Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 30
Helgarblað 14.–17. nóvember 201430 Umræða Umsjón: Henry Þór BaldurssonPrinsipp Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni H vert sem ég fer hitti ég fólk sem hefur áhyggjur af innviðum samfélagsins, ekki einungis mótmæl- endur á Austurvelli held- ur fólk við sín daglegu störf hér og þar í samfélaginu. Fólk hefur meðal annars áhyggjur af því að læknar flýi land, að rekstur Landspítalans sé kominn á ystu brún og að húsnæði hans sé að fyllast af myglu, músum og maurum. Það hefur líka áhyggjur af stöðunni í framhaldsskólum þar sem vísa á nemendum yfir 25 ára aldri á „önnur úrræði“ og það hef- ur áhyggjur af stöðu iðnnáms í ljósi þess að í fjárlagafrumvarpinu eru þurrkaðar út þær 150 milljónir sem ætlaðar voru til að styðja fyrirtæki og stofnanir til að taka iðnnema á samning í gegnum Vinnustaðasjóð. Og svo mætti lengi telja. Góðir innviðir forsenda lífsgæða og frelsis Gott samfélag þarf að hafa trausta innviði og það eru þeir sem hafa gert það að verkum að það er gott að búa á Íslandi. Innviðirnir eru forsenda lífsgæða og frelsis fólks. Til þess að fólk hafi frelsi til að rækta hæfileika sína, þróast og þroskast eftir þeim leiðum sem það vill sjálft þarf það að geta treyst á heilbrigðis- þjónustu, menntakerfi, fjarskipti og samgöngur og alla hina þræðina í samfélagsvefnum. Og eftir niðurskurð sem virðist eiga að halda áfram þrátt fyrir ger- breytta stöðu ríkissjóðs hefur fólk áhyggjur af innviðunum. Eitt af því sem fólk hefur áhyggjur af er áfram- haldandi niðurskurður í samhengi við stefnu stjórnvalda um að auka einkarekstur. Það eru þekkt dæmi um það erlendis að skorið hefur verið niður í opinberri þjónustu til að fela arðbæra hluta hennar einka- aðilum í kjölfarið – undir því yfir- skini að „bæta þjónustuna og gera hana hagkvæmari“. Heildstæð þjónusta í almannaeigu En það yfirskin stenst iðulega ekki skoðun. Þannig getur einkarekstur í heilbrigðiskerfinu leitt til aukins kostnaðar sjúklinga og almennt hefur einkarekstur í heilbrigðiskerf- inu ekki dregið úr heildarkostnaði heldur þvert á móti aukið hann. Ný- leg dæmi frá Bretlandi gefa þetta t.d. til kynna. Þá er það iðulega raunin að kostnaðarsamasta þjónustan er áfram hjá hinu opinbera en einka- aðilarnir taka við hefðbundnari þjónustu og ódýrari með þeim af- leiðingum að þjónustan verður ekki heildstæð. Aðaláhyggjuefnið er þó sú mismunun sem þetta kerfi hefur í för með sér þar sem sumir fá lakari þjónustu en aðrir. Þetta þarf að hafa í huga þegar fjárframlög til grunneininga hins opinbera heilbrigðiskerfis eru skoðuð í sögulegu ljósi. Þar hafa sjúkrahúsin og heilsugæslan átt undir högg að sækja. Það er nauðsynlegt að rétta þá stöðu af og styrkja rekstrargrunn Landspít- alans og heilsugæslunnar um land allt. Það er í takt við vilja lands- manna, margítrekaðar skoðana- kannanir hafa sýnt það að yfir- gnæfandi meirihluti Íslendinga vill heilbrigðisþjónustu í almannaeigu og almannaþágu. Því verður varla trúað að stjórnvöld ætli að ganga á svig við þann meirihluta. n Heilbrigðisþjónusta í almannaeigu og almannaþágu „Þvílíkur aumingi! Misnotar sér neyð annarra,“ segir Ólöf María Jóhannes- dóttir í athugasemd við frétt DV um að kona um fimmtugt hafi óskað eftir flöskum og dósum á Facebook en það hafi verið neyðarúrræði hjá henni til þess að útvega sér matvæli. Konunni bárust skilaboð frá manni sem bað hana um að vera „góð við sig“ ef hann aðstoðaði hana. Fjölmiðlakonan Tobba Marinósdóttir fordæmdi slíka framgöngu fólks og velti því fyrir sér hvort það væru einstaklingar sem fylgdust sérstaklega með hópum á Facebook þar sem fólk í vanda statt væri að leita eftir aðstoð. 25 „Það er óhugnanlegt að sjá í kommentum við þessa frétt hvernig sumt fólk vill taka upp illa meðferð á einstökum föngum af því þeir hafi ekki hlotið nógu þungan dóm hjá dómskerfi landsins. Aðhyllist þetta fólk réttarkerfi sem dæmir fólk til misþyrminga, hýða fólk, grýta fólk, handarhöggva fólk eða limlesta á annan hátt? Verður réttlætiskennd þessa fólks fullnægt ef morðingjar og ofbeldismenn, sem ekki hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot, fá að nauðga þeim sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot?“ segir Soffía Sigurðardóttir. DV greindi frá því í vikublaði sínu að fangar fengju stundum skyndibita sem umbun fyrir góða hegðun. Fangar á gangi fyrir kynferðisbrotamenn á Litla-Hrauni fá skyndibita oftar en aðrir. 6 „Það eru ekki forréttindi að fá að borða eitraðan mat,“ segir Styrkár Kristrúnar Snorrason við sömu frétt um skyndibitann á Litla-Hrauni. 14 „Nú beinist athyglin að öllum blekkingum, útúr- snúningum, hálfsannleik og hráskinnsleik Hönnu Birnu,“ segir Jón M. Ívarsson. DV hefur fjallað ítarlega um játningu Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráðherra. Meðal annars var bent á að ósamræmi væri í orðum Gísla Freys og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varðandi það hvort ráðherrann hefði farið fram á að yfirheyrslum hjá lögreglu yfir aðstoðarmanni hennar yrði flýtt. 21 „Af hverju á þetta fólk ekki að sækja um, þó það sé á móti þessum aðgerðum? Fyrst þessar aðgerðir eru á dagskrá þá finnst mér að allir sem eiga rétt á leiðréttingu, sæki um þó þeir séu á móti aðgerðunum, annað er bara bull,“ segir Sveinn Hansson, en líkt og DV greindi frá sóttu þau Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um skuldaleiðréttingu á húsnæðislánum. Bæði hafa þau talað mjög gegn slíkri leiðréttingu. Það gerðu fleiri sem talað hafa gegn leiðréttingunni. 14 „Þannig getur einkarekstur í heil- brigðiskerfinu leitt til auk- ins kostnaðar sjúklinga. Katrín Jakobsdóttir formaður VG Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.