Feykir


Feykir - 06.12.2006, Page 5

Feykir - 06.12.2006, Page 5
45/2006 Feykir 5 Aftur í liðna tíð XXII :: Hörður Ingimarsson skrifar Gamli póstbáturinn Drangur Með mjólkina, póstinn og fólkið til Siglufjarðar íslenskt þjóðlíf snerist að stór- um hluta um síldveiðar á fjTri hluta síðustu aldar og raunar fram yfir rniðja öldina. Siglu- tjörður var sem suðupottur athafiiasemi og mannlífs. Verðmætasköpunin var með ólíkindum og dró til sín fölk úr öllum áttum. Engin sveit lagði til annan eins fjölda fólks hlut- fallslega og Fljótamenn, enda fáir á Siglufirði í dag sem ekki geta rakið til tengsla í Fljótin. Allar samgöngur við Siglu- fjörð sem máli skiptu um síldveiðitímann voru sjóleiðis með strandsiglingum ríkisins og póstbátunum alveg þar til vegasamband komst á við Siglufjörð árið 1946. Mikilvæg aðföng sem til Siglufjarðar bárust komu mörg hver frá Akureyri og Sauðárkróki svo þessir bæir nutu rnjög góðs af umsvifunum á Siglufirði. Þetta er umgjörðin um reksturinn og þörfina fyrir flóabátinn og póstbátinn Drang og aðra báta sem þjónuðu fyrr á tíð. Fastar ferðir Drangs Urn miðja síðustu öld var gamli Drangur í föstum ferðum frá Akure)TÍ urn Eyjafjarðarhafitir til Grímseyjar og Siglufjarðar. t vestri var endahöfnin á Króknum en KEA og KS skiptu með sér mjólkursölunni til Siglufjarðar. Þar var þá fjöl- menni, um og yfir 3000 íbúar og fjölgaði stundum tvöfalt - jafnvel þrefalt - yfir síldartím- ann. Þessu öllu fylgdi iðandi mannlíf, ungt fólk, laust og liðugt, að koma og fara. Það var einhver gleði og seiður sem fylgdi gömlu póst- bátunum. von um ævintýri og bættan hag er silfLir hafsins var í augsýn. Um ntarga áratugi var póst- báturinn nánast eini tengi- liðurinn milli Akureyrar, Siglu- fjarðar og Sauðárkróks. Kornið var víða við, svo sem í Haga- nesvík og á Hofsósi. Fyrstu þrjá áratugi síðustu aldar fór fólk oftast sjóleiðina til Siglufjarðar með litlum bátum og stórum. Reglubundnir póst- flutningar hófust 1935 og það sama ár voru teknar upp sér- leyfisferðir til Haganesvíkur, sem stytti sjóferðina f)TÍr marga. Uppúr 1920 höfðu þó verið talsverðir póstflutningar sjó- leiðis. Skagfirðingar í síldina Fjöldinn allur af Skagfirðingum hafði sótt til Siglufjarðar í síldina áður en vegurinn kom til yfir „Skarðið”. Elestir ferðuðust nteð bátum, sumir gengu úr Eljótum. Sumarið 1938 var saltað í rneira en 250 þúsund tunnur síldar á Siglufirði og var það um 32% af heildarútflutn- ingi íslendinga það árið. Á söltunarstöð Ingvars Guð- jónssonar var saltað í 29.536 tunnur og árið 1932 saltaði Ingv'ar á Kveldúlfsplani 42.000 tunnur. Lengi var gert út togskip frá Sauðárkróki er bar nafh Ingvars - var það farsæl útgerð. Þyrnum stráð saga Saga póstbátanna fyrir mið Norðurlandi er þyrnum stráð og ekki óhappalaus enda voru bátarnir smáir og tæpast til mannllutninga þegar veður gerðust válynd. Þengill ÞH229 var í mjólkur- og póstflutningum frá Sauð- árkróki til Siglufjarðaró. febrúar 1939. Báturinn hafði viðkomu á Hofsósi og veður þá mjög versnandi aðfaranótt 7. febrúar. Báturinn fórst að talið var við Almenningsnöf en brak úr honum fannst framan við og á fjörum við Dalabæ í Úlfsdölum. „Þengill” var sendur þessa för í afleysingum þar sem „mjólkur- báturinn” var í viðgerð. Frásögn er um þetta slys í Skagfirðinga- bók 1994. Níu fórust í slysinu. Páll Jónsson frá Kambi í Deildardal missti af Þengli og först því ekki með bátnum. Sjá nánar áðurnefhda heimild í Skagfirðingabók. Athafnamaðurinn SkaftiáNöf Skafti á Nöf Stefánsson, liðlega fertugur útgerðarmaður á Siglufirði, hóf reglubundnar siglingar árið 1935 á Skaga- fjarðarhafitir. Þetta er sama árið og Mjólkursamlagið á Króknum tók til starfa en flutningar á mjólkinni skiptu sköpum um arðsemi flutninganna. Alþingi veitti nokkurn st)Tk, allavega í upphafi. Bátarnir sem Skafti notaði voru á bilinu 8-31 tonn og voru í ferðum árið um kring fram á vorið 1943 en Skipaútgerð ríkisins sá um flutningana að vetrinum 1943 og fram á árið 1945. Skafti var með báta að sumarlagi til ársins 1947. Skafti var einstaklega farsæll við allt sem hann tók sér fyrir hendur en hann var kenndur við Nöf á Hofsósi. Skafti, togari Útgerðar- félags Skagfirðinga, það farsæla skip, bar nafit hans. Meðal afkomenda Skafta er Jón alþingismaður og hans börn, Gestur hæstaréttarlögmaður og Helga sveitarstjóri fyrir austan. Breyttir tímar Frarn að þessum tíma 1947, er Skafti hætti flutningunum, voru samgöngur fyrir fólk og vörur að langstærstum hluta með bátum og skipum. Þó voru farnar þekktar gönguleiðir til Fljóta um „Skarðið” og um Botnaleið. Til gamans skal þess getið að tuttugu árum seinna eða 10. nóvember 1967 voru Strákagöng opnuð til umferðar og breyttu öllum samgöngum til Siglufjarðar. Hafa ber í huga að fyrsti áætlunarbíllinn komst yfir Siglufjarðarskarð 27. ágúst 1946 og árið eftir 1947 hófust fastar rútuferðir frá Króknum í tengslum við gömlu Norður- leið svo lengi sem „Skarðið” var fært fram á haustið, enda taldist vegurinn þá fullgerður. Drangur á Króknum Það var mikið sport á unglingsárunum að fara út á Eyri er póstbáturinn Drangur kom, en hann Iét oft vita af komu sinni með flauti úr eimpípu sinni enda ekki talstöðvar á hverju strái til samskipta og lengra til gemsans en til tunglsins á þessum árunt. Það var ró yfir Bjarti (Guðbjarti Snæbjörnssyni) í brúarglugg- anum og reisn sem ósjálfrátt var borin virðing fyrir er lagst var að bryggju. Stundum var Steindór Jónsson skipstjóri en það rennur saman í minningunni hvor þeirra stóð í brúnni hverju sinni. Toni kokkur aftarlega í gang- inurn tók menn tali, notalegur maður. Hann átti þekkta syni á Króknum með Huldu Gísla- dóttur Ólafssonar skálds frá Eiríksstöðum. Toni átti heima á Króknum hjá Lóla (Sigurði) syni sínum síðustu æviár sín og til æviloka. Toni hét nú raunar Anton Ingimarsson, bjó á Siglufirði og var ættaður af Höfðaströndinni. Að jafnaði var sjö manna áhöfh á „Gantla” Drang. Tveir vélstjórar, t\'eir hásetar, kokkur, stýrimaður og skipstjóri. En snúum okkur að Króksurunum sem tóku á móti Drangi. Þeir drógu nú ekki af sér Jón sveitamaður Magnússon og Árni Jónsson í Skriðu ásamt fylgdarliði að afgreiða bátinn. Allt fumlaust. Svo fór fólk frá borði og aðrir um borð. Stundum glæsileg ungmenni Drangur í Akureyrarhöfn. Eigandi myndar: Snæbjörn Guðbjartsson á Hofsósi. „ Gamli" Drangur var smíðaður í Noregi 1902 úr stáli, 74 brúttólestir og mikið stækkaður 1930. Hét upphaflega Olaf EA210 en síðar Eldey EA210. Frá árinu 1945 fékk það nafnið Drangur EA210 og 1946 var sett ískipið 200 ha Kahlenberg vél. „ Gamli" Drangur var tekinn afskrá 8. júlí 1960 og seldur til niðurrifs. „Gamli" Drangur var virðulegt skip með „sál' frítt skip á siglingu með lóðrétt tígulegt stefni, grátt að lit með hvíta brú. Pað fylgdi mikil öryggiskennd að sigla með þessu skipi.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.