Fréttablaðið - 17.05.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.05.2016, Blaðsíða 12
Rio Tinto Alcan Straumsvík Pósthólf 244 222 Hafnarfjörður Sími 560 7000 www.riotintoalcan.is Þér er boðið Hið árvissa Græna bókhald ISAL er komið út og hefur að geyma upplýsingar um frammistöðu okkar í umhverfismálum á liðnu ári. Skýrslan er aðgengileg á vef okkar, www.riotintoalcan.is. Við kynnum efni hennar á opnum fundi, þar sem einnig gefst tækifæri til að spyrja okkur um hvaðeina sem snertir starfsemi fyrirtækisins. Verið hjartanlega velkomin. Opinn fundur um Grænt bókhald ISAL Apótek-salurinn, Hafnarborg, Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 18. maí, kl. 17:00. Samfélag Konur sem kæra nauðg- un í litlum sveitarfélögum verða oft fyrir útskúfun úr samfélagi sínu þar sem bæjarfélagið snýst gegn þeim. Þetta er niðurstaða rannsóknar Guðrúnar Katrínar Jóhannesdótt- ur á því félagslega ferli sem fer af stað þegar nauðgun er kærð í litlu bæjarfélagi á Íslandi. „Niðurstöður mínar sýna að konunum sem kærðu nauðgun, í sveitarfélögum sem þær ólust upp í, var refsað af samfélaginu með útskúfun og eða líkamlegu ofbeldi. Þær þurftu þá að takast á við annað áfall eftir nauðgunina sem er þessi útskúfun úr því samfélagi sem þær þekkja,“ segir Guðrún Katrín. „Einnig vekur mikla athygli að einna virkustu aðilarnir í að refsa konunum sem ég ræddi við voru aðrar stúlkur. Á endanum þurftu þær að flytja úr því samfélagi sem þær þekktu.“ Rannsókn Guðrúnar Katrínar byggði á viðtölum við brotaþola nauðgana á tíunda áratug síðustu aldar. Hún vonast eftir að geta fundið nýrri dæmi og útvíkkað rannsókn sína. „Markmið mitt núna er að tala við fleiri brotaþola í þeim tilgangi að skoða hvort þetta hafi breyst. Hvernig lítil sveitarfé- lög taka á málun nú og hvort ein- hver markverð breyting hafi átt sér stað,“ segir Guðrún Katrín. sveinn@frettabladid.is Útskúfun bíður í litlum samfélögum Brotaþolar nauðgana í litlum samfélögum standa oft frammi fyrir því að þurfa að flytjast búferlum. Þeir sem harðast snúast gegn stúlkum sem orðið hafa fyrir nauðgun eru aðrar stúlkur í sömu sveit. Í nýrri doktorsrannsókn er skoðað félagslega ferlið sem fer af stað í litlum sam- félögum þegar þar koma upp nauðgunarmál. Samgöngur Tilraunaverkefni með farþegasiglingar milli Reykjavíkur og Akraness í sumar eru út af borð- inu. Að því er fram kemur í greinar- gerð sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fyrir borgarráð samrýmdust hugmyndir þeirra sem sendu inn tilboð ekki útboðsaug- lýsingunni þar sem tilboðsgjafarnir horfðu til lengra samningstímabils en aðeins eins sumars. Borgarráð hafnaði því tilboðunum en samþykkti jafnframt að útboðs- skilmálar vegna Flóasiglinganna yrðu endurskoðaðir fyrir 15. ágúst í sumar. Fram kemur í greinargerð Dags að 3. mars hafi verið auglýst eftir aðilum til viðræðna vegna tilrauna- verkefnis um beinar siglingar ferju á milli Reykjavíkur og Akraness á tímabilinu maí til september 2016. „Markmið tilraunaverkefnis- ins er að kanna rekstrargrundvöll reglulegra bátsferða á milli sveitar- félaganna og var gert ráð fyrir því að rekstraraðili ferju myndi safna upp- lýsingum varðandi rekstrarþætti á framangreindu tímabili,“ er rakið í greinargerðinni. Fram kemur að þrír aðilar, Sæferðir ehf., Special Tours ehf. og Gunnar Leifur Stefánsson, hafi sótt um þátt- töku. Sæferðir hafi sagt sig frá við- ræðunum en Special Tours og Gunnar Leifur Stefánsson sent inn hugmyndir að tilraunaverkefninu. Stefnt er að því auglýsa útboð að nýju vegna sumarsins 2017. – gar Farþegasiglingar frá Akranesi lögðust af með opnun Hvalfjarðarganga 1998. FréttAblAðið/GVA Hafna tilboðum sem borist hafa í Flóasiglingar SVÍÞJÓÐ Sex hafa verið handteknir fyrir að hafa ætlað að smygla vopn- um til Svíþjóðar. Fimm voru hand- teknir í Bosníu en einn í Svíþjóð. Allir hafa þeir viðurkennt áætlun sína. Tveggja manna, sem grunaðir eru um aðild að málinu, er leitað. Við húsleit á sjö stöðum í Bos- níu fannst mikið magn sjálfvirkra vopna og sprengja. Leitin var liður í alþjóðlegri lögregluaðgerð sem kallast Wolf RS, að því er greint er frá á fréttavef Aftonbladet. – ibs Teknir fyrir vopnasmygl Markmið verkefnisins var að kanna rekstrargrund- völl reglulegra bátsferða milli sveitarfélaganna. Niðurstöður mínar sýna að konunum sem kærðu nauðgun, í sveitarfélögum sem þær ólust upp í, var refsað af samfélaginu með útskúfun og eða líkam- legu ofbeldi. Guðrún Katrín Jóhannesdóttir 1 7 . m a Í 2 0 1 6 Þ r I Ð J u D a g u r12 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 1 7 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 7 2 -1 4 D 4 1 9 7 2 -1 3 9 8 1 9 7 2 -1 2 5 C 1 9 7 2 -1 1 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.