Fréttablaðið - 17.05.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.05.2016, Blaðsíða 24
Emma Stone skipti rauðu lokkunum út fyrir dökka þegar hún mætti í Met Gala veisluna á dögunum. Lana Del Rey skipti dökkbrúna litnum út fyrir rauðari tóna. Kristen Stewart kaus ljósan lit fyrir árið 2016. Margar stjörnur skipta um hár- lit eins og við hin um nærfatn- að. Leikkonurnar Kirsten Stew- art og Emma Stone og söngkonan Lana Del Rey eru á meðal þeirra sem skarta nýjum lit og klippingu þessa dagana.  Skipt um lit Ágúst Birgisson lýtalæknir segir að á undanförnum árum hafi venjuleg húðslípun með demants- bor vikið fyrir laser-tækni. „Húðs- lípun hefur verið gerð með dem- antsbor eða -slípara. Þá eru ystu lög húðarinnar slípuð niður. Ég nota staðdeyfingu eða svæfingu ef það þarf að fara djúpt í húðina. Við gerum þetta við fínar hrukk- ur eða hrjúf ör, allar misfellur í húðinni. Það næst yfirleitt mjög góður árangur með slípun. Oft- ast þarf bara að koma einu sinni en einstaka sinnum þarf að endur- taka meðferðina eftir nokkra mán- uði. Lýtalæknar fara mun dýpra í húðina en gert er á snyrtistofum. Þannig náum við mjög góðum ár- angri,“ útskýrir Ágúst. Slípun eftir bólur „Að undanförnu hefur laserinn komið mikið í staðinn fyrir húð- slípun. Það er hægt að gera svip- aða hluti með laser og slípara eða bor. Oft vinnur maður fyrst með laser en ef það dugar ekki er not- aður demantsbor. Laser-tæknin hefur tekið þetta nokkuð yfir því sú aðferð hefur reynst vel. Það er hægt að vinna með húð kvenna og karla. Annars er mjög misjafnt eftir húðgerð hvað er hægt að gera og hvernig,“ segir Ágúst ennfremur. „Þunna og viðkvæma húð er ekki hægt að slípa jafn mikið niður og grófa húð. Algengasti aldur fólks sem biður um húð slípun er 18-22 ára. Aðallega er þá verið að slípa eftir bólur. Eldra fólk vill losna við hrukkur í kringum munn og augu, oft sem hafa myndast vegna reykinga. Flestir vita að reyking- ar skaða húðina.“ Að mestu hættulaust Ágúst segir að fólk sjái fljótt mun á sér eftir húðslípun. „Fyrst á eftir er húðin léttblæðandi og sár, eftir tvo þrjá daga verður hún rauð. Það tekur síðan nokkrar vikur fyrir húðina að jafna sig og á meðan er ekki hægt að fara til dæmis í sól- bað. Meðferðin er hættulaus en ef það er farið of langt ofan í húðina getur myndast ör. Þess vegna ætti alltaf að leita til fagmanna. Lækn- irinn sér strax um hvaða húðgerð er að ræða.“ Ágúst segir að færri leiti til sín í húðslípun eftir að laser-tæknin fór að ryðja sér til rúms. Laser- þjónusta er ekki veitt í Domus Medica þar sem hann starfar. Húðsjúkdómalæknar eru frekar með laser heldur en lýtalæknar, að sögn Ágústs. Bolli Bjarnason hjá Útlitslækningu vinnur mikið með laser og eins er unnið með laser á Húðlæknastöðinni á Smára- torgi. „Stundum á laser betur við en demantsslípun og stundum ekki. Það þarf að vega og meta hjá hverjum og einum. Það er minna inngrip þegar laser er notaður og léttari deyfingar.“ Húðslípun með laser er árangursrík Ástæður þess að fólk fer í húðslípun geta verið margvíslegar. Ungt fólk leitar sér hjálpar þegar ljót ör myndast í andliti, til dæmis eftir unglingabólur. Eldra fólk er frekar að sækjast eftir að losna við ör eða hrukkur. Ágúst Birgisson lýtalæknir. Húðslípun gerð með laser af húðlæknum hefur mikið til tekið við af húðslípun lýtalækna með demantsbor. NÝTT VOLUPTUOUS FALSE LASH EFFECT MASKARI NÝR byltingarkenndur SPÍRALLAGA BURSTI sem LYFTIR, aðskilur og þykkir augnhárin. Endi burstans auðveldar að ná til allra minnstu augnháranna. Opnari ásýnd augnana. www.maxfactor.is www.medico.is ÚtLit oG fEGuRð Kynningarblað 17. maí 20164 1 7 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 7 2 -3 7 6 4 1 9 7 2 -3 6 2 8 1 9 7 2 -3 4 E C 1 9 7 2 -3 3 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.