Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 10
10 Fréttir Helgarblað 14.–17. nóvember 2014
Listin að lifa saman
n Fólk af ólíkum trúarbrögðum vinnur saman gegn fordómum n Einblínir á það sem sameinar fólk
D
erya Özdilek og Ersan
Koyuncu eru múslimar
sem fluttu til Íslands frá
Danmörku fyrir rúmlega
ári. Þau eru meðal stofn-
enda félagsins Horizon sem eru
menningarsamtök fólks af tyrk-
neskum uppruna á Íslandi. Á
laugardaginn stendur félagið fyrir
hátíð í samstarfi við Neskirkju. Há-
tíðin er tilraunaverkefni og segja
þau tilganginn að leggja sitt af
mörkum til íslenska samfélagsins
og skapa jákvæða samræðu, sam-
stöðu og umburðarlyndi. „Við ætl-
um að einblína á það sem samein-
ar okkur frekar en það sem sundrar.
Við köllum þetta stundum listina
að lifa saman,“ segir Ersan. „Það
versta sem getur gerst í samræðum
er að verða sammála um að vera
ósammála,“ segja þau.
Ein helsta fyrirmynd að starfi
samtakanna er hugmyndafræði
Tyrkjans Fethullah Gülen, sem
tímaritið Time útnefndi sem einn
af áhrifamestu mönnum í heimi
árið 2013. „Hugmyndafræði hans
byggir meðal annars á því að
manneskjan sé það allra heilag-
asta í heiminum og að það skipti
ekki máli hvaðan hún kemur, né
hver hún sé. Þannig viljum við
vinna í Horizon. Við eigum að bera
virðingu hvert fyrir öðru þó að við
séum ekki sammála um allt. Þetta
er samt auðveldara í orði en fram-
kvæmd,“ segja þau.
Ísland æskudraumurinn
Frá æsku hafði Derya átt sér þann
draum að flytja til Íslands. „Svo til-
kynnti maðurinn minn mér einn
daginn að hann gæti fengið vinnu á
Íslandi og ég var strax til í að flytja.
Lífið í Danmörku var þó mjög gott
og ég hafði nýlega fengið drauma-
starfið sem kennari í einkaskóla.
Ísland er lítið land og ég held að
það sé betra fyrir börn að alast upp
í litlu landi,“ segir hún og bendir á
tveggja ára son sinn.
„Við elskum lífið á Íslandi og ég
er mjög ánægð með að hafa tek-
ið þá ákvörðun að flytja hingað. Ég
fékk vinnu á leikskóla og hef lært
íslensku af börnunum þar.“ Derya
gengur með slæðu og aðspurð um
viðbrögð fólks á Íslandi við klæðn-
aðinum segir hún að vissulega sé
útlit hennar sumum framandi.
„Fyrst þegar við fluttum til Íslands
leituðum við að íbúð og sumir leig-
usalar spurðu hissa hvaðan við
værum eiginlega. Við skoðuðum
örugglega tuttugu íbúðir. Svo tók
loks á móti okkur brosandi leigu-
sali sem virtist ekki hissa á slæð-
unni. Þá fékk ég það á tilfinninguna
að hún myndi leigja okkur og það
varð raunin.“
Derya segir að það gerist stund-
um að fólk horfi á hana því hún
sé með slæðu en aðrir brosa til
hennar og nefna hve falleg slæð-
an sé. „Einu sinni var ég í Ikea og
tvær konur sem voru að koma úr
gagnstæðum áttum sáu mig. Þær
horfðu svo stíft á mig að þær lentu
í árekstri með innkaupakerrurnar
sínar,“ segir Derya og hlær.
Minni fordómar á
Íslandi en í Danmörku
Ersan er meistaranemi í sagnfræði
við Háskóla Íslands. Hann kveðst
aldrei verða fyrir fordómum vegna
trúar sinnar á Íslandi, enda sjá-
ist ekki utan á honum að hann sé
múslimi. „Þegar ég segist heita
Ersan og koma frá Danmörku, spyr
fólk mig um upprunann. Það er
samt aldrei vandamál.“
Þau eru þó sammála um að for-
dómar fyrirfinnist í íslensku samfé-
lagi. „Þegar við fluttum til Íslands
fundum við fyrir þörfinni fyrir
að stofna félag eins og Horizon.
Þó að ég verði ekki persónulega
fyrir fordómum sé ég viðmælend-
ur í fréttum sem taka umræðuna
um innflytjendur á öðru stigi og
á neikvæðan hátt. Alltaf þegar
maður hittir fólk í eigin persónu er
viðhorfið annað og það sér hlutina
í skýrara ljósi og dæmir síður,“ segir
Ersan. Að hans sögn eru um 60.000
manns af tyrkneskum uppruna í
Danmörku og talið að múslimar
í landinu séu um 250.000 talsins.
„Hérna á Íslandi eru aðeins um
70 íbúar af tyrkneskum uppruna.
Hérna er það frekar nýtt fyrir sam-
félagið að hér búi múslimar en í
Danmörku hefur það tíðkast síðan
á 7. áratugnum þegar amma mín
og afi fluttu þangað. Mín reynsla er
sú að fólk hér á landi sé opnara fyrir
fjölbreytileikanum en í Danmörku
og það var mjög jákvæð uppgötv-
un.“
Nói í Kóraninum
Í Kóraninum eru vers um Nóa, líkt
og í Biblíunni. Hátíðin sem Horizon
og Neskirkja halda um helgina
heitir Ashura sem er nafnið á búð-
ingi sem þau segja talið að Nóa hafi
matreitt þegar hann náði landi.
„Ashura þýðir tíundi, það er tíundi
mánuðurinn í arabísku tímatali.
Þann dag fá flestir sér þennan búð-
ing og deila með nágrönnum og
vinum. Það er því einföld og falleg
hugmynd á bak við Ashura. Sam-
kvæmt sögunni setti Nói öll hráefni
sem hann átti í skál og útkoman
var þessi búðingur. Útkoman varð
mjög góð og hugmyndin er að hvert
hráefni tákni einn einstakling. Þó
að þeir séu ólíkir geta þeir skapað
góða heild og það er grunnurinn að
fjölmenningu,“ segir Derya.
Á hátíðinni, sem er öllum opin,
verður gestum boðið að smakka
Ashura-búðinginn. Þá verður sýnd-
ur Rumi, tyrkneskur dans, og Ebru
sem er sérstök aldagömul tyrknesk
aðferð við vatnslitun. n
Menningarlegur mismunur látinn blómstra
„Ég er sannfærður um að þetta er
leiðin áfram í átt að heilbrigðri fjöl-
menningu,“ segir Sigurvin Jónsson,
æskulýðsprestur í Neskirkju.
„Menningarlegur mismunur er lát-
inn blómstra og fólk getur sýnt fram
á hvað því er kært.“ Toshiki Toma,
prestur innflytjenda, starfar í Nes-
kirkju og hefur hann starfað með
Horizon að undanförnu að því að
minnka fordóma í samfélaginu og
segir Sigurvin samstarfið þannig
komið til. Ersan Koyuncu, formaður
samtakanna Horizon, hefur tekið
þátt í æskulýðsstarfinu í Neskirkju
og segir Sigurvin það veita krökkun-
um þar innsýn í menningu sem er
framandi en í senn svo nálæg. „Um-
fjöllun sem börnin sjá í fjölmiðlum
er svo oft tengd ofbeldisverkum og
hryðjuverkasamtökum sem eru svo
framandi meginþorra múslima.
Ersan er strákur, alinn upp í Dan-
mörku og af tyrkneskum uppruna. Í
staðinn fyrir að ræða málið abstrakt
erum við með manneskju með okk-
ur af holdi og blóði. Þetta er leiðin til
að minnka fordóma og opna sam-
félagið fyrir umburðarlyndi ólíkra
menningarheima og trúarbragða.
Það að við spjöllum saman og hittu-
mst í eigin persónu.“
Ungmenni úr æskulýðsfélagi
Neskirkju og Horizon, ætla í kvöld,
föstudagskvöld, að læra saman að
mála með tyrknesku aðferðinni
Ebru. Afraksturinn sýna þau svo á
hátíðinni á morgun. „Það er þess
virði að leggja leið sína á hátíðina og
hitta listamennina sem þar koma
fram og kynnast þessum fegurstu
ávöxtum tyrkneskrar menningar,“
segir Sigurvin að lokum.
„Þó að ég verði ekki
fordómum sé ég
viðmælendur í fréttum
sem taka umræðuna um
innflytjendur á öðru stigi
og á neikvæðan hátt.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagny@dv.is
Ashura hátíð Toshiki Toma,
prestur innflytjenda, ásamt Derya
Özdilek og Ersan Koyuncu frá
menningarfélaginu Horizon.
MyND Sigtryggur Ari