Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 16
16 Fréttir Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Vilja lögbann á slit sleipnis n Hafa slitið félaginu og ætla að skipta eigum þess á milli sín n Höfnuðu 40 umsóknum F élagsmenn í Bifreiðastjóra- félaginu Sleipni ákváðu í síðustu viku að leggja félag- ið niður, selja eigur þess og skipta ágóðanum bróðurlega á milli þeirra 32 félagsmanna sem eftir voru í félaginu. Bifreiðastjóra- félagið Sleipnir er 60 ára gam- alt. Árið 2000 stóð félagið í erfiðri í kjarabaráttu og í kjölfarið gengu margir félagar úr Sleipni og voru þeir 32 eftir. Fjörutíu manna hópur bifreiðastjóra hjá fyrirtækinu Grey Line Iceland hafði í nokkra mánuði verið í sambandi við formann fé- lagsins, Óskar Jens Stefánsson, og reynt að fá inngöngu í félagið og skilað inn umsóknum þess efnis. Viðræðurnar höfðu staðið yfir síðan í vor en umsóknunum var svo hafn- að í síðustu viku á þeim forsendum að leggja ætti félagið niður. Bifreiðastjórar vilja þétta raðirnar Svanur Þorkelsson er einn þeirra sem sóttu um inngöngu í Sleipni og hefur hópurinn leitað til lögmanns og vill fá lögbann á slit félagsins. „Í lögum félagsins kemur fram að skylt sé að veita fólki inngöngu upp- fylli það ákveðin skilyrði, sem með- al annars eru þau að skulda félaginu ekki neitt. Við uppfylltum skilyrðin. Við teljum ólöglegt að slíta verka- lýðsfélagi þegar enn er mikil þörf á því. Það eru til lög um félagafrelsi á Íslandi og við teljum þessar aðgerð- ir ekki í anda þeirra. Við erum ekki á neinn hátt að falast eftir eignum félagsins heldur viljum við að bíl- stjórar á Íslandi hafi vettvang til að berjast fyrir bættum kjörum. Sleipn- ir hefur greitt í sjóði Evrópska flutn- ingafélagsins og þess skandinavíska og ef til aðgerða kæmi ættu íslensk- ir bílstjórar rétt á aðstoð þeirra. Ef Sleipnir er lagður niður tapast sá réttur algjörlega.“ Svanur segir rútubílstjóra hafa skoðað þann möguleika að stofna nýtt verkalýðsfélag en talið betri kost að ganga í Sleipni því þrjú til fjögur ár taki að öðlast rétt og safna í sjóði í nýju félagi. Þór Ostensson er í framvarðar- sveit hóps atvinnubílstjóra sem hafa kannað þann möguleika að stéttin sameinist í einu félagi. „Við erum enn að bíða eftir því hvað kemur út úr Sleipnismálinu. Núna er fólk í greininni út og suður; í VR, Efl- ingu, Hlíf og víðar. Það er mikið af fólki hjá stóru rútufyrirtækjunum og flutningabílstjórar sem hafa mikinn áhuga á því að komast í sitt stéttarfé- lag. Það að menn geti tekið það upp hjá sjálfum sér að leggja niður félag og skipta eigum þess á milli sín er vissulega sérstakt,“ segir Þór. 230.000 króna mánaðarlaun Svanur leggur áherslu á að vinnu- umhverfi rútubílstjóra á Íslandi hafi breyst mikið á undanförnum árum með auknum fjölda ferða- manna. Þá hafi hópurinn sem sótti um inngöngu í sumar verið að kanna hvernig það gengi. Hundruð annarra rútubílstjóra hefðu svo lík- lega fylgt í kjölfarið. „ Rútubílstjórar fá um 230.000 krónur í mánaðar- laun, samkvæmt taxta. Algengt er að rútubílstjórar vinni 250 til 300 tíma á mánuði til að eiga í sig og á. Starf- inu fylgja því stöðugar fjarvistir frá fjölskyldu. Það er skiljanlega urgur í mönnum sem vilja þétta raðirnar og berjast fyrir betri kjörum.“ Það sé erfitt þegar þeir eigi hvorki sitt eigið félag né talsmann og séu dreifðir í stærri félög sem geti ekki beitt sér sérstaklega fyrir þá. Hluti eigna seldur Að sögn Óskars Jens, formanns Sleipnis, hefur verið kannað hvort slitin séu lögleg. „Niðurstaðan var sú að það væri verið að fara full- komlega eftir lögum félagsins. Það er einnig mat manna að þetta stríði ekki gegn landslögum. Enda erum við ekki skuldbundnir neinum nema þeim sem í félaginu eru,“ segir hann. Um ástæðu þess að félaginu hafi verið slitið segir Óskar: „Þetta er gamalt félag með aðeins 32 félags- menn sem hafa haldið starfseminni úti undanfarin ár. Það er mat manna að þeir séu betur settir í öðrum fé- lögum. Þeir vildu bara færa sig sjálfir og tóku þessa ákvörðun.“ Aðspurður hvort ákveðið hafi verið að leggja félagið niður í framhaldi af um- sóknum hópsins um inngöngu seg- ir Óskar það ekki beint vera í fram- haldi af því. „Ég veit ekki hverju skal svara því. Það voru viðræður við aðila sem vildu koma inn í félagið. Þeim var bara slitið. Menn vildu ekki standa í þessum slag lengur.“ Aðspurður hvort ekki hafi verið grundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi Sleipnis í ljósi áhuga nýrra félaga á að ganga í félagið sagði Óskar að mat félaga Sleipnis hafi verið að best væri að leggja félagið niður. „Þeir væru varla að leggja fé- lagið niður ef þá hefði langað til þess að halda því starfandi áfram. Þetta var mat manna. Það var talið að það svaraði ekki kostnaði að reka félagið áfram,“ sagði hann. Búið er að selja hluta eigna Sleipnis en formaðurinn vildi ekki gefa upp hvað það væri nákvæm- lega sem þegar væri selt. Meðal eigna félagsins er fasteign að Mörk- inni 6 í Reykjavík, sumarbústaður í Húsafelli og sjóðir. „Það verður svo greitt út til félagsmanna, það sem hver og einn á.“ Aðspurður hvernig ágóðanum verði skipt sagði Óskar að það yrði gert eins bróðurlega og hægt væri en vildi annars ekki tjá sig um skiptinguna. n Vísindi Skemmtilegar gjafir í Tiger Dagný Hulda Erlendsdóttir dagny@dv.is Lág laun Rútubílstjórar fá um 230.000 krónur í mánaðarlaun. Þeir eiga ekki sitt eigið verkalýðsfélag en eru dreifiðir í nokkur sem torveldar kjarabaráttu. Myndin er úr safni. MynD Sigtryggur Ari Vilja inn Svanur Þorkelsson, einn þeirra fjöru- tíu sem sóttu um aðild að Sleipni. MynD AðSEnD „Rútubílstjórar fá um 230.000 krón- ur í mánaðarlaun, sam- kvæmt taxta. Vilja betri kjör launataxtar sleipnis sem tóku gildi 1. janúar 2014 Byrjunarlaun 229.798 kr. Eftir 1 ár 231.814 kr. Eftir 3 ár 233.859 kr. Eftir 5 ár 235.936 kr. Eftir 7 ár 238.043 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.