Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 44
44 Lífsstíll Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 AlltAf með verki n Trausti og Fanney eru með ólæknandi taugasjúkdóm n Hrikalegir og stöðugir verkir T augasjúkdómurinn RSD eða CRPS eins og hann er stundum kallaður lýsir sér í ofvirkum, stanslaus- um taugaboðum. Sjúk- lingar með sjúkdóminn finna fyrir miklum og linnulausum verkjum auk þess sem útlimir eiga til að bólgna upp og verða viðkvæmir fyrir snertingu. Sjúkdómurinn er ólæknandi og getur lagst á bæði kynin á öllum aldri þótt flestir séu á aldrinum 40 til 60 ára. Í dag eru milljónir manna með sjúkdóm- inn þótt margir muni aldrei fá greiningu. Fanney Þorsteinsdóttir greindist með CRPS. Hún er með stanslausa verki og líður oft eins og það sé verið að mola bein henn- ar og að vinstri fótur hennar sé að- skotahlutur. „Þegar ég er spurð hvernig ég hafi það segi ég vanalega; bara fínt,“ segir Fanney. Hún greindist með CRPS árið 2011. Fanney seg- ist oft fá það á tilfinninguna, þegar hún reyni að útskýra sjúkdóminn fyrir fólki, að viðkomandi haldi að hún hafi misst vitið. „Og svo kemur gjarnan öll runan; hefur þú prófað þetta, hefur þú prófað hitt? Ég veit að fólk meinar vel, það er ekki það. Það er bara ekki hægt að setja sig í þessi spor.“ Eins og beinin molni Veikindasaga Fanneyjar hófst þegar hún fór í brjósklosaðgerð árið 2007. „Eftir það var ég með slæman verk í baki og niður í hægri fót og varð að hætta vinna 2008. Eftir aðgerð á hné 2011 breyttist vinstri fótur- inn og varð eins og trédrumbur, bólginn, stífur og viðkvæmur. Ég er með stanslausa verki frá tám og upp í nára sem er best lýst eins og allt sé að dragast saman og það sé verið að mola beinin. Mér finnst stundum eins og fóturinn skilji ekki að hann eigi að hreyfa sig þegar ég er að ganga, það er eins og hann sé aðskotahlutur,“ segir Fanney sem er alltaf með verki. „En þeir eru mismiklir. Stundum líður yfir mig af sársauka og fyrst hrundi ég bara niður, sama hvar ég var, jafn- vel í göngutúr. Núna er ég farin að þekkja þetta betur og passa mig að koma mér fyrir svo ég meiði mig ekki ef ég dett. Ég er líka farin að þekkja mín takmörk og veit að ef ég reyni of mikið á mig þarf ég að eyða næsta degi í rúminu,“ segir Fann- ey sem er einnig farin að finna fyrir verkjum í baki, hálsi og hnakka auk spasmaverkja í vinstri handlegg. Líður vel í vatni Sjúkdómurinn hefur mikil áhrif á svefn hennar. „Ef ég næ þrem- ur tímum í einu er ég glöð. Vana- lega sef ég í klukkustund og þá er lítið fyrir mig annað að gera en reyna að gleyma mér með sudoku eða krossgátu í stað þess að snúa mér og brölta í rúminu sem getur verið mjög óþægilegt. Svo sofna ég kannski í klukkustund und- ir morgun.“ Fanney viðurkenn- ir að veikindin hafi reynt mikið á andlegu hliðina. „Ég vil samt ekki meina að ég hafi orðið þunglynd en auðvitað koma stundir sem mér finnst allt ómögulegt. Ég hef samt ekki enn látið það eftir mér að leggjast undir sæng og breiða yfir höfuð. Þá fer ég frekar út með mína stafi og reyni að ganga svo- lítið – þótt göngutúrarnir séu ekki orðnir langir. Svo reyni ég að fara í sund en mér líður vel í heitu vatni,“ segir Fanney sem tekur veikindunum af æðruleysi. „Þetta er bara eins og með svo margt í lífinu. Maður verður bara að taka þessu og reyna að sjá eitthvað gott. Það eru margir þarna úti sem hafa það verra en ég. Ég reyni bara að njóta hvers dags.“ n „Erfitt að fá örorkuskírteinið“ Trausti Friðriksson var farinn að trúa að hann væri geðveikur. Það var viss léttir fyrir hann að fá sjúkdómsgreiningu. Lýsingar Trausta á verkjasjúkdómnum eru átakanlegar. „Ég hef það sæmilegt. Það þýðir ekkert annað en að segja það bara,“ segir Trausti S. Friðriksson sem greindist með ólæknandi tauga- sjúkdóm, CRPS, fyrir um þrem- ur árum. Veikindasaga Trausta hófst fyrir sex árum þegar hann slasaðist í fótbolta. „Ég var sendur heim af sjúkrahúsinu með hækjur, þótti illa tognaður. Síðar kom í ljós að ég hafði gengið um á brotnum fæti í rúmt ár. Ég er alltaf með verk í kringum ökklann, hnén eru mis- mikið að bögga mig og mjöðmin er orðin frekar slæm. Ég er því fastur á hækjum.“ Ekki aumingjaskapur Trausti viðurkennir að það hafi verið erfitt að sætta sig við að vera orðinn öryrki. „Aldrei hefði ég trúað því að það yrði mitt hlutskipti. Ég kann ekki annað en að vinna og var farinn að vinna í sveitinni sex ára gamall. Ég hef nánast aldrei ver- ið atvinnulaus en allt í einu missti ég allt, vinnuna og áhugamálin. Ég gleymi aldrei hvað mér fannst erfitt að fá örorkuskírteinið.“ Hann segir þó að það hafi verið viss létt- ir að fá greininguna. „Ég var feginn að vita að þetta væri ekki bara ein- hver djöfulsins aumingjaskapur, að fá staðfestingu á því að það væri eitthvað að mér. Það skildi þetta enginn, mér var bara alltaf svo illt og gat næstum því ekki gengið. Ég hélt að ég væri bara að verða geð- veikur, fullur af móðursýki. Ég vissi ekki hver andskotinn væri í gangi.“ Pöddur undir húðinni Mikill dagamismunur er á Trausta en hann segir erfitt að útskýra verkina þegar þeir eru sem verstir. „Stundum er eins og það sé verið að kremja á mér beinin og oft líður mér eins og það sé foss inni í liðn- um eða að það séu pöddur skríð- andi inni í mér. Ég lít oft á fótinn til að athuga hvort ég sjái munstur eft- ir pöddur undir húðinni. Stundum er sársaukinn svo óbærilegur að mig langar hreinlega að taka sög og saga fótinn af mér í von um að sárs- aukinn minnki. Ég veit hins vegar að það myndi ekki gera neitt gagn.“ Var þunglyndur Trausti segir verkjalyf lítið slá á sársaukann. „En það breytti rosa- lega miklu þegar heimilislækn- irinn minn ákvað að láta mig prófa flogaveikislyf. Þá hafði ég verið svo rosalega slæmur í tvo, þrjá mánuði að ég var virkilega farinn að hugsa hvort ég ætti ekki bara að enda þetta; það gæti enginn lifað svona. Í dag höndla ég dagana betur og í sumar sagði ég mínum sjúkdómi stríð á hendur. Ég var orðinn þung- lyndur en núna líður mér betur,“ segir Trausti sem fjárfesti í léttu mótorhjóli og smíðaði á það hækju- festingar. „Nú þeysist ég um bæinn á hjólinu mínu þegar ég treysti mér til. Þetta hjól hefur lyft minni geð- heilsu og sálartetri á ótrúlegan máta. Konan mín sagði við mig eft- ir fyrsta túrinn að þetta væri í fyrsta skipti í tvö ár sem hún hefði séð mig brosa. Geðið á mér lyftist upp um marga metra. Þetta var það sem mig vantaði – frelsið. Kyrrsetan ger- ir mig klikkaðan.“ Tannlæknir fékk áfall Til að lýsa sársaukanum segir Trausti frá því þegar hann fékk tannpínu í sumar. „Ég hafði ekki efni á tannlækni fyrr en eftir mánaðamót, sem voru eftir tvo daga. Þegar ég settist í stólinn fékk tannlæknirinn áfall. Hann sagð- ist fá útköll um miðjar nætur út af svonalöguðu. Tönnin var galop- in niður í taug en mér fannst þetta ekkert svo mikill sársauki. Ég hugsa að þetta lýsi ágætlega minni stöðu. Annars er ég ekkert að hugsa um verkina, það gerir bara illa verra.“ Þrátt fyrir hlutskipti sitt er Trausti ekki reiður. „Mér finnst ég ekki geta verið annað en þakklátur. Fólk- ið í kringum mig, konan, mamma, tengdamamma og systkini mín, hjálpa mér. Ég á lítið barn sem ég þarf hjálp til að hugsa um á með- an konan er að vinna. Það þýðir ekkert annað en að vera jákvæð- ur. Svona er þetta bara, maður fær engu breytt og þá þýðir ekkert að böggast.“ „Ég lít oft á fót- inn til að athuga hvort ég sjái munstur eftir pöddur undir húðinni. „Ég er með stans- lausa verki frá tám og upp í nára sem er best lýst eins og allt sé að dragast saman og það sé verið að mola beinin. Jákvæður þrátt fyrir allt Trausti hefur þjáðst af þunglyndi vegna sjúk- dómsins en hefur í dag sætt sig við sína stöðu. Mynd Úr Einkasafni fanney Þorsteinsdóttir Eftir aðgerð 2011 breyttist vinstri fótur Fanneyjar og varð eins og trédrumbur. Mynd sigTryggur ari indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.