Feykir


Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 11

Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 11
31/2007 Feykir 11 Á haustin er timi uppskerunnar. Uppskeruhátíð Gott úr rabarbara og berjum Haustió í haust hefur verið gott berjahaust og í flestum görðum má finna rifsberjarunna eða rabarbara. Úr þessu fría hráefni náttúrunnar má gera dýrindis rétti og safnaði Feykir saman uppskriftum af nokkrum þeirra. Gaman væri að fá sendar uppskriftir að haustmat frá lesendum. ísréttur með rabcirbaraívafi Hráefni: 3 bollar rabarbari 1 bolli sykur ís rjómi, þeyttur súkkulaðiflögur Aðferð: Rabarbarinnerskorinn í litla bita, settur í pott með sykrinum og soðinn í nokkrar mínútur, eða þangað til allt er orðið að graut. Kælt í nokkrar mínútur. Grautnum er skipt í 2 eða 3 skálar, ísinn er settur ofan á og rjómasletta etst. Gott að strá súkkulaðiflög- um á rjómann. Rabarbarabaka eða bláberjabaka Hráeftii: 400 gr. rabarbari eða bláber 1/2 dl. hveiti 2egg 2 og 1/2 dl. sykur 150 gr. riftð marsipan Aðferð: Hita ofninn í 200°, rabarbarinn settur í bitum í smurt eldfast mót, öllu hinu blandað saman og sett yfir rabarbarann. Ofan á: 1 ogl/2 dl. hveiti 1 og 1/2 dl. púðursykur 50 gr. brœtt smjörlíki blandað saman ogsett ofan á bakað í 45 mínútur Hin sígilda rabarbarasulta 1 kg rabarbari 800 gr. sykur Aðferð: Setur rabarbarann í pott og sykurinn ofan á og lætur standa þar til sykurinn er bráðnaður að mestu, nokkra klukkutíma eða yfir nótt. Sýður svo sultuna við vægan hita þar til hún fer að dökkna og hrærir af og til í henni. Eftir því sem þú sýður hana lengur verður hún dekkri og þykkri. Setur sultuna í krukkur, kælir vel og lokar svo. Passa að sjóða sultuna ekki of liratt því þá á hún það til að verða hörð. Bláberjalíkjör Hráefiti: lkg. aðalbláber 1 kg. sykur 11. vodki Þessu er öllu blandað saman í stóra krukku. Velta þarf krukkunni á hverjum degi í 6 vikur,( geyrna krukkuna á köldum stað.) að þeim tíma liðnum má setja allt í blandara og sía þar næst hratið frá og setja líkjörinn á flöskur. Krœkiberjalíkjör Hráefni: 1500 g krœkiber, 2 vænar lúkur timjan, 500 ml. hlynsíróp, 1000 g sykur, 2000 ml. vodki Aðferð: Krækiberin og timjanið tætt vel og vandlega í blandara og síaði í gegnum grisjuklút. Safann látinn í pott ásamt sykrinunt og sírópinu, hitaði að suðu og slökkt svo undir og látið standa í um það bil 15 mín. Vodkanum er blandað saman við hratið og látinn standa í um 20 mín. og síðan síaður frá og ofan í soðið. Hratinu er hent. Sett á tlöskur og geymt eitthvað fram á aðventu. Bláberjabaka Hráefni: 100 gr. smjörlíki 100 gr. haframjöl 100 gr. sykur slatti afbláberjum Aðferð: Þurrefnum blandað vel saman, ca. helmingur deigsins settur í botn á eldföstu móti og þjappað vel niður, síðan bláber og rest af deigi mulið )'fir. Bakað við 200 gráður þar til góður litur kemur á bökuna. Þessa er tilvalið að gera í einhverju magni og setja síðan í frysti. Rifsberjahlaup 2 1/2 kg. af berjum + 1 lítri af vatni soðið saman í 20 mín. við góðan hita. Sigtað og safinn látinn standa í potti )iir nótt. Safinn mældur og í 1 lítra af safa er sett 1 kg. af sykri, látið standa í pottinun í nokkrar klukkustundir áður en byrjað er að sjóða saman. Þarna er kominn grunnur að hetðbundnu hlaupi. Hinir ævintýragjörnu geta síðan sett 4 smátt skorin chilli út í og soðið í 10 - 15 mín. áður en sett er á krukkur. Einnig er gott að setja 3 góða engiferhnausa út í sama magn en engiferið er rifið smátt og soðið með hlaupinu. ( ÚR ELDHÚSI LESENDA ) Kristín og Geir með uppskriftirnar Skyrkaka sem drengirnir elska Hjónin Geir Karlsson og Kristín Eggertsdóttir á Hvammstanga senda uppskriftir sem eru auðveldar og fljótlegar í matreiðslu. Skyrkakan er uppáhald strákanna á heimilinu og hverfur fljótt af borðum. Þau hjón skora á Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóra SSNV og Ólafíu Rósbjörgu Ingólfsdóttur kennara að taka við keflinu, en þar eru sannir matgæðingar á ferð. Forréttur Fiskisúpa með grœnmeti og osti 16 laukur 1 hvítlauksrif ‘á rauð paprika Vi grœn paprika ‘A msk. stnjör eða smjörlíki 1 msk. hveiti 4 dl. vatn 1 fiskiteningur Salt og pipar 200 gr. ftskflök þorskur/ýsa 11/4 dl. rjómi eða kafflrjómi lOOgr.jöklasalat 100 gr. rifinn ostur 1 tnsk. ferskt dill 1) Saxið lauk, hvítlauk og papriku. Léttsteikið í smjöri í potti 2) Stráið hveiti yfir, bætið vatni út í og hrærið stöðugt í. Kryddið með fiskteningi, salt og pipar 3) Roðflettið fiskinn og skerið í bita. Setjið hann út í soðið. Hleypið upp suðu og látið sjóða á lágum hita í 3-4 mín. 4) Hitið rjómann. Bræðið rifna ostinn í rjómanum og hellið saman við súpuna. 5) Skerið jöklasalatið í strimla og setjið út í súpuna ásamt söxuðu dilli. Súpan má ekki sjóða eftir það. Forréttur Kjúklingur með mangóchutney 1 gl. Mangóchutney Vi l. matreiðslurjómi 1-2 rif af hvítlauki, fínsaxaður 2 tsk. karrí 400 gr. Kjúklingabringur Olía til steikingar 1. Blandið mangó, rjóma, hvítlauk og karrí vel í skál. 2. Skerið kjúkling í bita og steikið í olíu á pönnu. 3. Bætið í mangó/rjóma- maukið og látið malla í u.þ.b. 10 mín. 4. Borið fram með hrís- grjónum og fersku salati, einnig er gott að hafa hvítlauksbrauð með. Eftirréttur Skyrkaka 250 gr. Vattilluskyr 1 egg 1 peli rjóttii 1 pk. Homblest kex 1. Homeblest kex mulið og sett í form. 2. Egg og vanilluskyr þeytt saman. 3. Rjómi þeyttur og bætt varlega út í skyrið. Síðan sett ofan á mulið Homblest kexið og látið standa í ísskáp í minnst 1-2 tíma. 4. Gott er að strá súkku- laðispæni yfir um leið og borið er fram.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.