Fréttablaðið - 17.05.2016, Blaðsíða 58
590 2045 | BENNI.IS 561 4200 / NESDEKK.IS
Betra gripLægra veghljóð Minni eyðsla
4 400 400
Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar
aðstoða þig við að finna réttu lausnina.
Þú færð landslagsráðgjöf
og garðlausnir hjá okkur
Graníthellur
Steypustöðin býður upp á mikið úrval af
fallegum hellum og mynstursteypu fyrir
heimili, garða, göngustíga og bílaplön.
20
YFIR
TEGUNDIR AF HELLUM
Skoðaðu úrvalið á
www.steypustodin.is
Hringhellu 2
221 Hafnarfjörður
Hrísmýri 8
800 Selfoss
Malarhöfða 10
110 Reykjavík
Berghólabraut 9
230 Reykjanesbær
Smiðjuvegi
870 Vík
Sími 4 400 400
www.steypustodin.is
1 7 . m a í 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D a G U R30 L í f I Ð ∙ f R É T T a B L a Ð I Ð
Lífið
Myndin byggir á skáldsög-unni Svaninum eftir Guð-berg Bergsson og fjallar
um níu ára afvegaleidda stúlku
sem er send í sveit til að þroskast
og fullorðnast, myndin er að miklu
leyti um samband hennar við nátt-
úruna og hvernig það er að eldast.
Hún flækist líka inn í líf fólksins á
bænum þar sem töluvert drama
er í gangi og án þess að hún geri
sér grein fyrir því er hún flækt í
atburðarás sem hún sjálf skilur ekki.
Það er óhætt að segja að þetta fjalli
um níu ára stúlku í tilvistarkreppu,“
segir Ása Helga Hjörleifsdóttir, leik-
stjóri og kvikmyndagerðarkona,
spurð út í nýjustu kvikmynd sína,
Svaninn.
Ása Helga lærði kvikmyndagerð
í Columbia-háskóla í New York.
Þar lagði hún fyrstu drög að hand-
ritinu árið 2010 í áfanga sem nefnist
aðlögun að hvíta tjaldinu.
„Þetta var hálfgerð æfing þegar
ég byrjaði að skrifa handritið, svo
ákvað ég að senda drögin áfram
sem varð til þess að ég, ásamt Hlín
Jóhannesdóttur og Birgittu Björns-
dóttur hjá Vintage Pictures, fékk
kvikmyndaréttinn að skáldsög-
unni,“ segir Ása Helga.
Tökur á myndinni fara að mestu
fram í Svarfaðardal í júlí og ágúst og
segist Ása einstaklega spennt fyrir
ferlinu. Laufey Elíasdóttir sér um
leikaraval í myndinni, en hún hefur
leikið í fjölda kvikmynda; Reykja-
vík, Vonarstræti, Brúðgumanum og
Blóðböndum.
„Í sameiningu höfum við Laufey
unnið að leikaravali sem er um þess-
ar mundir að fullmótast. Ástæða
þess að ég valdi Svarfaðardal er
vegna þess hversu fallegur hann er
og ekki skemmir fyrir að ég er ættuð
þaðan og var mikið þar sem barn,“
segir hún.
Ása Helga hefur þó ekki setið
aðgerðalaus frá 2010 heldur gerði
hún tvær stuttmyndir ásamt því að
eignast lítinn dreng um miðjan nóv-
ember síðastliðinn.
„Ég gerði tvær stuttmyndir eftir
að ég útskrifaðist frá Columbia, Þú
og ég og Ástarsögu. Draumurinn er
svo að koma Svaninum á erlendar
kvikmyndahátíðir og vonandi fær
hún að ferðast sem víðast,“ segir Ása
Helga að lokum.
gudrunjona@frettabladid.is
Níu ára
tilvistarkreppu
Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri og kvik-
myndagerðarkona, er um þessar mundir að
undirbúa tökur á kvikmyndinni Svaninum
en þetta er hennar fyrsta mynd í fullri lengd.
Framleiðendur myndarinnar er Vintage
Pictures.
Ása Helga lærði kvikmyndagerð í Columbia-háskóla í New York, en hún er um þessar mundir að undirbúa tökur á kvikmynd-
inni Svaninum. Fréttablaðið/VilHelm
MyNdiN byggir á
skáldsöguNNi
svaNiNuM eftir guðberg
bergssoN og fjallar uM Níu
ára afvegaleidda stúlku
seM er seNd í sveit til að
þroskast og fullorðNast.
1
7
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
7
2
-2
8
9
4
1
9
7
2
-2
7
5
8
1
9
7
2
-2
6
1
C
1
9
7
2
-2
4
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
1
6
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K