Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 58
58 Menning Sjónvarp Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 „Hann er ekki ljótur!“ Á ður en ég eignaðist barn fyrir ári þá hafði ég mjög takmarkaðan áhuga á börnum. Vægast sagt. Ég hafði í raun ekki um- gengist börn að ráði frá því ég var unglingur og fékk borgað fyrir að passa þau. Sem mér þótti samt ógeðslega leiðinlegt. Þá hafði ég ekki haldið á ungbarni frá því bróðir minn var eitt slíkt. Hann er 23 ára. Ég faldi barnafólk ítrekað á Facebook ef ég stóð það að óhóf- legum myndbirtingum af börnum sínum. Og aldrei lækaði ég myndirnar. Einfald- lega af því mér lík- aði ekki við börn. Óþolandi áreiti, hugsaði ég með mér. Sýnið mér frekar mynd- ir af sveittum hamborgurum og hálffullum bjórglösum. Læka það. Ekki skítug börn. Svo fæddist son- ur minn. Þetta guðdómlega fal- lega barn. Og allt breyttist. Ég viðurkenni það reyndar að ég hafði verulegar áhyggjur af því á meðgöngunni, ásamt mörgu öðru, að mér myndi ekki þykja sonur minn fal- legur. „Hann er ekki ljótur!“ var einmitt eitt það fyrsta sem ég sagði þegar ég fékk drenginn í fangið, og í ljós kom að hann var (og er) fallegasta barn í heimi. Önn- ur setningin sem barnið fékk að heyra var: „Hann er meira að segja með lítið nef!“ Fullkomlega eðlileg viðbrögð móður við fæðingu barns síns. Eða ekki. Ég ætla að skrifa þessar virkilega óviðeigandi og hégóm- legu athugasemdir mínar á geðshræringuna sem ég var í, blessuðu hormónana og margar vikur af svefnleysi. Þegar ég hafði dáðst að barninu í nokkra klukku- tíma fannst mér ég verða að sýna umheim- inum þessa full- komnu mannveru. Fyrstu myndina birti ég af fæðingar- deildinni, tæpum sólarhring eft- ir að drengurinn fæddist. Gaf mér alveg smá tíma til að hugsa hvort ég ætlaði að feta þennan veg. Verða þessi óþolandi týpa sem ég hataði. Varfærnislega ýtti ég á birta takkann á Facebook eft- ir að hafa hætt nokkrum sinnum við. Barnið var komið á alnetið. Þá var ekki aftur snúið. Auðvitað varð ég svo að birta mynd af hon- um í heimferðarfötunum sínum á leið heim af spítalanum. Þá var ég búin að birta myndir af barninu mínu á Facebook tvo daga í röð. Ég hálfskammaðist mín. „Hver er ég?“ spurði ég sjálfa mig. Ég beið alveg í tvo daga með að birta næstu mynd. En þá gat ég valið úr um 50 myndum sem ég var búin að smella af barninu. Ég af- sakaði mig. Spurði hvenær fólk færi að fela mig. Svörin voru á þá leið að á með- an barnið væri svona nýtt þá mætti birta mynd- ir ansi þétt. Fólk bað meira að segja um fleiri myndir og að sjálf- sögðu varð ég við þeirri bón. Svo vatt þetta upp á sig, þangað til ég missti tökin, og varð gjörsam- lega sama þó að ég væri þessi óþolandi týpa. „Fólk getur þá bara falið mig eða eytt mér af Facebook,“ hreytti ég í þá sem voguðu sér að gera einhverj- ar athugasemdir við myndaflóðið. Þeir voru sem bet- ur fer fáir. Fékk mér samt Instagram til að geta laumað einni og einni mynd þangað inn, til létta aðeins á Facebook. Drengurinn er orðinn eins árs og það er ekkert lát á mynd- birtingum af honum á Facebook. Ég get bara ekki hætt að mynda. Mér finnst allt sem hann gerir svo brjálæðislega fyndið og merkilegt og þess verðugt að aðrir fái að njóta. Fyrir utan hvað hann er guð- dómlega fallegur. Það væri synd að deila ekki þessari fegurð. Hún ger- ir heiminn betri. Ég meina, hver get- ur ekki lækað myndir af þessu barni? Ég er bara þessi óþolandi týpa og er sátt við það. Nú læka ég samviskusamlega myndir af öll- um börnum á Facebook, meira að segja skítugum börnum. Ein- faldlega af því mér líkar við þau. Svo get ég bara vonað að þegar internetbarnið mitt kemst til vits og ára, að það kæri mig ekki fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. n „Það væri synd að deila ekki þessari fegurð. Hún gerir heim- inn betri. Ég meina, hver getur ekki lækað myndir af þessu barni? Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport M att Damon hefur staðfest að hann muni taka að sér að leika Jason Bourne í fjórða skiptið. Í raun var það Ben Affleck sem sagði frá þessu á meðan þeir tveir stóðu á rauða dreglinum og voru að kynna sjónvarpsþættina Project Greenlight. Matt hins vegar staðfesti það og sagði: „Myndin kemur ekki út fyrr en 2016. Leikstjórinn Paul Greengrass ætlar að gera eina í viðbót og það var allt sem ég þurfti. Hann þurfti bara að segjast ætla að taka verkinu.“ Matt hefur sagst kunna vel við að leika þessa persónu en hefur sagt í nokkur ár að hann myndi ekki leika hlutverkið aftur nema Greengrass leikstýrði. Universal hefur ákveðið að frumsýna myndina í júlí 2016 en þá átti að frumsýna framhaldið af Bourne Legacy með Jeremy Renner. Aðdáendur myndanna geta alla- vega glaðst yfir því að enn ein mynd sé í bígerð, því Matt hafði haft efa- semdir um að hægt yrði að gera aðra mynd með honum vegna söguþráðar Bourne Legacy. n helgadis@dv.is Paul Greengrass verður leikstjóri Matt Damon leikur Bourne í fjórða skiptið Sunnudagur 16. nóvember Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (9:26) 07.04 Sara og önd (1:40) 07.15 Tillý og vinir (37:52) 07.26 Kioka (2:78) 07.33 Pósturinn Páll (13:13) 07.48 Ólivía (39:52) 07.59 Vinabær Danna tígurs 08.10 Kúlugúbbarnir (11:26) 08.34 Tré-Fú Tom (2:13) 08.56 Um hvað snýst þetta allt? (41:52) 09.00 Disneystundin (45:52) 09.01 Finnbogi og Felix (2:10) 09.24 Sígildar teiknimyndir 09.30 Herkúles (2:10) 09.53 Millý spyr (66:78) 10.00 Chaplin (14:50) 10.06 Undraveröld Gúnda 10.20 Fisk í dag (5:8) e 10.30 Óskalög þjóðarinnar (5:8) (1984-1993) e 11.25 Hraðfréttir e 11.50 Djöflaeyjan (7:27) 888 e 12.20 Studíó A 888 e 13.00 Skotin vegna skólagöngu (Shot for going to School) e 13.55 Fita eða sykur? (Fat versus Sugar) e 14.50 Vert að vita (1:3) (Things you need to know) e 15.35 Ævintýri Merlíns (1:13) e 16.20 Best í Brooklyn (2:22) (Brooklyn Nine-Nine) e 16.45 Saga af strák (2:13) (About a Boy) e 17.10 Táknmálsfréttir (77) 17.20 Stella og Steinn (21:42) 17.32 Sebbi (6:40) (Zou) 17.44 Ævintýri Berta og Árna (6:52) (Bert and Ernie's Great Adventure) 17.49 Hrúturinn Hreinn (5:10) 17.56 Skrípin (27:52) (The Gees) 18.00 Stundin okkar 888 18.25 Basl er búskapur (4:10) 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Forkeppni EM í fótbolta karla B (Tékkland - Ísland) Bein útsending frá leik Tékklands og Íslands í forkeppni EM í fótbolta karla sem fram fer í Plzen. 21.55 Óskalögin 1984 - 1993 (1:5) (Gaggó vest) 22.00 Downton Abbey (5:8) (Downton Abbey) 22.50 Forkeppni EM í fótbolta - samantekt Einar Örn Jónsson og gestir fara yfir riðil Íslands og aðra leiki sem fram fóru í forkeppni EM í fótbolta í kvöld. 23.20 Afturgöngurnar (7:8) (Les revenants) e 00.10 Tsjernóbyl að eilífu (Tchernobyl 4ever) Frönsk heimildamynd um slysið í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl í Úkraínu árið 1986 og afleiðingar þess. Fjallað er um þróun mála í Tsjernobyl síðan lekinn varð og tilraunir til þess að draga úr geislamenguninni. Eins er fjallað um áhrif slyssins á þá kynslóð Úkraínumanna sem fæddust árið 1986 og hve fljótt sagan gleymist. e 01.05 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok 09:20 Svartfjallaland - Svíþjóð 11:00 Lúxemburg - Úkraína 12:40 Austurríki - Rússland 14:20Spánn - Hvíta Rússland 16:00 NBA (Hang Time Road Trip) 16:50 Undankeppni EM 2016 (Holland - Lettland) B 19:00 Þýsku mörkin 19:35 Undankeppni EM 2016 (Ítalía - Króatía) B 21:45 Leiðin til Frakklands 23:00 Tékkland - Ísland 00:40 Leiðin til Frakklands 07:00 England - Slóvenía 11:35 Messan 12:55 Southampton - Leicester 14:40 Premier League Legends (Gary Neville) 15:10 Sunderland - Everton 16:50 Undankeppni EM 2016 (Belgía - Wales) B 19:00 England - Slóvenía 20:40 Belgía - Wales 22:20 WBA - Newcastle 09:00 The Jewel of the Nile 10:45 Parental Guidance 12:30 Charlie and the Chocolate Factory 14:25 Stepmom (Stjúpmóðirin) 16:30 The Jewel of the Nile 18:15 Parental Guidance 20:00 Charlie and the Chocola- te Factory 21:55 Stepmom (Stjúpmóðirin) 00:00 Piranha 3D 01:25 Klitschko (Klitschko) 03:20 Son Of No One 04:55 Piranha 3D 07:15 Tónlistarmyndb. Bravó 16:15 The Carrie Diaries 17:00 The Amazing Race (1:12) 17:45 Friends With Benefits 18:10 Are You There, Chelsea? 18:35 Last Man Standing (15:18) 19:00 Man vs. Wild (6:13) 19:45 Bob's Burgers (18:23) 20:10 American Dad (7:20) 20:35 The Cleveland Show 21:00 Allen Gregory (3:7) 21:20 The League (12:13) 21:45 Almost Human (12:13) 22:30 Graceland (11:13) 23:10 Mind Games (4:13) 23:55 The Vampire Diaries 00:35 Man vs. Wild (6:13) 01:20 Bob's Burgers (18:23) 01:45 American Dad (7:20) 02:10 The Cleveland Show 02:30 Allen Gregory (3:7) 02:55 The League (12:13) 03:20 Almost Human (12:13) 17:10 Strákarnir 17:40 Friends (14:24) 18:05 Arrested Development 18:40 Modern Family (12:24) 19:05 Two and a Half Men 19:30 Viltu vinna milljón? (8:19) 20:15 Suits (10:12) 21:00 The Mentalist (22:22) 21:40 The Tunnel (5:10) 22:30 Sisters (3:24) 23:20 The Tudors (1:10) Fjórða þáttaröðin sem segir áhrifamikla og spennandi sögu einhvers alræmdasta og nafntogaðasta konungs sögunnar, Hinriks áttunda. Þótt Hinrik sé hvað kunn- astur fyrir harðræði þá er hans ekki síður minnst fyrir kvennamálin. 00:20 Viltu vinna milljón? (8:19) 01:05 Suits (10:12) Ferskir spennu- þættir á léttum nótum. 01:50 The Mentalist (22:22) 02:35 The Tunnel (5:10) 03:25 Tónlistarmyndb. Bravó 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Könnuðurinn Dóra 07:50 Algjör Sveppi 07:55 Doddi litli og Eyrnastór 08:05 Latibær 08:15 Grallararnir 08:35 Elías 08:45 Kalli kanína og félagar 08:55 Ævintýraferðin 09:05 Tommi og Jenni 09:25 Ben 10 09:50 Villingarnir 10:15 Lukku láki 10:40 Scooby-Doo! Mystery Inc. 11:00 Ozzy & Drix 11:20 iCarly (24:25) 11:45 Töfrahetjurnar (8:10) 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:50 Stelpurnar (8:12) 14:15 A to Z (5:13) 14:40 The Big Bang Theory (4:24) 15:10 Heilsugengið (6:8) 15:35 Á fullu gazi (1:6) 16:10 Um land allt (4:12) 16:45 60 mínútur (7:53) 17:30 Eyjan (12:20) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (64:100) 19:10 Ástríður (2:10) 19:40 Sjálfstætt fólk (8:20) 20:15 Rizzoli & Isles (1:18) 21:00 Homeland 8,5 (7:12) Fjórða þáttaröð þessarra mögnuðu spennuþátta þar sem við höldum áfram að fylgjast Með Carrie Mathieson, starfsmanni bandarísku leyniþjón- ustunnar. Líf hennar er alltaf jafn stormasamt og flókið, föðurlandssvikarar halda áfram að ógna öryggi bandarískra þegna og hún og Sal takast á við erfiðasta verkefni þeirra til þessa. 21:50 Shameless (4:12) Fjórða þáttaröðin af þessum bráð- skemmtulegu þáttum um skrautlega fjölskyldu. Fjöl- skyldufaðirinn er forfallinn alkóhólisti, mamman löngu flúin að heiman og uppátækjasamir krakkarnir sjá um sig sjálfir. 22:45 60 mínútur (8:53) Vandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýr- ingaþáttaröð í heimi þar sem reyndustu frétta- skýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heimsþekkt fólk. 23:35 Eyjan (12:20) Vandaður þjóðmála- og fréttaskýr- ingaþáttur um pólitík og efnahagsmál í opinni dagskrá í umsjón Björns Inga Hrafnssonar og blaðamanna Eyjunnar. Í þættinum verður leitast við að skýra helstu fréttamál samtímans með málefna- legum og upplýsandi hætti. 00:25 Brestir (4:8) 01:00 Daily Show: Global Edition 01:25 Outlander (5:16) 02:30 Legends (9:10) 03:15 The Newsroom (1:6) 04:05 Me, Myself and Irene 06:00 Fréttir 06:00 Pepsi MAX tónlist 12:05 The Talk 12:50 The Talk 13:35 Dr.Phil 14:15 Dr.Phil 14:55 Dr.Phil 15:35 Survivor (6:15) 16:20 Kitchen Nightmares (8:10) 17:05 Growing Up Fisher (9:13) 17:25 The Royal Family (9:10) 17:50 Welcome to Sweden (9:10) 18:15 The Biggest Loser - Ísland (2:11) Stærsta framleiðsla sem SkjárEinn hefur ráðist í frá upphafi. Tólf einstaklingar sem glíma við yfirþyngd ætla nú að snúa við blaðinu og breyta um lífstíl sem felst í hollu mataræði og mikilli hreyfingu. Umsjón hefur Inga Lind Karlsdóttir 19:05 Minute To Win It Ísland (9:10) Minute To Win It Ísland hefur göngu sína á SkjáEinum! Í þáttunum keppist fólk við að leysa tíu þrautir en fá eingöngu eina mínútu til að leysa hverja þraut. Ingó Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð stýrir þáttunum af mikilli leikni og hvetur af krafti alla keppendur að klifra upp þrautastigann þar sem verðlaunin verða glæsilegri og veglegri með hverri sigraðri þraut. 20:05 Gordon Ramsay Ultimate Cookery Course (20:20) Frábærir þættir þar sem Gordon Ramsey snýr aftur í heimaeldhúsið og kennir áhorfendum einfald- ar aðferðir við heiðarlega heimaeldamennsku. 20:30 Red Band Society (6:13) Allir ungu sjúklingarnir í Red Band Society hafa sögu að segja og persónuleg vanda- mál að yfirstíga. Vandaðir og hugljúfir þættir fyrir alla fjölskylduna. 21:15 Law & Order: SVU (14:24) 22:00 Fargo (8:10) Fargo eru bandarískir sjónvarps- þættir sem eru skrifaðir af Noah Hawlay og eru undir áhrifum samnefndrar kvikmyndar Coen bræðra frá árinu 1996 en þeir eru jafnframt framleiðendur þáttanna. 22:50 Hannibal (8:13) Önnur þáttaröðin um lífsnautna- segginn Hannibal Lecter. Rithöfundurinn Thomas Harris gerði hann ódauð- legan í bókum sínum og kvikmyndir sem gerðar hafa verið, hafa almennt fengið frábærar viðtökur. 23:35 Reckless (11:13) Bandarísk þáttaröð um tvo lög- fræðinga sem laðast að hvort öðru um leið og þau þurfa að takast á sem and- stæðingar í réttarsalnum. 00:25 CSI (2:20) 01:10 The Tonight Show 01:55 Law & Order: SVU (14:24) 02:40 Fargo (8:10) 03:30 Hannibal (8:13) 04:15 Pepsi MAX tónlist Matt Damon Leikarinn hefur verið tregur til að staðfesta að hann hafi ákveðið að taka við hlutverkinu á ný. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Helgarpistill
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.