Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 28
Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 28 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson Fréttastjóri: Jóhann Hauksson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Hanna Birna og prófsteinninn Rólegur Illugi Seinagangurinn sem fylgt hefur ráðningunni á nýjum þjóðleik­ hússtjóra þykir nokkuð lýsandi fyrir menntamálaráðuneyti Illuga Gunnarssonar. Eftir því hefur verið tekið að hlutirnir gerast nokkuð hægt á þeim bænum og þykir Ill­ ugi nokkuð rólegur í tíðinni. Ráðningin á nýja leikhússtjór­ anum, sem taka á við starfinu þann 1. janúar næstkomandi, er bara enn eitt dæmið. Raunar hef­ ur ráðningin dregist svo mikið að drátturinn er farinn að hafa áhrif á áætlanir leikhússins fyrir næsta ár. Í fyrra tók ráðningin á nýjum framkvæmdastjóra LÍN einnig sinn tíma og var kláruð talsvert seinna en ætlað var. Gallabuxnalaus LÍN Urgur er kominn upp hjá starfsmönnum Lánasjóðs ís­ lenskra námsmanna eftir nýlegan starfsmannafund. Meðal þess sem fram mun hafa komið á fundinum er að framvegis megi starfsmenn sjóðs­ ins ekki klæðast gallabuxum í vinnunni. Munu einhverjir þeirra hafa tekið til­ mælin óstinnt upp. LÍN á því að verða gallnabuxnalaus árið 2015. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Vitneskja Hönnu Birnu Lekamálið virðist nú senn ætla að taka enda í lögfræðilegum skiln­ ingi með játningu og dómi yfir Gísla Frey Valdórs- syni. Eftir standa hins vegar endan­ legar pólitískar afleiðingar máls­ ins og auðvitað sú stóra spurning hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi í reynd vitað að það var Gísli Freyr sem lak skjalinu um hælis­ leitendurna í fjölmiðla, líkt og hann hefur nú gengist við. Segja má að skoðanir manna séu skiptar á þessu, sumar trúa Hönnu Birnu en aðrir ekki. Hins vegar má segja að pólitískt líf hennar velti á þessari spurningu: Hvort hún vissi eða vissi ekki. Svarið við spurningunni mun hins vegar kannski aldrei koma fram. Aur fyrir upplýsingar Bók Styrmis Gunnarssonar um kalda stríðið á Íslandi er byrjuð að vekja athygli en hún kemur út í næstu viku. Mogginn sló því upp á fimmtudaginn að Styrmir hefði á sjöunda áratugnum fengið upp­ lýsingar frá ónafngreindum sós­ íalista um hræringar í herbúðum vinstrimanna. Þessar upplýsingar rötuðu svo í gegnum Morgun­ blaðið til æðstu ráðamanna Sjálfstæðisflokksins og jafnvel til bandaríska sendiráðsins. Hermt er að Styrmir hafi fengið peninga frá ritstjóra Morgunblaðsins til að gefa sósíalistanum ónafngreinda, heimildarmanni sínum, fyrir að­ stoðina. Sagt er að þessir pen­ ingar hafi komið frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi sem þannig gat fengið upplýsingar um starf­ semi sósíalista á Íslandi fyrir lítið. Þú verður bara að þola það Sigmar Guðmundsson tók viðtal við forsætisráðherra. – Kastljós H anna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra getur ekki setið lengur sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þetta verður augljóst þegar fyr­ ir liggja málavextir lekamálsins, af­ leiðingar þess og þýðing fyrir þau gildi sem við teljum að eigi að liggja til grundvallar við stjórnsýsluna í landinu. Í þeim efnum er lekamálið mikilvægur prófsteinn til framtíðar. Þrátt fyrir að endahnútur hafi ver­ ið bundinn á einn meginþráð máls­ ins fer því fjarri að öll kurl séu kom­ in til grafar. Máli ákæruvaldsins gegn pólitíska aðstoðarmanninum lauk í gær en í máli almennings og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er margt óuppgert. Mest hefur það að gera með hvern­ ig farið var með vald ráðuneytisins og það yfirlæti og yfirgang sem sýnd­ ur var þeim fjölmörgu aðilum sem tengjast málinu, auðvitað fyrst og fremst fólkinu sem brotið var á með birtingu lekaskjalsins, en líka fjöl­ miðlinum DV sem vakti fyrst athygli á málinu og sérstaklega þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni, blaðamönnum sem leiddu umfjöllun fjölmiðla á þessu ári sem liðið er frá upphafi málsins. Nú liggur fyrir, ef það var einhverj­ um ekki ljóst frá upphafi, að umfjöll­ un þeirra átti fullan rétt á sér og var aðkallandi og bráðnauðsynleg. En það hefur verið gert lítið úr þeim, þeim hótað og vegið að starfs­ heiðri þeirra og þeir loks lögsóttir. Þessi framganga pólitískra yfirmanna æðsta yfirvalds lögreglu og dómstóla í landinu er með eindæmum ógeð­ felld. Þá er ótalinn sá þáttur í framgöngu ráðherrans sem nú er til sérstakrar rannsóknar umboðsmanns Alþingis: Framganga Hönnu Birnu Kristjáns­ dóttur og yfirlýsingar hennar og til­ burðir til að ýmist gera lítið úr, grafa undan eða þrýsta á um lögreglurann­ sókn málsins sem fram fór á vegum ákæruvaldsins í landinu, ríkissak­ sóknara með aðstoð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þegar umboðsmaður Alþingis birtir í næstu viku álit sitt á samskipt­ um Hönnu Birnu og lögreglustjór­ ans á höfuðborgarsvæðinu verð­ ur forvitnilegt að sjá hvort pólitískur stuðningur samherja hennar í báð­ um flokkum í ríkisstjórn endist henni til áframhaldandi setu á ráðherra­ stóli. Hanna Birna segist ætla að klára þetta kjörtímabil í pólitík. Hún segir þó að það geti alltaf orðið breytingar í ríkisstjórninni sem geti orðið til þess að hún taki að sér önnur verkefni. Hún opnar því á þann möguleika að hætta. Ákvörðunin um hvort hún gegn­ ir ráðherraembætti áfram er alger­ lega í hennar höndum. Hún þarf nú að meta það tapaða traust á með­ al almennings og skaðann af þeim trúnaðarbresti sem er bein afleiðing af framgöngu hennar í lekamálinu, og vega þetta á móti þeim stuðningi sem hún telur sig enn njóta meðal kjósenda sinna og samflokksmanna til áframhaldandi verka í ríkisstjórn. Mjög mikið veltur á því fyrir stjórn­ málin í landinu að hún meti þetta rétt. Þessu stóra máli, sem virtist lítið í fyrstu, er alls ekki lokið. Niðurstaðan úr því mun segja okkur mikið um það hvort okkur sem þjóð í þessu landi mun miða stjórnarfarslega aftur á bak úr þessu, ellegar nokkuð á leið. n Hann er með ritara Gísli Einarsson keppir við borgarstjóra í eggjakökugerð. – DV Ég ætla ekki að svara Gísli Freyr Valdórsson neitar að svara hvort hann eða Hanna Birna sagði satt. – DV E in algengasta hagstjórnarvilla í heimi er að fella gengi gjald­ miðils og bjóða verðbólg­ unni síðan til borðs til að éta upp ávinninginn. Þegar þannig er farið að, ýfir gengisfellingin bara upp verðbólguna án þess að skila nokkrum varanlegum árangri í auknum útflutningi, minni inn­ flutningi, hagstæðari viðskiptum við útlönd og léttari skuldabyrði. Ísland var þessu marki brennt ára­ tugum saman, og sama máli gegn­ ir um mörg þróunarlönd. Vandinn undir niðri var ábyrgðarleysi og agaleysi. Þess vegna m.a. er Ísland nú skuldum vafið. Þegar nauðsyn bar til að fella gengið þrátt fyrir þenslu, hefði þurft að rýma fyrir auknum útflutningi í kjölfarið með því að halda aftur af neyzlu eða fjárfestingu. Það brást iðulega. Þar lá villan. Sagan endurtekur sig Sama sjónarmið á við um svo nefnda leiðréttingu á höfuðstól húsnæðislána, sem ríkisstjórnin tilkynnti lántakendum á dögunum með lúðrablæstri. Leiðréttinguna hefði þurft að fjármagna með þeim hætti, að verðbólgan sé ekki næsta vís til að éta upp ávinninginn inn­ an tíðar. Það hefði m.ö.o. þurft að hækka skatta eða lækka útgjöld ríkisins til mótvægis við þá inn­ spýtingu kaupmáttar, sem fellur lántakendum í skaut til skamms tíma litið. Eins og í gengisfellingar­ dæminu að framan hefði þurft að rýma fyrir auknum kaupmætti heimila með því að rifa seglin til að girða fyrir aukna verðbólgu af völdum leiðréttingarinnar. Þessu er ekki að heilsa nú, þar eð ríkisstjórnin segist ætla að sækja um helming fjármögnunar „leiðréttingarinnar“ með skatti á þrotabú gömlu bankanna. Slík skattheimta er því marki brennd, að skattinn stendur til að sækja í hendur erlendra kröfuhafa, sem hafa engin umsvif og því engin segl að draga saman á Íslandi. Eins og Gunnar Tómasson hagfræðingur hefur lýst, þá stendur til að virkja dautt fé. Við bætist, að til stendur að dæla óvirkum lífeyrissparnaði inn í hagkerfið í skjóli skattfríð­ inda. Þar er því enn verið að virkja dautt fé. Mótvægið vantar. Slík inn­ spýting fjár inn í efnahagslífið án mótvægis í landi, sem logar í verk­ föllum með verðbólgu og geng­ isfall kraumandi undir yfirborði gjaldeyrishafta, er ávísun á aukna verðbólgu með gamla laginu hér heima þrátt fyrir litla eða enga verðbólgu í nálægum löndum. Þar eð verðtryggingin stendur enn óbreytt, mun aukin verðbólga af völdum „leiðréttingarinnar“ þenja höfuðstól húsnæðislánanna, svo að þau munu smám saman sækja í fyrra horf. Óleystur fákeppnisvandi Gild rök hafa verið færð að því, að raunveruleg leiðrétting höfuðstóls húsnæðislána eigi rétt á sér eftir allt, sem á undan er gengið. En það er ekki sama, hvernig að slíkri leiðréttingu er staðið. Hið rétta í stöðunni hefði verið láta leið­ réttinguna hverfast um það sjónar­ mið, að miklar skuldir eru ekki að­ eins á ábyrgð lántakandans, heldur einnig lánveitandans. Því hefði þurft gagngera og framvirka endur­ skoðun á skuldaskilum lántakenda við bankana og Íbúðalánasjóð. Þá hefði þurft að nota tækifærið til að sníða bönkunum stakk eftir vexti og girða fyrir getu þeirra til að halda áfram að hegða sér eins og ríki í ríkinu. Þetta var ekki gert. Ríkis­ stjórnin hefur engin áform kynnt enn um framtíðarskipan banka­ málanna. Vonsviknir viðskiptavin­ ir bankanna eygja því enga von enn um aukna innlenda samkeppni eða erlenda samkeppni, sem þyk­ ir þó sjálfsögð í öllum nálægum löndum. Óbreytt fákeppni á fjár­ málamarkaði mun kalla áfram á mikinn vaxtamun, þ.e. háa útláns­ vexti og lága innlánsvexti. Betra skipulag bankamálanna með er­ lendri samkeppni er til þess fallið m.a. að tryggja hagkvæmni og rétt­ læti á húsnæðislánamarkaði, svo að vextir og gjaldtaka lánastofnana geti orðið með svipuðum hætti og í nálægum löndum. Við bætist enn óleystur vandi af völdum verðtryggingar, sem í framkvæmd hefur reynzt hafa tvo megingalla. Þegar verðlag hækkaði hraðar en kaupgjald, t.d. 2008– 2010, uxu skuldir heimilanna hraðar en laun og mörg heimili lentu í greiðsluerfiðleikum. Þús­ undir fjölskyldna misstu heimili sín. Vegna viðmiðunar fjárskuld­ bindinga við verðlag án tillits til kaupgjalds hafa lántakendur þurft að bera mesta áhættu vegna lána­ samninga, og lánveitendur hafa borið litla áhættu. Þessa slag­ síðu er hægt að leiðrétta með við­ miðun við nýja vísitölu til að girða fyrir áhrif misgengis kaupgjalds og verðlags á hag heimilanna með því að miða höfuðstól húsnæðislána sjálfkrafa við verðlag þau ár sem það hækkar hægar en kaupgjald og við kaupgjald þau ár sem það hækkar hægar en verðlag. Ekkert bólar þó enn á endurskoðun verð­ tryggingar. Dómstólar innan lands og utan eiga eftir að fella lokaúr­ skurð um verðtryggingu neytenda­ lána og hvort framkvæmd henn­ ar standist lög. Upptaka evrunnar myndi slá tvær flugur í einu höggi með því að opna greiðfæra leið út úr fákeppnisvandanum og verð­ tryggingu. n Skammgóður vermir Þorvaldur Gylfason skrifar Kjallari „Leiðréttinguna hefði þurft að fjár- magna með þeim hætti, að verðbólgan sé ekki næsta vís til að éta upp ávinninginn innan tíðar. Leiðari Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is „Þrátt fyrir að enda- hnútur hafi verið bundinn á einn meginþráð málsins fer því fjarri að öll kurl séu komin til grafar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.