Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 51
Menning 51Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Kóngurinn nær vopnum sínum Dómur um tölvuleikinn Call of Duty: Advanced Warfare á Playstation 4 Þ að er engum ofsögum sagt að Call of Duty-leikirnir hafa verið jafn misjafnir að gæð- um og þeir hafa verið margir á undanförnum árum. Ófáir dyggir spilarar eru eflaust sammála því að nokkur þreyta hafi einkennt leik- ina á undanförnum árum, eða síð- an Modern Warfare 3 leit dagsins ljós síðla árs 2011. Það er gaman að segja frá því að þessir dyggu spilarar ættu að geta tekið gleði sína á ný nú þegar kóngur- inn virðist hafa náð vopnum sínum með nýjasta leiknum í Call of Duty- seríunni, Advanced Warfare. Líkt og flestir vita eru Call of Duty- leikirnir fyrstu persónu skotleikir og er rauði þráðurinn í þeim stríð og hernaður eins og nöfn leikjanna gefa til kynna. Á undanförnum árum hafa tvö fyrirtæki, Treyarch og Infinity Ward, skipt með sér þróun leikjanna en fyrir útgáfu Advanced Warfare var sú breyting gerð á að þriðja fyrir- tækið, Sledgehammer Games, var fengið alfarið til verksins. Fyrirtækið kom að vísu einnig að þróun Modern Warfare 3 en það er önnur saga. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður spilar leikinn er hversu grafíkin er lygilega góð. Þetta sést best í einspiluninni (e. campaign) þar sem Kevin Spacey fer með eitt stærsta hlutverkið sem eigandi fyrir- tækis sem sérhæfir sig í hernaði, vopnaframleiðslu og þjálfun elítu- hermanna. Það er skemmst frá því að segja að söguþráðurinn í einspilun- inni er frábær og hasarinn mikill. Þó að það taki aðeins um sex tíma að klára hana ættu spilarar að fá nóg fyr- ir sinn snúð. Eins og í öðrum Call of Duty-leikj- um snýst þó allt um netspilunina. Þar sem leikurinn gerist í framtíð- inni, árið 2054, er nóg af frumleg- um vopnum og útbúnaði sem spilar- ar geta fært sér í nyt. Nú er til dæmis hægt að hoppa tvöfalt ef ekki þrefalt hærra en áður og flýja þannig undan kúlnahríð óvina í öruggt skjól. Það er ljóst að nördarnir hjá Sledgehammer Games þurftu að setjast að teikni- borðinu og hanna Call of Duty upp á nýtt. Leikurinn hafði virkilega gott af þeirri andlitslyftingu og gefur hún leikmönnum þá tilfinningu að þeir séu að upplifa eitthvað nýtt. Borðin í netspiluninni eru fjöl- breytt og mun betur hönnuð en í síð- asta leik, Ghost, þar sem stærð þeirra gerði mörgum lífið leitt. Advanced Warfare er hraður og snurðulaus skotleikur sem virkar fáránlega vel á nýjustu gerð leikjatölva. Hafir þú misst áhugann á Call of Duty-seríunni af einhverjum ástæðum er kominn tími til að endurvekja þann áhuga. n Kraftmikill og hraður Í Advanded Warfare geta spilarar stokkið býsna hátt með svokölluðum Exo Suit. Fjölmargar nýj- ungar er að finna í leiknum frá fyrri leikjum. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Call of Duty: Advanced Warfare Spilast á: PS4, PS3, Xbox 360, Xbox One og PC Metacritic: 83 Tölvuleikur Flottur Það kryddar leikinn töluvert að sjá Kevin Spacey bregða fyrir í einspiluninni. AfhjúpAr vAldníðslunA segir hann. Stundum finnst mér eins og að í verkin skorti djúpstæðari pólitíska greiningu, sem myndu gera þeim kleift að varpa ljósi á sam- félagið, en með reiðina og ósvífnina að vopni einfaldi þau viðfangsefnið um of. Og sá sem einfaldar orð við- mælanda síns gerir ekki tilraun til að skilja hann. Ef við ætlum að búa í samfélagi verðum við að reyna að skilja hvert annað, skilja skoðan- ir hvert annars og ræða þær frekar en að smætta og ráðast á mann- innn. Framsóknarmaðurinn er ekki tilraun til skilnings heldur stríðs- yfirlýsing – ad hominem-árás á þá sem eru og hafa verið í forsvari fyrir Framsóknarflokkinn, einhvers kon- ar pólitískt þú-ert-bara-kúkalabbi! Orð Snorra sjálfs ríma við þetta. Engin tilraun til greiningar, bara afdráttarlaus árás: „Það er ekkert launungarmál að þolinmæði mín og umburðarlyndi gagnvart Fram- sóknarflokknum er ekkert. Kannski má líkja því við „zero tolerance“ Þjóðverja gagnvart nasistum. Að mínu mati þykir mér þolinmæði eða jafnvel meðvirkni gagnvart Fram- sókn óskiljanleg því það má rekja helstu spillingarmál í okkar þjóð- lífi til Framsóknar og kó. Þó að ég sé maður fyrirgefningarinnar og gefi öllum tækifæri sem sýna iðrun finnst mér óþarfi að dansa í kring- um þessar staðreyndir. Það ætti að banna Framsóknarflokkinn á sama hátt og þjóðverjar banna Nasista- flokkinn.“ Óvinurinn afhjúpaður En að dæma verkið á þessum forsendum – skort þess á félagslegri greiningu, virðingu fyrir pólitískum skoðunum andstæðingsins eða ein- hverju í þeim dúr – væri of einfalt og skammsýnt. Framsóknarmað- urinn er ekki pólitísk kenning um samfélagið heldur listrænt inngrip. Það má eflaust segja að listaverkið sé ósmekklegt eða villimannslegt, en ef tilgangurinn helgar meðalið, og tilgangurinn er að varpa ljósi á meinvörp samfélagsins þá er Fram- sóknarmaðurinn fullkomlega vel heppnað listaverk – gjörsamlega stórkostlegur þátttökugjörningur. Það er takmarkandi að skoða verkið í glugganum sem myndlistar- verk, skúlptúr eða innsetningu. Það er meira eins og Snorri Ásmunds- son hafi lokkað þingfólk Framsókn- ar til að taka með sér þátt í enn ein- um ótuktarlegum gjörningi sínum. „Ég vissi alveg að það sem ég sagði í Fréttablaðinu myndi vekja viðbrögð. Ég vissi það og vildi það. Ég fékk þau auðvitað úr felum en ég vissi að þau væru svo frumstæð og vitlaus að þau myndu gera eitthvað. Því þetta er rosalega frumstætt fólk. Rosalega frumstætt og algjör kjánaprik,“ sagði Snorri líka í samtalinu okkar. Ef við fínpússum orð hans: viðbrögðin voru tilgangurinn. Og framsóknar- maðurinn gekk beint í gildruna. Lengi vel truflaði það mig að gín- an væri í lopapeysu, joggingbuxum og með veiðihatt, einhvers konar niðrandi skopmynd af sveitamann- inum, bændaflokknum, „lands- byggðarhyskinu.“ En ég efast um að verkið hefði vakið sömu viðbrögð ef hann hefði verið öðruvísi klædd- ur, og viðbrögðin voru jú tilgangur- inn. Sjálfur tekur Snorri ekki beint afstöðu þegar ég spyr hann um þetta: „Fólk getur lesið svo margt út úr hlutum og verkum út frá eigin reynslu. Ég er landsbyggðarmaður, fæddur og uppalinn í fyrrverandi Framsóknarbænum Akureyri. Mér þykir vænt um mannfólk og þykir fjölbreytileikinn í mannflórunni fal- legur þótt það sé til fólk sem ég lað- ast ekkert sérstaklega að. Ég von- ast til að landsbyggðarfólkið jafnt sem aðrir kjósendur Framsóknar- flokksins sjái að sér og opni augun fyrir alheimsvitundinni en ekki bara heimahögunum og sjálfhverfunni. Við eigum sem samfélag að hugsa „við“ en ekki bara „ég“. Egóið og ótt- inn við álit meðbræðra og systra er oft okkar versti óvinur. Ég þekki fólk sem mér þykir vænt um sem kaus Framsókn. En þessar veiku hræddu sálir sem opinberuðu sig svona sorglega í kjölfar verksins – Þórunn og hitt gerpið þarna hvað hann nú heitir – eiga ekki að stjórna landinu. Heimska þeirra og þröngsýni er hættuleg samfélaginu og ömurleg fyrirmynd.“ Þetta er ekki fyrsta eða síðasta skiptið sem valdníðsla er afhjúpuð á Íslandi. En engu að síður hefur verk- ið dregið fram það ógnvænlega sam- félagsmein sem hrjáir Ísland ennþá. Sjúkdómseinkennið er að fólk sem gegnir valdastöðum leyfir sér að eiga í samskiptum sem vel má túlka sem hótun gagnvart fólki hvers lífsviður- væri það hefur bein eða óbein áhrif á. Slíkir ritskoðunartilburðir eru ekki bara óheilbrigðir fyrir listina, lýð- ræðið og samfélagið, heldur bera vott um – ef ekki heimskulegt skiln- ingsleysi – djúpstætt virðingarleysi gagnvart lýðræði, samfélaginu og öðrum manneskjum. Snorra Ásmundsson grun- ar að óvinurinn sé með falinn hníf sem hann muni beita gegn hon- um. Óvinurinn neitar sakleysis- lega. Snorri grípur léttilega í klofið á hörundssárum óvininum sem þá dregur upp hnífinn og hótar að beita honum á helvítis ógeðið sem kleip hann í punginn. Tilganginum er náð. Óvinurinn er afhjúpaður. Nú vitum við það að minnsta kosti: hann er með hníf og er tilbúinn að beita honum. n „ „Listamaðurinn“ sem hér um ræðir er líklega mesta athygl- ishóra á Íslandi nú um stundir. Sú staðreynd að hann skuli fá athygli sýnir enn einu sinni hvað fjöl- miðlar hér eru slappir. – Þorsteinn Sæmundsson þingmaður „Ég vona bara að þér vegni vel og þrátt fyrir það, að þetta komi ekki illa niður á þér. – Þórunn Egilsdóttir þingkona hótanir og athyglishórskapur n Óþægilegur þátttökugjörningur Duck Dynasty á svið Robertson-fjölskyldan sem hef- ur öðlast heimsfrægð með raun- veruleikaþættinum Duck Dynasty mun óðum eignast sinn eigin söngleik. Robertson- fjölskyldan samanstend- ur af heittrú- uðum, vell- auðugum og litskrúðugum karakterum með bræðurna Phil og Si í fararbroddi en karlpen- ingurinn í ættinni þekkist gjarnan af síðu skeggi sínu. Söngleikurinn verður settur á svið í Rio-hótelinu í Las Vegas en frumsýning verður í febrúar. Hrútar í Bárðardal Vetrartökur á kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Rams, eða Hrút- ar, hófust í vikunni á Norður- landi. Tökur fara fram í Bárðardal en myndin er framleidd af Netop Films. Með aðalhlutverk fara Sig- urður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Með önnur helstu hlut- verk fara þau Charlotte Bøving, Þorleifur Einarsson, Sveinn Ólaf- ur Gunnarsson, Gunnar Jónsson, Ingrid Jónsdóttir, Viktor Már Bjarnason, Jörundur Ragnarsson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason og Jónas Sen. Áætlað er að Hrútar verði frumsýnd næsta haust. Töfraflautan fyrir börn Óperan Töfraflautan verður flutt í styttri útgáfu fyrir börn á sunnudaginn í Norðurljósum í Hörpu en um tvær sýningar verður að ræða. Að sýningunni standa Íslenska óperan, Harpa og Töfrahurð, sem nýverið gaf út bók eftir Eddu Austmann Harðardóttur byggða á óper- unni. Sópransöngkonan Edda Austmann Harðardóttir umrit- aði verkið fyrir börn en útsetn- ingu tónlistar annaðist Stein- grímur Þórhallsson. Uppselt er á báðar sýningarnar á sunnu- dag, en stefnt er að fleiri sýn- ingum eftir áramót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.