Feykir


Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 8

Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 8
8 Feykir 32/2007 vikum fyrir brúðkaupið og var dagsetningin meira valin af praktískum ástæðum en rómantískum. -Tvö barna minni voru að fara til útlanda í nám innan fárra daga og þar sem móðir mín varð sjötug þann 3. ágúst voru systur mínar sammæðra staddar á landinu en þær búa allar erlendis. Tímasetningin hentaði því mjög vel. Við höfðum samband við séra Sigríði og báðum hana að gefa okkur saman og það er gaman frá því að segja að þessi athöfn var sú fyrsta sem hún framkvæmdi eftir að hún vissi að hún fengi brauðið hér, segir Guðmundur. Við höfðum kynnst sr. Sigríði lítillega þegar hún leysti af sem prestur hér á Sauðárkróki í fyrra. í mínum huga kom enginn annar prestur tii greina eftir að hún hafði heillað mig alveg upp úr skónum með predikun sem hún flutti í rnessu við upphaf Sæluviku nú í vor. Þarvar hún svo djörf að leggja út frá því viðkvæma efni samkynhneigð og gerði það af nærgætni og að mínu viti af einstakri snilld, segir Guðmundur og brosir. Var í sveit i Brekku Þið völduð að gifta ykkur í Víðimýrarkirkju. Hvernig kom það til? -Ég hafði komið í kirkjuna sem krakki þegar ég var í sveit hjá hjónunum í Brekku þarna rétt hjá. Það er eitthvað við kirkjuna sem heillaði okkur bæði og þar sem brúðkaupið var ekki stórt í sniðum ákváðum við að hafa athöfnina þar. Við sjáum alls ekki eftir því og munum minnast þessarar stundar í þessari fallegu litlu kirkju. Athöfnin var yndisleg, látlaus og virðuleg í senn. Einungis voru kertaljós logandi í ljósakrónum nema hjá söngvurum og organista, þau fengu að hafa eitt rafljós til að sjá á nóturnar. Andrúmsloftið var því mjög hlýlegt og gaf athöfninni notalegan blæ. Stefán Ólafsson lék á orgelið og þau sungu fyrir okkur af einstakri snilld, Álftagerðisbróðirinn Sigfús Pétursson og hún Sigurlaug Vordís. -Staðarhaldarar í Víðimýri.þauSigríðurogOrri, eiga líka þakkir okkar skildar, bætir Kristín við og leggur áherslu á orð sín, því auk þess að hafa kirkju reiðubúna opnuðu þau heimili sitt fyrir okkur til undirbúnings fyrir athöfnina og voru einstaklega ljúf og hjálpleg í alla staði. Eftir athöfnina héldu brúðhjónin nýgiftu í Glaum- bæ, hvert annað, þar sem slegið var upp brúðkaupsveislu að “handan vatna hætti” -Athöfnin var síðari hluta dagsins þannig að þegar við komum að Glaumbæ var komið fram yfir lokun safnsins og áttum við staðinn út af fyrir okkur. Sigríður safnstjóri fór með okkur og gestina í sýnisferð unr safnið og síðan var haldið inn í Áskaffi þar sem Herdís, systir hennar, og samstarfsfólk tók á móti okkur með kampavín á glösum. í hönd fór yndisleg veisla í hlýlegu andrúmslofti Áskaffis. Við erum bæði mjög hrifin af þessari hugmynd þeirra systra að halda í þetta gamla og bjóða ferðafólki upp á þjóðlegan mat í þessu fallega umhverfi. Það kom því ekkert annað til greina en halda veisluna þarna. Gestirnir voru rúmlega 30 sem passaði alveg en setið var í öllum herbergjum hússins. Þetta var mjög notalegt stund með lifandi tónlist og söng, hreint frábærum mat og vinalegu, persónulegu viðmóti starfsfólks, segir Kristín að lokum. Nýgift og yfir sig ástfangin. ( TÖLVUPÓSTURINN ) Hjóninjón Gíslason og Eline Schrijver reka feróaþjónustuna á Hofi í Vatnsdal. Feykir sendi þeim tölvupóst og spurói frétta. Bjóöa ferðamönnum í göngur og réttir > > Hvernig kom sumarið út hjá ferðaþjónustubændum? - Sumarið hefur verið ágætt, við verðum vör við vaxandi ferðamannastraum, sífellt fleiri beygja út af hringveginum og koma fram í Vatnsdal. Margir koma á slóð Vatnsdælasögu eða bara til að skoða Vatnsdalinn og til dæmis fossana í Vatnsdalsá og Álku. Samt sem áður eru flestir okkar gestir útlendingarsem hafa bókað gistingu fyrirfram. Hvað er helst framundan? -Framundan eru göngur og réttir, og við bjóðum gestum upp á að taka þátt í gangnaævintýrinu. Þá getur fólk tekið alvöru þátt í smalamennsku og “fjárdrætti”, í stað þess að híma upp á vegg í stóðréttum og horfa á aðra vinna. Hvað kostar að taka þátt í göngum og réttum? -Dagurinn kostar 12.000- á mann, innifalið er gisting, fullt fæði og þátttaka í smölun. Kemur þetta fólk inn sem fullgildir gangnamenn eða sem aukafólk? -Þau eru aukafólk, og hafa þar með engar skyldur. En þau fá að taka eins mikinn þátt og hægt er, þeim er dreift með gangnamönnum, en ríða ekki stystu leið í einum hóp. Við tökum á móti fólki frá og með fimmtudegi 6. september, réttirnar eru síðan á föstudag og laugardag. Gangnamenn leggja hins vegar af stað í göngur nú á sunnudaginn, og eru allt upp í 6 daga í göngum. Eru þetta bara íslendingar sem eru að koma eða eru erlendir ferðamenn líka að koma í göngur og réttir? -Við höfum yfirleitt verið með erlenda ferðamenn og fáum einhverja slíka í haust, en við viljum endilega að fslendingar fari líka að uppgötva þessa upplifun. Einnig teljum við að bændur þurfi að bjóða þéttbýlisbúum upp á möguleika til þess að upplifa starf bænda, á sem jákvæðastan máta. Eruð þið sjálf með fjárbú? -Við erum með rúmlega 500 fjár á fóðrum, og nokkra tugi af hrossum. Nánari upplýsingar um búskapinn og starfsemina hjá okkur má finna á www.hof-is.com. Netfangið er hof@simnet.is Hvernig með veturinn er ferðaþjónustan hjá ykkur starfsrækt yfir veturinn? -Já, vió höfum opið allt árið, við opnuðum sumarið 2005. Hér er pláss fyrir 20 manns í rúmgóðum herbergjum, stór matsalur, heitur pottur og í raun allttil alls. Enda er það heldur farið að aukast að hér komi hópar og fyrirtæki í alls kyns ævintýraleit, eða til að eiga rólega helgi, utan hefðbundins ferðamannatíma. > >

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.