Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Blaðsíða 21
Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Fréttir 21 E inara Sigurðardóttir, 78 ára, greindist með ill- kynja eitlafrumukrabba- mein í byrjun október, rúm- um tveimur vikum áður en verkfall lækna hófst. Fréttirnar voru henni skiljanlega mikið áfall. Henni var jafnframt tjáð að í fram- haldi af greiningunni þyrfti hún að fara í frekari blóðprufur og mynda- töku áður en ákvörðun yrði tek- in um meðferð. Einara varð hins vegar að bíða í rúmar fimm vik- ur eftir því að komast í umrædd- ar rannsóknir, eða þangað til ná- grannakona hennar fór í símann og ýtti á eftir málinu. Einara gleymdist í kerfinu. Tilfelli Einöru er að sjálfsögðu ekki algilt en það veitir okkur engu að síður innsýn í hvernig það er að greinast með krabbamein á Íslandi í dag. DV fékk að heyra sögu Ein- öru. Biðu rólegar í fyrstu Heimilislæknirinn hélt ég væri móðursjúk, ég hafði farið svo oft til hans,“ segir Einara en hún fór fyrst að finna fyrir eymslum í kirtlum í hálsi fyrir þremur árum. Það var hins vegar ekki fyrr en hún leitaði til Læknastöðvarinnar í Mjódd, fyrr á þessu ári, að grunur vaknaði um að veikindi Einöru væru alvarleg. Í kjölfarið var tekið sýni úr hálsinum á henni sem leiddi í ljós að um ill- kynja eitlafrumukrabbamein væri að ræða. Þetta var fyrir rúmum fimm vikum. „Þetta var auðvitað mikið sjokk,“ segir Gyða Breiðfjörð, nágranni og vinkona Einöru, sem hefur aðstoðað hana undanfar- in misseri. „En okkur var tjáð að það yrði haft samband við okk- ur á næstu dögum varðandi fram- haldið. Svo við biðum bara rólegar.“ Allt kom fyrir ekki og þegar um tíu dagar voru liðnir frá greiningunni voru Einara og aðstandendur hennar orðnir óþolinmóðir. „Þá byrjaði ég að hringja. Mér var stöð- ugt hent á milli lækna en enginn vissi neitt,“ segir Gyða og heldur áfram: „Við vissum að næsta skref væri myndataka og að fá tíma hjá blóðmeinasérfræðingi. En það gat enginn gefið skýr svör um hvenær eða hvar þessar rannsóknir ættu að fara fram.“ Týndist í kerfinu Einara á þrjú börn sem búa í Nor- egi, á Fáskrúðsfirði og í Hveragerði. Þau eiga því ekki heimangengt eins oft og Einara hefði kosið. Þá er heyrn Einöru orðin slæm og á hún til dæmis bágt með að tala í síma. Hún er því mjög þakklát Gyðu fyr- ir aðstoðina. „Hún er bjargvættur- inn minn,“ segir Einara og lítur til Gyðu. „Ef allir hefðu svona góða aðstoð þá væru þeir vel á settir. Ég hefði verið ráðalaus án hennar.“ „Þetta náttúrlega náði engri átt. Að þurfa að bíða svona lengi og veltast einhvers staðar um í kerf- inu og það vissi enginn neitt,“ segir Gyða. Þess má geta að Einara fór loksins til blóðmeinasérfræðings og í myndatöku síðastliðinn mið- vikudag. Ekki höfðu enn verið teknar ákvarðanir um meðferð þegar DV fór í prentun. Gyða seg- ir mál Einöru hafa týnst í kerfinu, því þegar kennitölu hennar var flett upp fannst engin beiðni um blóð- töku eða myndatöku. Ef Gyða hefði því ekki sjálf farið í símann og ýtt á eftir málinu biði Einara líklegast enn eftir svörum. Alltaf bjartsýn En hvernig líður Einöru? „ Maður er í flækju,“ svarar hún. „En maður verður bara að taka þessu. Svo verður þetta kannski eitthvað minna en leit út í fyrstu. Maður á alltaf að vera bjartsýnn.“ Aðspurð hvernig líkamleg líðan hennar sé segist Einara fá stingi í eitlana, hún eigi stundum erfitt með að liggja á kodda vegna þeirra, og þá fái hún gjarnan höfuðkvalir. „Maður hefði haldið að þegar maður greinist með illkynja krabbamein, sem hefur breiðst út um líkamann, að meðferð yrði flýtt,“ segir Gyða. „Manni finnst bara eins og þetta eigi ekki að geta skeð. Hún hefði að mínu mati átt að fara í blóðprufu og röntgen í sömu viku og hún greindist með krabba- meinið. Maður á ekkert sjálfur að þurfa að hringja út um allt,“ segir Gyða að lokum. n „Maður er í flækju“ n Greindist með illkynja krabbamein korteri fyrir verkfall Einara Sigurðar- dóttir Beið í fimm vikur eftir því að komast í blóðprufu. Mynd SiGTryGGur Ari „Manni finnst bara eins og þetta eigi ekki að geta skeð. KrabbameinssjúKlingar hafa verulegar áhyggjur n Staðan í krabbameinslækningum á Íslandi n Það vantar krabbameinslækna, nauðsynleg tæki og ný lyf Þetta er brýnast DV spurði sérfræðingana hvað væri mest aðkallandi að bæta í krabbameinslækning­ um hér á landi. Allir voru þeir sammála um að það þyrfti fyrst og fremst að efla krabba­ meinsdeildina á Landspítalanum og tryggja nýliðun í greininni. Þetta tvennt virðist haldast í hendur. Eftirfarandi eru brýnustu verkefnin að mati viðmælenda DV: Fjölga læknum „Ég held að það sé það allra brýnasta,“ segir Jakob. „Það myndi verða mikil innspýting og létta róðurinn fyrir þá sem eru hérna ef það verður hægt að laða nýja sérfræðinga í krabbameinslækningum heim,“ segir Gunnar Bjarni. Bæta aðstöðu „Við erum alltaf að bíða eftir því að það húsnæði sem við erum í verði nútímavætt og ég myndi segja að það væri eitt af því sem þarf virkilega að fara í til þess að laða aðra til okkar. Þannig að þeir sem koma til okkar sjái að þeir eru að fara í nútímalegt spítalaumhverfi. Aðstaðan þarf að vera betri, bæði fyrir starfsmenn og sjúklinga,“ segir Jakob. „Það sem þyrfti að gerast strax er að efla krabbameinslækningasviðið á Landspítal­ anum. Það er númer eitt,“ segir Ragnheiður. Kaupa jáeindaskanna „Jáeindaskanni yrði mikil lyftistöng fyrir krabbameinslækningar á Íslandi,“ segir Gunnar Bjarni. Bæta aðgengi að nýjum lyfjum „Maður myndi vilja sjá að við værum á pari við til dæmis Danmörku í að taka inn ný krabbameinslyf og að kerfið allt við upptöku nýrra lyfja væri einfaldað,“ segir Gunnar Bjarni. Hlúa að sjúklingum „Svo er annað mjög brýnt verkefni en það er að skilgreina og skipuleggja betur endurhæf­ ingu fyrir alla krabbameinssjúklinga, annars vegar líkamlega og hins vegar sálfélagslega stuðninginn. Þetta er allt svolítið í skötulíki hjá okkur í dag,“ segir Ragnheiður. Hugarfarsbreyting heilbrigðisstarfsfólks Töluðu af varkárni áður, en senda stjórnvöldum skýr skilaboð núna Eitt af því sem vakið hefur athygli fjölmiðlafólks að undanförnu er að heilbrigðisstarfs­ fólk er sjálft í auknum mæli farið að stíga fram og lýsa yfir neyðarástandi í heilbrigðis­ kerfinu. Það hafi veigrað sér við því áður, en nú er eins og mælirinn sé loksins orðinn fullur. „Ég var að tala við fréttamann um daginn sem sagði við mig að þetta hefði alltaf verið leiðinlegasta fólkið að tala við, starfsfólkið í heilbrigðisþjónustunni, því það segði aldrei neitt,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, meðal annars um málið. „Það er alltaf að gæta þess líka að valda ekki sjúklingum óþarfa ótta. Þannig höfum við öll hugsað þetta í fjölda ára – og kannski aðeins of lengi – en eins og fólk skynjar þá er heilbrigðisstarfsfólk núna farið að taka svolítið dýpra í árinni og varar mjög eindregið við þeirri þróun á sér stað.“ Gunnar Bjarni ragnarsson krabbameinslæknir Upptaka nýrra lyfja er hægari hér á landi, en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Mynd SiGTryGGur Ari nýjum spítala,“ segir Jakob enn fremur. Aðgengi að nýjum lyfjum Annað mikilvægt atriði, sem allir sérfræðingar nefna, er bætt að- gengi að nýjum lyfjum. „Upptaka nýrra lyfja er oft hægari á Íslandi en í þeim nágrannalöndum sem við berum okkur gjarnan saman við,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir á Landspítal- anum. Hann segir tregðu í íslensk- um stjórnvöldum við að taka upp ný lyf við krabbameinslækningum, sem og öðrum lyflækningum, enda séu þau oft dýr. „Það hefur orðið gríðarleg þróun í krabbameinslækn- ingum og mörg ný lyf komið fram. Á einungis nokkrum árum hafa komið fram nýir meðferðarmöguleikar við sjúkdómum sem áður voru illmeð- höndlanlegir.“ Gunnar Bjarni tekur þó fram að í það heila séu sjúklingar að fá sömu meðferð með lyfjum og þeir fengju í nágrannalöndum okk- ar, en í ákveðnum tilvikum sé ekki hægt að bjóða upp á lyf sem væri boðið upp á annars staðar, til dæmis í Danmörku. n ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins Ragnheiður segir að heilbrigðisstarfsmenn hafi nú fengið nóg og geti ekki lengur leynt þeim alvarlega veruleika sem blasir við íslenska heilbrigðiskerfinu. „Við getum ekki beðið eftir nýjum spítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.