Fréttablaðið - 17.05.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.05.2016, Blaðsíða 8
Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig á www.si.is Fimmtudaginn 19. maí kl.12-16 í Hörpu (Silfurberg) DAGSKRÁ Hádegishressing Bjarni Gunnar Kristinsson, matreiðslumeistari í Hörpu og Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari á Mat og drykk Setning Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Food trends towards 2025 - from food trends to successful innovation Birthe Linddal, framtíðarfrömuður Markaðssetning matvæla – hvert stefna íslensk fyrirtæki? Guðný Káradóttir, forstöðumaður matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar hjá Íslandsstofu Leyndarmál íslenska þorsksins Guðmundur H. Gunnarsson, nýsköpunarstjóri - Skinney Þinganes Meira fé fyrir sauðfjárafurðir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda Reynslusögur úr ýmsum áttum - nýjar leiðir í markaðssetningu matvæla Veitingastaðurinn Matur og drykkur - Gísli Matthías Auðunsson Bjórskóli Ölgerðarinnar - Jarþrúður Ásmundsdóttir Blámar – hafsjór af hollustu - Valdís Fjölnisdóttir og Pálmi Jónsson Eldum rétt - Kristófer Júlíus Leifsson Vakandi – aðgerðir gegn matarsóun - Rakel Garðarsdóttir Ráðstefnustjóri er Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efnir til ráðstefnu þar sem rýnt verður í framtíðina og fjallað um nýjar leiðir við markaðssetningu og verðmætasköpun matvæla. náttúra Þvert á almannaróm þá er ekki ástæða til að ætla að lúsmý sé nýr landnemi hér á landi, en sér- stakar aðstæður í umhverfinu urðu hins vegar til þess að þessi illvígi bit- vargur gerði mjög vart við sig á suð- vestanverðu landinu í fyrrasumar. Þetta sýna greiningar smádýra hjá Náttúrufræðistofnun (NÍ), sem sum- arið 2015 lagði áherslu á blóðþyrst kvikindi í rannsóknum sínum. Það náði meðal annars til lúsmýs, skóg- armítla og moskítóflugu. Í Evrópu er vakning í þessum málaflokki; aukið fé hefur verið veitt til rannsókna, enda er um mikilvægt heilbrigðis- mál að ræða. Erling Ólafsson, skordýrafræð- ingur hjá NÍ, sem stýrir rannsóknum á landnámi erlendra tegunda smá- dýra, segir að nokkrar tegundir lús- mýs hafi áður verið staðfestar hér á landi en ættkvíslin Culicaides var ekki þar á meðal. Tegundir lús- mýs eru afar torgreindar, en í fyrra- sumar var lúsmý af þessari ættkvísl staðfest hér. Tegundir af ættkvíslinni eru skæðar blóðsugur á mönnum og búsmala og bitin einstaklega óþægileg. Erling segir ekki sannað af hverju lúsmý rauk upp úr öllu valdi í fyrra. „Skýringin liggur líklegast í veður- farinu. Í fyrra kom enginn maímán- uður, apríl náði langt fram í júní, má segja. Þegar veður batnaði gerðust hlutirnir hratt og þetta blossaði upp, og ekki bara lúsmý heldur miklu fleira – fiðrildategundir og fleira sem hafði verið í biðstöðu í kuldanum. Þá kom margt fram á skömmum tíma sem annars gerist hægt og bítandi,“ segir Erling. „Þetta skýrir ýmisleg. Þarna er ef til vill komin skýringin á áður óút- skýrðum bitum í gegnum tíðina. Flær og bitmý hef ég kannski lengi haft fyrir rangri sök,“ segir Erling. Það vekur athygli að hingað til lands kom franskur sérfræðingur í blóðsjúgandi mýflugum, dr. Francis Schäffner, sérstaklega til að leggja út klakgildrur fyrir moskítóflugur, en tilvist þeirra hefur aldrei verið sannreynd hér á landi. Hann ferð- aðist víða um land og lagði gildrur sínar fyrir flugur. Eftir því sem Erling best veit fann Schäffner þessa óværu ekki hérlend- is. „Ég held að það komi varla til með að breytast,“ segir Erling og bætir við að áfram verði þó fylgst með. Skógarmítillinn var líka rannsak- aður af erlendum sérfræðingum sem hingað komu til lands, en breskur sérfræðingur, dr. Jolyon Medlock, hafði fengið fjárframlag til að koma til Íslands til að leita skógarmítla. Eins og hjá Schäffner bar leit hans ekki árangur en samt sem áður bárust NÍ og Tilraunastöðinni að Keldum mun fleiri skógarmítlar til skoðunar á árinu en nokkurn tímann fyrr, alls 24 sýni víða að af landinu. Enn er því ósvarað spurningunni hvort skógarmítill sé orðinn land- lægur hérlendis. Erling segir að líkurnar á varanlegu landnámi séu þó verulegar, en staðfestingar er enn beðið. svavar@frettabladid.is Lúsmý fór huldu höfði fyrir árið 2015 Rannsóknir benda til að lúsmý sé ekki nýr landnemi en að veðuraðstæður hafi valdið plágunni í fyrrasumar. Þá leitaði sérfræðingur að moskítóflugum hérlendis. Blóðþyrst kvikyndi fá sífellt meiri athygli sérfræðinga. Áhersla var lögð á bitvarg í rannsókn í fyrrasumar. Skógarmítill er hingað kominn en ósannað hvort hann sé orðinn land- lægur. Mynd/Erling ÓlafSSon Moskítóflugan hefur aldrei fundist hér- lendis. nordicPhotoS/gEtty lúsmý reyndist valda svæsnum bitum hjá fjölda fólks í fyrrasumar. fréttablaðið/Ernir Bandaríkin Stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta sendi í gær frá sér stjórnvaldstilskipun um að skólum um allt land bæri að útvega trans- nemendum aðgang að salernum, búningsklefum og baðaðstöðu, sem hæfir kynvitund þeirra. Þannig megi skólar til dæmis ekki meina nemendum aðgang að salerni þess kyns, sem þeir upplifa sem sitt kyn. Í bréfi til skólaumdæma eru jafnframt fyrirmæli um það hvað skólayfirvöldum beri að gera til að að koma í veg fyrir mismunun gegn transfólki sem fellur illa inn í hinn annars tvískipta heim kynjanna. Þessi mál hafa verið hitamál í bandarískum stjórnmálum undan- farið þannig að fastlega má reikna með því að þessi ákvörðun Banda- ríkjastjórnar verði umdeild, ekki síst í kosningabaráttunni næstu mánuðina. – gb Salerni verði fyrir alla Klósett fyrir alls konar. fréttablaðið/EPa Tegundir lúsmýs eru afar torgreindar, en í fyrrasumar var lúsmý af ættkvíslinni Culicaides staðfest hér á landi. Slíkt mý hafði ekki verið greint hér áður. Þarna er ef til vill komin skýringin á áður óútskýrðum bitum í gegnum tíðina. Flær og bitmý hef ég kannski lengi haft fyrir rangri sök. Erling Ólafsson skordýrafræðingur 1 7 . m a í 2 0 1 6 Þ r i Ð J U d a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a Ð i Ð 1 7 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 7 2 -2 D 8 4 1 9 7 2 -2 C 4 8 1 9 7 2 -2 B 0 C 1 9 7 2 -2 9 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.