Fréttablaðið - 17.05.2016, Blaðsíða 44
Þessi hafragrautur er góður í
morgunsárið þegar lítill tími er til
að gera og græja einhvern morg-
unmat meistaranna. Best er að
gera hann kvöldið áður og ekki
þarf að elda hann. Sniðugt er að
setja hann í litla glerkrukku sem
auðvelt er að grípa með sér.
1 bolli haframjöl
½ bolli bláber, stöppuð
2 msk. chiafræ
1 tsk. vanilludropar
1 msk. hunang
1 tsk. sítrónubörkur
(aukalega til að setja ofan á)
Klípa af salti
½ bolli grísk jógúrt
¾ bollar möndlumjólk
Stappið bláberin í stórri skál, bætið
við grískri jógúrt og möndlu mjólk
og blandið saman. Bætið við öllu
hinu og blandið vel saman. Setjið
í lokaða glerkrukku og geymið í ís-
skáp yfir nótt. Gott er að bæta við
múslí, sítrónuberki og/eða bláberj-
um áður en grauturinn er borðaður.
Hollur og góður morgunmatur
Augnförðun getur verið af ýmsum
toga og förðunarfræðingar eru
ávallt að reyna að finna upp á ein-
hverju nýju. Það nýjasta er líklega
„bubble eyeliner“ eða ójöfn augn-
lína með nokkrum bogum. Þetta
nýstárlega útlit sást á Insta gram
nýverið. Var það hin sjálflærða
förðunardama og YouTube-áhuga-
kona Jenny Gonzalez sem kom
trendinu af stað með því að birta
myndband á YouTube um hvernig
hægt væri að ná þessu sérstaka út-
liti. Myndbandinu hefur nú verið
deilt víða og verið skoðað um 500
þúsund sinnum.
Jenny dýfir augnlínupensli í
gel-eyeliner og þrýstir honum svo
að efra augnlokinu til að búa til
nokkra hálfmánalaga bletti í röð.
Nýtt
förðunartrend?
Selena Gomez er nú á tónleika-
ferðalagi sem ber yfirskriftina
Revival. Þar kemur hún fram í
þröngum samfestingum sem sýna
allt. Þessi 23 ára gamla söngkona
sagði í nýlegu viðtali frá því hvern-
ig hún heldur sér í góðu formi.
„Ég fékk mér í fyrsta sinn einka-
þjálfara á síðasta ári,“ segir hún en
fyrir tónleikaferðalagið æfði hún á
hverjum degi til að vinna upp þol,
enda þarf mikið úthald í eina tón-
leika þar sem Selena bæði syngur
og dansar í langan tíma.
Meðal líkamsræktarinnar sem
Selena stundaði má nefna Pilates,
SoulCycle og jóga af ýmsu tagi.
„Ég vildi blanda mörgu saman því
ég á það til að verða leið á líkams-
rækt.“
Selena leggur líka mikla áherslu
á að drekka vatn. „Ég er alltaf með
vatnsflöskur úti um allt, meira
að segja á baðherberginu, því ég
gleymi svo oft að drekka.“ Hún er
einnig með safavél og mælir með
því að blanda gulrótum, engifer og
selleríi saman.
Æfingaplan Selenu
Fæst í verslunum lyFju
Bubble-eyeliner.
Selena Gomez.
Útlit oG feGurð Kynningarblað
17. maí 20168
1
7
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
7
2
-1
E
B
4
1
9
7
2
-1
D
7
8
1
9
7
2
-1
C
3
C
1
9
7
2
-1
B
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
1
6
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K