaríkjunum fyrir jólin í tengslum við „Black Friday“ útsölugjörning plötu- búða ytra. Nýja „bootleggið“ ber nafnið Hear My Music og kemur út þann 28. nóvember næstkomandi. Efnið sem nemur um tveimur LP- plötum að lengd er markaðsett sem „skapandi tilraunamennska“ listamannsins. Samkvæmt Rolling Stone var tónlistin tekin upp árið 1969, sem demó og einhvers konar frjáls „djamm sessjón“ hljóm- sveitar Jimis, The Jimi Hendrix Experience. Á plötunni má finna ellefu lög, þar af eru tvær áður óútgefnar útgáfur af Valleys of The Neptune.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 89. tölublað (14.11.2014)
https://timarit.is/issue/387271

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

89. tölublað (14.11.2014)

Aðgerðir: