Feykir


Feykir - 21.02.2007, Síða 4

Feykir - 21.02.2007, Síða 4
4 Feykir 08/2007 Bjarni Egilsson skrifar Skólamál í austan- verðum Skagafirði Á heimasíðu sveitarfélagsins 13. 2. s.l. birtist frétt um samþykkt fræðslunefndar á lausn skólamála út að austan. Vísað er til mikillar greinargerðar sem fylgir samþykktinni. Þar hælir meirihlutinn sér af samráðshæfileikum sínum og góðum vinnubrögðum. Afþessu tilefni er rétt að fara yfir það hvernig meirihlutinn hefur gengið fram í þessu máli. Það er ein sorgar saga. Aó spara 30 milljónir Á vinnufundi sveitarstjórnar 27. nóv. s.l. leggurmeirihlutinn fram sem trúnaðarmál róttækar hugmyndir að breyttu skipulagi skólamála út að austan. Þar skyldi spara allt að 32 milljónir króna á ári. Á sveitarstjórnarfundi hinn 30. nóv. s.l. leggur meirihlutinn fram tillögu að tjárhagsáætlun fyrir árið 2007 til fyrri umræðu. Á þessum tímapunkti eru allar tillögur sem snerta tjárhagsáætlunina orðnar opinberar tillögur meirihlutans. Þar eru fjár- framlög til skólamála út að austan ntiðuð við áður nefndar hugmyndir og fólu þær m.a. í sér, að kennsla 1.-4. bekkjar færi fram í Sólgörðum og á Hólum, en kennsla 5-10 bekkjar á Hofsósi. Hvernig spara átti 32 milljónir með þessum æfingum hefur aldrei verið upplýst. Samráðið Á þessum sveitarstjórnarfúndi hóf fulltrúi Sjálfstæðisflokks, Sigríður Björnsdóttir, rnáls á málefnum skólana út að austan. Hún hatði uppi efasemdir um þetta fyrirkomulag gagnvart börnum og foreldrum, auk áhritá þess á svæðið sem bú- setukost fyrir barnafjölskyldur. Viðbrögð forsvarsmanna meirihlutans við því voru vægast sagt undarleg og ekki í anda samráðs við einn eða neinn. Formaðurbyggðaráðsog forseti sveitarstjórnar brugðust hart við og sökuðu Sigríði um trúnaðarbrot. Að voga sér að ræða opinberlega hvað lá að baki opinberum tölum í tillögu að fjárhagsáætlun. Við fúlltrúar Sjálfstæðisflokksins ásamt fúlltrúa Vinstri grænna mótmæltum því harðlega að hér væri verið að bregðast trúnaði. Enda sjá það allir að fjárhagsáætlun er opinbert plagg og allar tölur tala sínu máli. Skilaboð meirihlutans voru einfaldlega að opinber umræða og samráð um breytingar í skólamálum út að austan áttu ekki að vera leyfilegar af þeirra hálfu. Hér átti allt að fara í gegn með leynd og fólk svo að standa frammi fyrir orðnum hlut. Neydd í samráð Á milli umræðna um fjárhagsáætlun boðuðu tals- menn meirihlutans skyndi- lega til fúnda með foreldrum og kennurum á svæðinu út að austan. Formaður byggðaráðs og oddviti framsóknarmanna hefúr gefið þær skýringar að meirihlutinnhafiveriðtilneyddur að boða til þessara fúnda vegna þess að sveitarstjórnarfúlltrúar minni-hlutans hafi lekið upplýsingum urn fýrirhugaðar breytingar til íbúa á svæðinu. Meirihlutinn afsakaði sig fýrir að hafa þurft gripa til þessara fundahalda vegna trúnaðarbrota minnihlutans. Þetta er hið rómaða sarnráð hins “mjúka meirihluta.” - Nei slíkt var og er ekki á dagskrá á þeim bæ! Á þessum fundum kom fram harðvítug andstaða með áform meirihlutans. Samráðið breytti engu Þann 14. des. er tillaga að fjárhagsáætlun fýrir árið 2007 lögð fýrir sveitarstjórn og samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Þar er enn gert ráð fýrir upphaflegum tillögum meirihlutans varðandi fjárframlög til skólamála út að austan. Engu breytt frá upphaflegum tillögum og málið stefndi í ógöngur. Tillaga að lausn Þann 11. janúar lögðu sjálfstæðismenn fram tillögu í sveitarstjórn sem fól í sér ásættanlega millileið til lausnar á skólamálum út að austan til þriggja ára. Þar sem lagt er til að ákveðin grunnþjónusta verði á hverjum stað fýrir börn upp í 6. bekk. Eldri börnum kennt á Hofsósi og kannað hvort faglegur og fjárhagslegur ávinningur fælist í því að setja alla skólana undir einn skólastjóra ásarnt því að gera kröfu til stjórnenda að hagræða í sinni stofnum. Stefnumótun til framtíðar varðandi kennslu eldri barna yrði að ráðast af íbúaþróun á svæðinu. Sveitarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til fræðslunefndar. Skautað framhjá tillögu sjáifstæðis- manna Áður en tillaga sjálfstæðis- manna var tekin fýrir í ffæðslunefnd boðuðu fulltrúar meirihlutans til fundar á Hofsósi og boðuðu nýjar tilskipanir af þeirra hálfu. Sama var einnig kynnt á fundi sem foreldrar á Hólum og nágrenni boðuðu til. Þar voru gerðar rniklar athugasemdir við allan málatilbúnað meirihlutans. Á fundi fræðslunefndar 31.janúar lögðu fulltrúar meirihlutans fram tillögu um nýtt fýrirkomulag grunnskóla í austanverðum Skagafirði, sem þeir samþykktu. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndini sat hjá við afgreiðsluna. Tillaga sjálfstæðismanna, sem með formlegum hætti er vísað frá sveitarstjórn til fræðslunefndar, var aldrei tekin fyrir. - Enn í lausu lofti Svona eru vinnubrögðin í hnotskurn. Þessi nýja sam- þykkt meirihlutans er í stórum dráttum sveigð að tillögu Sjálfstæðismanna, - nema, að skilið er eftir gat sem felur það í sér að skólastjórinn, sem nú verður einn út að austan, hefur vald til að breyta skipulagi kennslu á hverjum stað eftir því sem hentast þykir. Ekkert fast skipulag er nú fyrir hendi varðandi skólahald á svæðinu. Foreldrar eru skyldir eftir algerlega í lausu lofti eftir allt þetta baks og sýndarfundi. Ennvantarframtíðarstefnu- niótun um fýrirkomulag á grunnþjónustu í fræðslumál- um á svæðinu sem treystir einstaka hluta þess og jafnfr amt svæðið í heild sent búsetukost fýrir ungt fólk. Vinnubrögð meirihlutans Sjálfstæðismenn eru sammála því að hagræðingar er þörf í skólamálum í Skagafirði, en tilburðir meirihlutans varðandi hagræðingu í skólamálum á svæðinu út að austan hafa verið með miklum endemum og ekki séð fýrir endann ennþá. Samkvæmt nýjustu fréttum, þar sem lýræðislegu samráðsflokkarnir Samfylking og Framsókn leiddu ráðningu í nýja skólastjórastöðu til lykta á klíkufundi í bakher- bergi. I stað þess að auglýsa stöðuna opinberlega og meta síðan umsækjendur á jafnréttisgrundvelli út frá faglegum forsendunt. Þessir stjórnunarfimleikar meirihlut- ans eru skólabókardæmi um það hvernig stjórnmálamenn eiga ekki að vinna. Það er vilji þeir láta taka sig alvarlega og ná árangri. í þessu rnáli og mörgum öðrum hefur sveitarstjórn- arfulltrúum meirihlutans verið tíðrætt um samráð. Þeirra sýn á samráð virðist vera að taka ákvarðanir fýrir luktum dyrum og halda síðan fýrirlestra yfir fólki eftirá um hvaða skoðanir það á að hafa. Eftir það á svo að segja, allir saman, allir með. Á ábyrgð meirihlutans Við sveitarstjórnarfúlltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsum því yfir að aðgerðir í skólamálum út að austan eru algerlega á ábyrgð meirihluta Framsóknarflokks og Samfýlkingar í sveitarstjórn Skagafjarðar. Bjarni Egilsson Franch Micheisen skrifar 150 ár frá fæðingu Roberts Baden-Powell Á morgun er 22. febrúar, en þann mánaðardag árið 1857 fæddist í Englandi Robert Baden-Powell, upphafsmaður og stofnandi skátahreyf- ingarinnar. Já, 150 ár eru liðin frá fæðingu Baden- Powell, sem er án efa mesti æskulýðsleiðtogi heims, fyrr og síðar. Kona hans Olava átti einnig afmæli 22. febrúar, en all nokkur aldursmunur var á þeim hjónum. Robert Baden-Powell varð tvisvar heimsfrægur. Fyrst sent hershöfðingi og sigurvegari í Búastríðinu, og var þá hylltur urn allan heim. Svo varð hann aftur heimsfrægur er hann stofnaði skátahreyfinguna 1907, eftir að bók hans Scouting for boys kom út. í ár eru 100 ár síðan skátahreyfingin hóf göngu sína urn heiminn.Til Islands barst hún 1912 og til Sauðárkróks 1929. Á Islandi eru nú rúmlega þrjú þúsund starfandi/virkir skátar en 38 milljónir í heiminum öllum. I janúar 1912 fór Baden- Powell í sína fýrstu heimsreisu, til að kanna útbreiðslu skátahreyfingarinnar unr heiminn. Allstaðar fékk hann fagnandi móttökur. I þessu ferðalagi gerðist óvæntur atburður, er átti eftir að breyta lífi hans verulega. Hann fór yfir Atlantshafið með skipinu „Arcadian". Þar hitti hann í fýrsta sinn Miss Olave St. Clair Soames. Áður en ferðin var á enda hafði hann beðið hennar og hún tekið bónorði hans. Þau urðu þó ásátt um að gefa ekki út opinbera tilkynningu þar um, fýrr en hann hafði lokið heimsreisu sinni. Þau giftu sig 30. október 1912. Drengjaskátarnir stofúuðu til penny-söfnunar og gáfú þeim bíl í brúðkaupsgjöf. Þau hjón eignuðust þjú börn; Peter 1913, Heather 1915 og Betty 1917. Baden-Powell hét fullu nafni Robert Stephenson Smyth Baden-Powell. Hann var útnefndur Chief- Scout of the World 6. apríl 1920. Þeirr nafnbót hélt hann til dánardags 8. janúar 1941. Baden-Powell var heiðraður á margan hátt. Hann aðlaður árið 1929 af Georg VI konungai Bretlands sem Lord Baden-Powell of Gilwell, var gerður að heiðurborgar London árið 1929 og um ævina fékk Baden- Powell yfir 28 heiðursmerki auk heiðursnafnbótar ffá sex háskólum. Baden-Powell var jafúframt rithöfundur og skrifaði 32 bækur tengdar skáturn og skátastarfi. Margir af leiðandi mönn- um Bretlands og margra annara landa hafa stutt skátahreyfinguna í orðum og gjörðum. Meðal þeirra er Lord Kitchener lávarður, sem eitt sinn, er hann hélt ræðu í Leicestershire, sagði setningu sem off hefir verið vitnað til: „Það er eitt sem ég vil sérstaklega innprenta ykkur.“ „Eitt sinn skáti ávallt skáti.“ Já þetta er setning sem hefir lifað og mun lifa. Skátafélagið Eilífsbúar á Sauðárkróki mun taka þátt í hinum stórkostlegu hátíðar- höldum er frarn fara um alla heimsbyggðina í tilefni þessara afmæla. Með skátakveðju, Franch Michelsen Heiðursfélagi Skátafélagsins Eilífsbúa

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.