Fréttablaðið - 17.05.2016, Blaðsíða 16
Í dag
18.40 Hull - Derby Sport2
19.30 KR - Stjarnan Sport
22.00 Pepsi-mörkin Sport
19.15 Víkingur - Valur Víkin
19.15 Þróttur - Breiðablik Þróttarv.
20.00 KR - Stjarnan Alvogenv.
Nýjast
WBA 1 – 1 Liverpool
Watford 2 – 2 Sunderland
Chelsea 1 – 1 Leicester
Newcastle 5 – 1 Tottenham
Stoke 2 – 1 West Ham
Southampton 4 – 1 Crystal Palace
Everton 3 – 0 Norwich
Arsenal 4 – 0 Aston Villa
Swansea 1 – 1 Man. City
Efst
Leicester 81
Arsenal 71
Tottenham 70
Man. City 66
Southampt. 63
Neðst
Bournem. 42
Sunderland 39
Newcastle 37
Norwich 34
Aston Villa 17
Enska úrvalsdeildin
Olísdeild kvenna, lokaúrslit
Stjarnan - Grótta 23-28
Mörk Stjörnunnar: Hanna Guðrún Stefáns-
dóttir 5/5, Sólveig Kjærnested, Esther
Ragnarsdóttir 3, Rakel Dögg Bragadóttir 3,
Helena Rut Örvarsdóttir 3, Guðrún Bjarna-
dóttir 1, Stefanía Theodórsdóttir 1, Sandra
Rakocevic 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1,
Nataly Sæunn Valencia 1. Varin skot: Íris
Björk Símonardóttir 13 (35/4, 37%).
Mörk Grótt: Lovísa Thompson 8, Þórey
Ásgeirsdóttir 6 , Laufey Guðmundsdóttir
4, Anna Ú. Guðmundsdóttir 4, Arndís Er-
lingsdóttir 2, Anna Stefánsdóttir 1, Unnur
Ómarsdóttir 1, Eva M Kristinsdóttir 1,
Sunna María Einarsdóttir 1/1. Varin skot:
Heiða Ingólfsdóttir 11 (31/1, 35%).
Grótta vann einvígið, 3-1.
Pepsi-deild karla
Fylkir - ÍBV 3-0
1-0 Mikkel Maigaard (3.), 2-0 Sindri Magnús-
son (8.), 3-0 Sigurður G. Benónýsson (86.).
Eyjamenn unnu sinn fyrsta útisigur
í deildinni en Fylkir er enn án stiga
eftir fjórar umferðir.
FH - Fjölnir 2-0
1-0 Viðar Ari Jónson (3., sjálfsmark.), 2-0
Steven Lennon (54.)
FH hafði ekki tapað tveimur leikjum
í röð í sex ár og byrjaði ekki á því í
gærkvöldi gegn Fjölni.
Víkingur Ó. - ÍA 3-0
1-0 William da Silva (6.), 2-0 Hrvoje Tokic
(38.), 3-0 Aleix Egea (83.).
Nýliðar Ólsara eru á toppnum í
deildinni eftir fjórar umferðir og
héldu hreinu í fyrsta sinn.
Efri hluti
Víkingur Ó. 10
Stjarnan 9
FH 9
ÍBV 7
Breiðablik 6
Fjölnr 6
Neðri hluti
KR 5
Valur 3
ÍA 3
Víkingur 1
Þróttur 1
Fylkir 0
Olísdeild karla, lokaúrslit
Afturelding - Haukar 29-30
Mörk UMFA: Mikk Pinnonen 10, Árni
Eyjólfsson 6/1, Jóhann G Einarsson 4/3,
Þrándur Gíslason 2, Pétur Júníusson 2, Birkir
Benediktsson 2, Davíð Hlíðdal Svansson,
Kristinn Bjarkason 1, Gunnar Þórsson 1.
Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 23/1
(52/3, 44%).
Mörk Hauka: Jón Þ. Jóhannsson 5, Elías Már
Halldórsson 5, Adam Baumruk 5 , Hákon
Styrmisson 5/3, Heimir Óli Heimisson 3,
Brynjólfur Brynjólfsson 3, Janus D Smára-
son 3, Egill Eiríksson 1. Varin skot: Grétar
Ari Guðjónsson 25/3 (50/6, 50%).
Staðan í einvíginu er 2-2.
1 7 . m a í 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D a G U R16 s P O R t ∙ F R É t t a B L a Ð I Ð
sport
HanDBOLtI Grótta varð á sunnudag-
inn Íslandsmeistari kvenna í hand-
bolta annað árið í röð og í annað
sinn í sögu félagsins. Grótta varð af
tækifæri til að sópa úrslitakeppnina
þegar liðið tapaði þriðja leiknum
á heimavelli gegn Stjörnunni fyrir
helgi en stúlkurnar af Seltjarnarnesi
komu gríðarlega ákveðnar til leiks í
Mýrinni og gengu frá einvíginu með
stæl, 28-23, og samanlagt 3-1.
Veturinn olli Gróttu framan af
nokkrum vonbrigðum en liðið
ætlaði sér að sjálfsögðu alla titlana
eftir að hafa orðið deildar-, bikar- og
Íslandsmeistari á síðasta tímabili.
Liðið missti af deildarmeistaratitl-
inum til Hauka og tapaði í bikarúr-
slitum gegn Stjörnunni. En í úrslita-
keppninni var það Grótta sem bar
höfuð og herðar yfir andstæðinga
sína og sýndi að það er besta liðið
á Íslandi í dag. Um það er ekki deilt.
Ung og eldri
Í sterkri liðsheild Gróttu voru tveir
leikmenn sem báru af; reynslubolt-
inn í markinu, Íris Björk Símonar-
dóttir, og 16 ára undrið sem er Lovísa
Thompson. Gróttuliðið er auðvitað
vel mannað og varnarleikurinn
gríðarlega sterkur en þessar tvær
stigu upp þegar þess virkilega þurfti.
Íris varði að meðaltali 50 pró-
sent skotanna sem hún fékk á sig í
einvíginu, þar af 61 prósent í fjórða
leiknum þar sem liðið tryggði sér
titilinn. Íris var hreint mögnuð í
rimmunni og gat fagnað í leikslok.
En meira að segja hún gat ekki
annað en talað um Lovísu Thomp-
son sem skoraði 24 mörk í lokaúr-
slitunum eða sex mörk að meðaltali
í leik. Lovísa skoraði 10 mörk í fyrstu
tveimur leikjunum og var með 50
prósent skotnýtingu en þegar beðið
var um að lykilmenn Gróttu myndu
taka af skarið í sóknarleiknum var
það hin 16 ára Lovísa sem gerði það.
Hún skoraði 14 mörk í seinni
tveimur leikjunum og bætti skot-
nýtinguna í 61 prósent. Lovísa skor-
aði átta mörk í ellefu skotum í fjórða
leiknum og var algjörlega mögnuð.
„Ég verð að minnast á hana Lovísu
Thompson. Hún er eitthvert undra-
barn. Hún er búin að vera mögnuð
og það gleymist oft að hún er á
fyrsta ári í menntaskóla. Ég dáist
að því hvernig hún stígur upp. Hún
er eins og gull fyrir okkur í þessari
úrslitakeppni,“ sagði Íris Björk um
Lovísu eftir leik en sú unga var sami
töffarinn og alltaf.
„Það er ekkert annað í stöðunni.
Það þarf að sækja á markið og þeir
skora sem þora,“ sagði Lovísa við
Fréttablaðið eftir leik.
Árlegur viðburður
Kári Garðarsson er að stimpla sig
inn sem einn af bestu þjálfurum
landsins, en árangur hans með
Gróttuliðið undanfarin tvö tímabil
er eftirtektarverður. Hann hefur
fengið til sín frábæra leikmenn
en fengið þá til að spila sem eina
heild og byggir á virkilega sterkum
varnarleik.
„Er þetta ekki bara árlegur við-
burður í maí? Titill á loft hjá Gróttu
í TM höllinni,“ sagði Kári hress í
leikslok en þarna fagnaði Grótta
líka titlinum í fyrra. „Ef við hefðum
farið í oddaleik hefði ég verið ein
taugahrúga á mánudag og þriðju-
dag. Ég er rosalega feginn að vera
búinn og geta fagnað í kvöld og
notið stundarinnar,“ sagði Kári
Garðarsson. tomas@365.is
Toppuðu á
réttum tíma
Grótta varði Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild
kvenna í handbolta en liðið lagði Stjörnuna 3-1.
Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lyfta Íslandsbikarnum fyrir Gróttu í Garðabænum. FRéttABLAðið/ANDRi MARiNÓ
1
7
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
7
1
-E
D
5
4
1
9
7
1
-E
C
1
8
1
9
7
1
-E
A
D
C
1
9
7
1
-E
9
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
1
6
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K