Feykir


Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 2

Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 2
2 Feykir 32/2007 Leikskólamál Blönduós 30 börn á biðlista Á fundi Fræðslunefndar Skagafjarðar í síðustu viku kom fram að rúmlega 30 börn séu á biðlista eftir leikskólaplássi á Sauðárkróki. Þá kom fram að biðlisti er eftir leikskólana í Skagafirði þegar plássi við Birkilund í starfsemin verður komin á Varmahlíð. Áætlað að rnilli fullt í september. 210 og 220 börn verði við smáauglýsingar... Hvolpur fæst gefíns Fimm vikna gamall tikarhvolpur fæst gefins.Þetta erblendingurjoreldrar mjög Ijúfir og góðir. Upplýsingarí síma 4671054. Til sölu Vettlingar i ýmsum stærdum og gerðum. Lilja, Kambastíg 2 n.h. Simi 453 5671 Sendið smáauglýsingar til birtingar á feykir@nyprent.is Leiðari Að snúa vörn í sókn Ég hefsvolítið verið cið hringja íjyrirtæki á höfuðborgarsvæðinujá og í ráðuneyti, þessa dagana í leit að auglýsingum. Kurteisir markaðsmenn eru fljótir að missa heyrnina þegarþeir heyra hvaðan ég er og svara ífljótheitum. Nei, veistu við auglýsum bara í stóm fríblöðunum. Fyrirtæki sem við hér úd á landi verslum daglega við, neita að auglýsa á okkar svæði og auglýsa þess í stað í Fréttablaðinu og Blaðinu, miðlum sem ekki er dreift inn á heimili á okkar svæði. Ég verði að viðurkenna að eftir mörg svona símtöl í röð varð ég mjög hugsi. Sérstaklega eftir að hafa talað viðforsætisráðuneytið og fengið þessi sömu svör. Égfór alvarlega að velta þvífyrir mér hvort við værum búin að tala okkur svo mikið niður að það værifarið að smita útfrá sér. Erum við sjálfbúin að tala okkursvo mikið niður út á við að við erum ekki einu sinni metin að verðleikum sem neytendur? Eru mennfarnir að falla íþá gryfju að telja að hjá okkur séfákeppnin svo mikil aðþaðþurfi ekki að auglýsa?Hér sé eymdin svo mikið að við leggjum bara inn og tökum út og verslum ekkert umfram það? Ég hefverið hugsi yfirþví hvernig við getum snúið vörn i sókn og snúið hinni neikvæðiþróun hagvaxtar og kjara okkur í vil. Getum við með brostækninni og jákvæðninni að vopni horft stoltframan í heiminn og sagt við érum líka fólk? Við erum líka neytendur, hér er gott að búa og hér ríkir ekki eymdin ein. Þessi skilaboð getur enginn sent nema við sjálf. Er ekki kominn tími tilþess að hætta öllum hrepparíg, setja ífimmta gírinn og stefnafi-am á við? Segja öll í kór: -Norðurland vestra best í heimi! Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 8982597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Úlgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt I Sauðárkróki Póstfang Fcykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Arni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, Olafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. ttitstjóri & óbyrgðarmaður: Duðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Sími 455 7176 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Pórarinsson, Bagnhildur Friðriksdóttir. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325krónurmeð vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Simi 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Sundlaugin komin á teikniborðið Framkvæmdahópur um byggingu sundlaugar á Blönduósi kynnti á fundi sínum á dögunum tillögur varðandi mögulega kostnaðarútreikninga á mannvirkinu. Frumdrögin voru teiknuð hjá Stoð ehf. verkfræðistofu og kynntu þeir Eyjólfur Þórarinsson og Magnús Ingvarsson þau fyrir aðilum hópsins. Annars vegar er um að ræða þar sem aðstaða til miðasölu og tillögu A sem gerir ráð l'yrir innilaug sem yrði 16,67m x 10,5m. Dýpri endi laugarinnar yrði 1,6m á dýpt. Gert er ráð fyrir því að byggt yrði ffaman við núverandi anddyri íþróttahúss afdreps fýrir gesti yrði. I bogadregnu ffamhaldi af því kæmu útiklefar til búnings- aðstöðu. Teikningin gerir ráð fyrir veglegu útisvæði nteð saunaklefa, stórri rennibraut, Styrkja tómstundastarf barna og unglinga Skagaströnd gefur út fristundakort Hreppsnefnd Hofðahrepps samþykkti a fundi sinum þann 27. ágúst sl. tillögu lagóa fram af Adolfi Berndsen þess efnis að gefið skuli út frístundakort fyrir alla einstaklinga á grunnskólaaldri í sveitarfélaginu. Frístundakortið mun ná til starfsemi íþróttafélaga og skipulagðs félags- og tómstundastarfs sem stendur í 6 vikur eða lengur og er greitt fyrir með þátttökugjöldum. Kortið getur náð til allrar frístundaiðkunar þ.m.t. tónlistar- og listnáms. Þá gerir sveitastjórn kröfú um að starfsemin sem frístundakortið nái yfir sé viðurkennd af sveitarstjórn og um hana veittar allar þær upplýsingar sem óskað er eftir. Frístundakortið verður að upphæð kr. 15.000,- fyrir tímabilið 1. september 2007 til 31. ágúst 2008. Foreldrar munu þó áfram greiða fyrir námskeiðið og korna því næst með kvittun á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem þeir fá endurgreitt allt að kr. 15.000,- gegn kvittun fyrir frístundastarf barna sinna. Línur eru að skýrast í grunnskólastarfi ISkagafirði Vel gekk að manna stöður Á fundi Fræðslunefndar Skagafjarðar í síðustu viku voru lagðar fram til kynningar upplýsingar um væntanlegan nemendafjölda í grunnskólum fjarðarins komandi skólaár. í Árskóla verða 406 börn, í Varmahlíðarskóla verða 133 börn, á Hofsósi verða 52 börn, á Hólum verða þau 24 og á Sólgörðum verða 14 börn. Um er að ræða fækkun um einn bekk í Árskóla og einnig lítillega fækkun í Varmahlíð. Fjölgun á Hofsósi og Sólgörðum en fækkun að Hólurn. Á sama fundi voru lagðar franr tillögur frá Jóni Hilmarssyni skólastjóra grunnskólans Út að austan um skipulag skólastarfsins eftir sameiningu skólanna. Lagt er til að 1. - 7. bekkur verði á Hólum næsta vetur. Er það gert vegna fækkunar nemenda á Hólum og til að styrkja eldri deildina þar. Þetta kemur sér einnig vel fyrir skólann á Hofsósi vegna fjölgunar nemenda þar. Hér er aðeins verið að nýta betur starfskrafta skólans án þess að það leiði til kostnaðarauka. Fræðslunefnd samþykkti tillögu skólastjóra. Þá kom fram að starfs- mannamál stæðu vel í grunnskólum á svæðinu og hefðu skólastjórar ekki lent í teljandi vandræðum með að rnanna stöður sínar. Þá er réttindahlutfall hátt og enn nokkrir í réttindanámi sem mun skila sér inn í skólana. tveimur heitum pottum og vaðlaug. Hins vegar er um að ræða tillögu B sem gerir ráð fyrir útilaug sem yrði 25m x 8m. Byggð yrði tengibygging milli íþróttahúss og laugar með þeim hætti að unnt yrði að fara ofan í laugina innandyra. Útisvæði, anddyri og útklefi yrði nteð svipuðum hætti og í fyrri tillögunni. Rætt var um möguleika þess að byggja einhvers konar skyggni með norðurhlið útisundlaugarinnar. Samþykkt var að tá kostnaðar- útreikninga á tillögurnar, sem og sfy’ggni líkt og rætt var um. Alexandra Orðin íslendingur Svæðisútvarp Norðurlands greindi frá því í fréttum sínum sl. mánudag aó óperusöngkonan Alexandra Chernyshova, sem búsett er á Hofsósi, hafi fengið íslenskan ríkisborgararétt. Tilkynnt var um ríkisborgararéttinn á sýningu Óperu Skagafjarðar á La Traviata á Akureyrarvöku um liðna helgi. Þegar tilk)'nnt var um ríkisborgararéttinn í lok sýningarinnar á Akureyri, risu gestir úr sætum og samfögnuðu Alexöndru með innilegu lófaklappi. Gagnaveita Skagafj. Fram- kvæmdir hafiiar Gagnaveita Skagafjarðar og Vodafone hafa gert með sér samkomulag um aðgang Vodafone með þjónustu sína, inn á kerfi Gagnaveitunnar. Eitt af þeim verkum sem Gagnaveitan þarf að vinna til að svo megi verða, er að tengja ljósleiðara sem Vodafone á í Símstöðinni, við dreifikerfi Gagnaveitunnar. Hafist var handa við það verk í vikunni og eru það Vinnuvélar Símonar sem sjá um verkið ásamt tækni- mönnum Gagnaveitunnar í Tengli ehf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.