Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Síða 50
50 Menning Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Úr vegabréfi Sigmundar Ernis Mosaskógarnir við miðbaug Quito er sú höfuðborga jarðar- kringlunnar sem stendur hæst yfir sjávarmáli, í 2.800 metra hæð – og það er auðvitað all mikil vegalengd á fótinn, enda ígildi þess að efsti tindur Íslands fái Akrafjallið upp á sig. Frá þessu aðalbóli Ekvador, þar sem miðlína jarðar strikar gildan kviðinn á þverveginn, héldum við einn úrsvalan haust- dag í eilítinn leiðangur upp í hálendisskógana fyrir ofan byggð. Þeir teygja sig raunar hærra til himins en allir Ís- lendingar eiga að venjast úr sín- um Vaglaskógi , eða allt upp í 4.000 metra reginhvolf sem merkir náttúrlega að venjulega göngumenn er farið að sundla nokk af naumu súrefni. Í þess- um uppheimum er heldur bet- ur himneskt um að litast, enda sýndin á að giska óviðjafnanleg þar sem komið er upp í hæstu hörgar og sjónum leitt yfir enda- leysur Andesfjallanna sem víða lyfta kollum sínum og kistum meira en 6.000 metra upp af borði lagar. Skógana á þessum slóðum kenna heimamenn við ský eða mosa, hvorutveggja sakir sagg- ans sem lúrir í lautum, en rekjan af hlýrri slæðunni sem vana- lega liðast um mörkina getur af sér þéttan mosafláka á stofnum trjánna og þekur þá allt upp í efstu krónur. Mosaskógarnir í Ekvador eru fyrir ofan stríð og illsku; allsendis óskemmdir af frekju og fyrirferð dauðlegra manna – og standa þeim að sönnu svo miklu ofar í margkynjuðum skilningi að smá- leg manneskja sem laumar sér inn í anddyri þeirra fyllist óðara lotningu og auðmýkt. Þarna setur menn hljóða frammi fyrir minnstu og litrík- ustu fuglum jarðar sem ýmist hanga í lausu lofti inni í þrútn- um og sólblikandi lággróðrin- um, allsendis ófeimnir við gap- andi gesti skógarins, ellegar þeir hverfa þeim sjónum á þvílíkum feiknarhraða að mannsaugun mega sín lítils. Hér eru komn- ir hinir kostulegu kólibrífuglar sem geta jafnt heldur flogið aft- ur á bak og áfram, ellegar lóð- rétt niður og langsum upp – og þótt þeir smæstu vegi ekki nema eitthvað á þriðja grammið geta þeir auðveldlega slegið saman vængjunum upp undir tvöhund- ruð sinnum á sekúndu og náð allt að fimmtíu kílómetra hraða á þeytiflugi sínu um endaleys- ur skógarins milli þess sem þeir gefa þyngdarlögmálinu langan gogg og taka kollhnísa sína á ein- um litlum punkti í loftinu. Að sitja á svona stað í hæfi- legri einsemd sinni og dáleiðast smám saman af þessum dæma- lausu fluggáfum er einhvers stað- ar í námunda við eilífðina sjálfa. Og í samræmi við það allt saman er alveg mátulegt á mann- skepnuna að öll hennar saman- lögðu vísindi standi ennþá ráð- þrota frammi fyrir fimi og þrótti þessara minnstu fugla jarðar sem þverbrjóta allar viðurkenndar reglur um þyngd og orku. Því það er nefnilega á sinn hátt þægilegt að ekki skuli vera til svar við öllum sköpuðum hlut- um; að sjálfur maðurinn standi ennþá einhvers staðar á gati. Og kannski á það hvergi betur við en úti í blessaðri náttúrunni sem ekki einasti tommustokkur er fær um að mæla. F ramsóknarmaðurinn er nýjasta verk Snorra Ás- mundssonar. Gína í hvítum sýningarglugga við Laugar- veg, stendur út í horni með bakið í vegfarendur, íklædd lopa- peysu með veiðihatt en með bux- urnar á hælunum. Hátalarinn sem snýr út að götunni útvarpar brotum úr þingræðum forsætisráðherra og annarra þingmanna flokksins sem verkið er kennt við. Síðar, eftir að hafa fengið óbeinar hótanir frá þing- manni Framsóknar og ásakanir frá öðrum um „athyglishórskap,“ bætti Snorri listabókstafnum xB máluðum með skít á vegginn og lét sama efni leka niður aftanverð lærin á gínunni – viðbrögðum við þeim skít var ausið yfir listamanninn að eigin sögn. Það er ekki oft sem að listaverk vekur umtal í samfélaginu, hvað þá listaverk í litlu sýningarrými á borð við gluggagalleríið Betra Veð- ur - Better Weather Window Gallery við Laugaveg 41. En það eru ekki öll listaverk eftir Snorra Ásmundsson, sem hefur einstakt lag á að pirra, hneyksla, opinbera og ögra með ein- földum og óþægilegum verkum. Óþægindi Ég er með einhverja ónotatilfinn- ingu þegar ég skoða Framsóknar- manninn. Það er eitthvað ónotalegt við hann. Það er einhver óþægilegur grunur um að hann sé kannski jafn mikil árás lattelepjandi listamanns á hugmynd sína um „landsbyggðar- hyskið,“ eins og árás á valdhafana. Til að reyna að skilja hvað liggur á bak við verkið ræði ég stuttlega við Snorra fyrir utan galleríið og síðar á Facebook. Hann er beinskeyttur og harðorður að venju. Ég byrja á því því að spyrja barna- lega: hvað er það sem þú vilt ná fram með verkinu? Í styttri útgáfu svarar Snorri: „Ég hef nú aldrei heldur litið á mig sem róttækan, en þegar ég rýni í það get ég jú alveg viðurkennt það að ég er pólitískur og róttækur á einhvern hátt, en fyrst og fremst eru þetta ákveðin viðbrögð við lífinu jafnóðum. Ég er í samtali við samtí- mann, núið, það sem er að gerast og er að trufla mig hverju sinni. Það er það sem drífur mig áfram. Auðvit- að er ég oft líka bara að tjilla og leika mér og gera skemmtilega hluti, en ef mér er ofboðið þá fyllist ég einhverj- um krafti. Þó að það sé við ofurefli að etja þá finnst mér það lítið mál – ég fæ einhverja orku þegar ég þarf að berjast gegn ofurefli. Það hefur fylgt mér alla tíð að ég held alltaf með þeim sem eiga minnstan séns.“ Semsagt, hugsa ég, þetta er svo- lítið eins og mótmælin sem munu hefjast hálftíma seinna á Austurvelli: einhvers konar líkamlegt viðbragð við því sem að pirrar okkar, óþol fyr- ir því virðingarleysi sem valdhafar sýna almennum borgurum. Munur- inn á mótmælunum og listaverk- inu eru kannski fyrst og fremst sá að skipuleggjendur gera tilraun til að leggja línur og halda hlutum innan siðsamlegra marka á meðan lista- verkið er fullkomlega óheflað – það svífst einskis. Seinna í samtalinu segir Snorri annað sem mér finnst áhugavert í þessu samhengi: „Þetta hefur ver- ið mér mjög hugleikið, það sem er að gerast í þessu samfélagi. En það er bara svo mikil meðvirkni, það má enginn stíga upp, það er langt í kosningar og fólk ætlar bara að halda kjafti þangað til. Ég er bara svo frekur að ég vil bara þessa ríkisstjórn í burtu, ég vil ekki að svona vont og illa gefið fólk sé að stjórna landinu. Ég vil sjá fólk með tjöru og fiður og flengja þetta lið. Ég held að það sé bara það eina sem virki því þeir hlæja bara að mótmælendum.“ Stríðsyfirlýsing Þetta er ekki fyrsta verk Snorra sem mér finnst aðlaðandi en ég hef á sama tíma umtalsverðar efasemd- ir um. Ónotatilfinningin kemur fyrst og fremst vegna einhvers sem ég hef túlkað sem hálffasískan undir- tón. „Einhvern veginn er ég að nota þeirra eigin vopn, þennan rasisma. Snúa þeirra rasisma upp á þá sjálfa,“ AfhjúpAr vAldníðslunA n Rýnt í Framsóknarmanninn eftir Snorra Ásmundsson n Óbeinar Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Gagnrýni Framsóknarmaðurinn Eftir Snorra Ásmundsson Betra Veður-Better Weather Window Gallery 4. - 11. nóvember 2014 Mynd SpeSSi Með buxurnar á hælunum Framsóknarmaðurinn, eftir Snorra Ásmunds- son, hefur vakið upp hörð viðrögð. Útburður, flæðarmýs og nissar Bók með myndum af íslenskum furðuverum L istamaðurinn Arngrímur Sig- urðsson mun á næstu vikum gefa út bókina Duldýrasafnið. Bókin inniheldur úrval 34 mynda af skrímslum, álfum, tröllum, vofum og alls kyns öðrum furðufyrir- bærum. Hann hefur lengi haft áhuga á þjóðsögum og þjóðsagnaverum. „Ég byrjaði að kynna mér þessa ver- öld af alvöru í tengslum við lokaverk- efni mitt frá Listaháskólanum þar sem ég vann 24 málverk af duldýrum og má segja að verkefnið hafi hafist þar,“ segir hann. „Ég hélt svo áfram að mála furðuverur eftir útskriftina.“ Í bókinni verður að finna upplýs- ingar um helstu einkenni veranna, hegðun og samskipti við mannfólk- ið. „Ég hef verið að gramsa í alls kon- ar skræðum og skruddum til að auka þekkingu mína á þessum ókennilegu verum og einkennum þeirra.“ Margir rithöfundar og myndlistarmenn hafa sótt inn- blástur til íslenskra sagna í gegnum tíðina. Stærsta nafnið er sennilega J.R.R. Tolkien sem notaði mikið íslenskar fornsög- ur og þjóðsögur í verkum sínum. „Hann fékk mikinn innblástur frá verkum Snorra Sturlusonar, sem hlýtur að teljast til áhrifa- meiri listamanna þjóðarinnar.“ Arngrímur kallaði eftir áheit- um á Karolinafund og náði takmarki sínu á innan við sól- ahring. „Það var mjög óvenju- legt en fólk getur enn stutt ver- kefnið á síðunni og tryggt sér eintök af Duldýrasafninu og prentmyndir af bókinni á vænum afslætti.“ Íslendingar hafa löngum trúað á drauga og huldufólk og því er kannski ekki að undra að áhugi sé fyrir bókinni. Hægt er að næla sér í eintak á heimasíðu Karolina- fund: karolinafund.com/project/ view/675 n helgadis@dv.is Útburður Þekktasta dæmi útb urð- ar að hrella mannfólk er senn ilega í sögunni Móðir mín í kví, kví. Málar furður- verur Arngrímur útskrifaðist í vor frá LHÍ .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.