Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 40
Helgarblað 14.–17. nóvember 201440 Skrýtið Sakamál
Dauðinn í Dulargervi
E
ðli málsins samkvæmt deyr
fólk á spítölum og Lainz-
sjúkrahúsið í Vín í Austur-
ríki er þar engin undantekn-
ing. Það er fjórða stærsta
sjúkrahúsið í Vín og þar starfa fleiri
en 2.000 manns. Pavilion 5-deildin
(Laufskáli 5) er sérstaklega hugs-
uð fyrir erfið tilfelli, sjúklinga sem
komnir eru á áttræðisaldur sem
sumir hverjir glímdu við banvæna
sjúkdóma. Á slíkri deild er dauðinn,
eins og gefur að skilja, frekar regla en
undantekning. En þegar vorið boð-
aði komu sína árið 1983 fékk mað-
urinn með ljáinn liðsauka sem hljóp
undir bagga með honum allt til árs-
byrjunar 1989.
Ötull bandamaður
Það væru engar ýkjur að segja að af-
köst liðsauka dauðans hefðu verið
góð. Opinberlega voru fórnarlömb
þessa engils dauðans 42 en giskað
er á að heildarfjöldinn hafi verið
nær 300. Engill dauðans, Waltraud
Wagner, sló ekki slöku við. Hún var
hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu
og aðeins 24 ára þegar hún hófst
handa árið 1983. Hugmyndina fékk
Waltraud þegar 77 ára kona bað
hana að binda endi á þjáningar sín-
ar. Waltraud tók bóninni vel og gaf
konugreyinu of stóran skammt af
morfíni og það rann upp fyrir henni
að henni líkaði vel þetta vald yfir lífi
eða dauða.
Aðstoðarfólk ráðið
Reyndar líkaði Waltraud þetta vald
svo vel að hún gat ekki annað en
deilt því með nokkrum sérstökum
vinum. Þrjár vinkonur hennar, sem
allar unnu á næturvakt á Pavilion 5,
gengu til liðs við hana; Maria Gru-
ber, sem hafði gefist upp á hjúkr-
unarnámi, Irene Leidolf, gift kona
sem vildi frekar vera í félagsskap vin-
kvenna sinna en hanga heima hjá
karlinum, og Stefanija Mayer, fráskil-
in amma, innflytjandi frá Júgóslavíu
sem var og tuttugu árum eldri en
leiðtogi hópsins – Waltraud.
Tæknin kennd
Síðar, við réttarhöldin yfir Waltraud,
kom í ljós að í Waltraud leyndist
kvalalosti og kenndi hún vinkonum
sínum réttu tæknina til að fyrirkoma
sjúklingunum. Á meðal þess sem
lærlingar Waltraud lærðu var hvern-
ig átti að gefa gamla fólkinu réttan
banvænan lyfjaskammt og „vatns-
lækningin“, þar sem klemmt var
fyrir nasir sjúklinga, tungan toguð
úr munni þeirra og vatni hellt nið-
ur í kok þeirra. Sjúklingarnir fengu
hryllilegan dauðdaga, en engar
grunsemdir vöknuðu enda ekki óal-
gengt að aldrað fólk skilji við með
vatn í lungunum.
Útrýmingarbúðir, ekki sjúkradeild
Áður en langt um leið ráku Waltraud
og stallsystur starfsemi sem átti
meira skylt með útrýmingarbúðum
en sjúkradeild. Ef svo virtist sem ein-
hver ætlaði að kvarta eða verða til
ama var sá hinn sami settur á dauða-
lista og skildi gjarna við innan við sól-
arhring síðar. Það sem taldist til ama,
samkvæmt fræðum Waltraud, voru
hrotur, að missa þvag eða saur í rúm-
ið, þrjóskast við lyfjagjöf eða að hr-
ingja neyðarbjöllu þegar það hentaði
sjúkraliðunum ekki. Þegar svo bar
við tilkynnti Waltraud að viðkomandi
fengi farseðil til Guðs, aðra leiðina að
sjálfsögðu. Hún sá um þann farmiða
sjálf eða með aðstoð vitorðsmanna
sinna.
Ógnvænlegur orðrómur
Það má teljast undarlegt í ljósi þess
að fjórir önnum kafnir morðingjar
léku lausum hala á sjúkrahúsinu að
ekki hafi vaknað grunsemdir fyrr
en raun bar vitni. Afköst kvartetts-
ins voru hvað mest fyrri hluta ársins
1987 eftir að Waltraud hafði tekið
Mariu, Irene og Stefaniju í hópinn.
Waltraud var eftir sem áður driffjöð-
urin og aðalböðullinn á deildinni
sem fékk viðurnefnið Laufskáli dauð-
ans. En árið 1988 hafði orðrómur um
að morðingi hefði hreiðrað um sig
á Pavilion 5 fengið vængi og í apríl
fékk yfirmaður deildarinnar, dr. Xa-
vier Pesendorfer, reisupassann fyrir
að hafa látið undir höfuð leggjast að
hefja rannsókn tímanlega.
Dýrkeypt drykkjumas
Þegar upp var staðið varð það þó
handvömm dauðaenglanna, en ekki
rannsókn, sem varð þeim að falli.
Þannig var nefnilega mál með vexti
að Waltraud og liðsafli hennar fengu
ánægju út úr því að tylla sér niður og
fá sér drykk að vakt lokinni. Þá rifj-
uðu þær upp sérstaklega skemmtileg
tilfelli og hlógu dátt að svipbrigðum
eða krampaköstum þessa eða hins
fórnarlambsins. Í febrúar 1989 sátu
þær einu sinni sem oftar að drykkju
og flimtuðu með dauðdaga Juliu
Drapal – aldraðrar konu sem hafði
neitað að taka lyfin sín og, til að bæta
gráu ofan á svart, kallað Waltraud
ómerkilega skækju. Julia hafði fengið
vatnslækninguna og hentu stöllurn-
ar mikið gaman að dauðdaga hennar.
Fyrir tilviljun sat læknir á næsta borði
og heyrði brot úr samtali kvennanna.
Hann beið ekki boðanna og hafði
samband við lögreglu sem í kjölfar
sex vikna rannsóknar handtók þær
allar fjórar, 7. apríl.
Ókeypis rúm hjá Guði
Í varðhaldi játuðu kvensurnar á sig
49 morð og Waltraud eignaði sér 39
þeirra. „Þeir sem fóru í taugarnar á
mér,“ sagði hún, „voru fluttir beint í
ókeypis rúm hjá Guði. Þetta gekk ekki
alltaf átakalaust fyrir sig en við vorum
sterkari. Við réðum hvort þessi
gömlu skör lifðu eða dóu.“ Að henn-
ar mati var hvort sem er löngu tíma-
bært að þessi gamalmenni fengju
farmiða yfir móðuna miklu. Að sjálf-
sögðu vöknuðu grunsemdir um að
fjöldi fórnarlambanna væri mun
meiri og hafði yfirmaður heilbrigðis-
mála í Vín, Alois Stacher, eftir Irene
Leidolf að hún væri sannfærð um að
Waltraud hefði banað um hundrað
sjúklingum síðustu tvö árin.
Waltraud hrekkur í baklás
Stefanija Mayer játaði að hafa að-
stoðað Waltraud við nokkur morð
sem Waltrad hafði gleymt að minn-
ast á. En Waltraud varð fámál um
sinn þátt eftir því sem nær dró réttar-
höldunum og síðla árs 1990 dró hún
til baka fyrri yfirlýsingar sínar. Þá
gortaði hún ekki af 39 morðum en
sagðist hafa orðið tíu sjúklingum að
bana - eingöngu til að losa þá und-
an þjáningum þeirra. Réttarhöldin
hófust í mars 1991 og saksóknur-
um tókst ekki að byggja undir full-
yrðingar sínar um 42 morð Waltraud
og stallsystra hennar þriggja. En þeir
höfðu af nógu að taka og málalyktir
urðu þær að Waltraud fékk lífstíðar-
dóm fyrir fimmtán morð, sautján
morðtilraunir. Irene Leidolf fékk
einnig lífstíðardóm, fyrir fimm morð
og tvær mislukkaðar morðtilraun-
ir. Stefanija Mayer fékk fimmtán ára
dóm fyrir manndráp og sjö morðtil-
raunir og Maria Gruber fékk sama
dóm fyrir tvær morðtilraunir. n
n Waltraud Wagner aumkaði sig yfir illa kvalinn sjúkling n Líkaði vel að leika Guð„Þeir sem fóru
í taugarnar á
mér,“ sagði hún, „voru
fluttir beint í ókeypis
rúm hjá Guði“.
Waltraud
Wagner
Aðaldriffjöður
engla dauðans
á Lainz-sjúkra-
húsinu í Vín.
Dauðinn í dulargervi Hjúkrunar-
fræðingarnir voru ekki allir þar sem þeir
voru séðir.
Gleymdi syni sínum í bifreið
Fór í vinnuna, en ekki á dagheimilið, og barnið lést í júlíhitanum
F
aðir sem gleymdi fimmtán
mánaða gömlum syni sínum
í bifreið í steikjandi hita í júlí
síðastliðnum, í Conneticut í
Bandaríkjunum, hefur verið ákærður
fyrir manndráp af gáleysi. Litli dreng-
urinn lést í bílnum vegna ofþornun-
ar. Faðir drengsins, Kyle Seitz, gaf sig
fram við lögreglu á þriðjudag eftir að
saksóknari gaf út ákæru á hendur
honum.
Seitz sem er 36 ára hefur þó verið
látinn laus gegn tryggingu og bíð-
ur réttarhalds. Hann getur búist við
því að afplána í fangelsi í eitt ár vegna
málsins.
Þennan dag í júlí hafði Seitz verið
á leið í vinnuna og ætlaði að koma
syni sínum á dagheimili áður. Hann
gleymdi hins vegar að fara með
drenginn og barnið var eitt í bílnum
fyrir utan vinnustað Seitz í sjö tíma.
Afar heitt var þennan dag. Þegar Seitz
lauk vinnudeginum fór hann að dag-
heimilinu og áttaði sig þá á mistök-
um sínum. Hann fann drenginn
látinn í aftursæti bílsins. Réttarmeina-
fræðingur taldi að andlát barnsins
væri saknæmt og í kjölfarið hófst lög-
reglurannsókn sem hefur nú endað
með ákæru.
Eiginkona Seitz og móðir Benjam-
ins, Lindsey Rogers-Seitz, hefur sett
af stað herferð til að vekja athygli á því
hversu auðvelt það er að enda í sömu
sporum og fjölskylda hennar. Þau hafa
glímt við mikinn harmleik og vill hún
því láta gott af sér leiða. Á vefsíðunni
thegiftofben.com fer hún fyrir hópi
sem vill þróa tæki sem gerir foreldr-
um viðvart um að það sé að gleyma
barninu. „Ef þetta kom fyrir okkur, get-
ur þetta komið fyrir alla,“ segir hún.
Rúmlega þrjátíu smábörn deyja
í bifreiðum af völdum ofþornunar
og hita árlega í Bandaríkjunum. Sex
hundruð hafa látist frá árinu 1998. Í
um helmingi tilfella voru foreldrar
eða forráðamenn barnanna ákærðir
fyrir manndráp af gáleysi eða morð. Í
Georgíu í Bandaríkjunum mun Justin
Ross Harris bíða dóms vegna svip-
aðs máls. Sonur hans lést í bifreið í
júní síðastliðnum á meðan Harris var
í vinnu. Saksóknari krefst dauðadóms
yfir Harris, en á meðan drengurinn var
einn í bílnum sat hann í vinnunni og
sendi ástkonu sinni, sem er undir lög-
aldri, skilaboð. Saksóknarinn segir
hann hafa gert allt hvað hann gat til að
losna við barnið, enda hafi Harris talið
líf sitt betra án drengsins. Harris neit-
ar sök. n
Benjamin Fjölskylda Benjamins vill að dauði hans verði til þess að fólk geri sér grein fyrir því
hversu auðvelt það er, að þeirra sögn, að lenda í þessum aðstæðum – að gleyma barni í bíl.
MynD SkjáSkoT: hTTp://WWW.TheGifTofBen.coM/