Feykir


Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 4

Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 4
4 Feykir 32/2007 Hjalti Pálsson skrifar Skatastaða- kláfurinn Vió Skatastaði í Austurdal er ennþá mannbær kláfur á Jökulsá eystri, e.t.v. sá eini á landinu sem haldið er vel við til notkunar fyrir almenning. Hann er í svokölluðum Kláfshvammi suður og niður frá bænum og er allhá brekka af túninu niður í hvamminn. Þar var smíðaður fyrsti kláfur í Skagafirði, ætlaður til mannflutninga, um eða laust eftir 1850. Örugglega var hann kominn 1856. Fyrir því stóð Guðmundur Guðmundsson bóndi á Ábæ og kostaði sjálfur að mestu eða öllu leyti. Litlu síðar útbjó hann annan á Ábæjará. Sá galli þótti á kláfdrætti Guðmundar að í stórflóðum náði áin til hans á miðjum streng sökum slaka. Þótti þá lífshætta að fara yfir er straumurinn svalkaði upp í kláfkassann en varð þó aldrei að slysi. Það er í frásögur fært að haustið 1858 keyptu Hreppa- og Skeiðamenn þúsundkinduríaustanverðum Skagafirði eftir niðurskurð vegna fjárkláða og ráku suður fjöll. Jökulsá reyndist þá ófær en Guðmundur tók að sér að ferja allan reksturinn yfir á kláfnum og tók enga borgun fyrir. Óvíst er hvenær kláfur Guðmundar varð ónothæfur en í notkun mun hann hafa verið um hans daga (d. 1873) og líklega eitthvað lengur. " Árið 1889 eða 1890 var kláfurinn aftur settur upp en þann kláf tók af í stórflóði veturinn 1902-1903. Jakahlaup náði ldáfnum og eyðilagði kassann og kaðlana gjörsamlega. Nýr kláfur var settur upp haustið 1903 og síðan hefur lengst af 20. aldar verið fær kláfur á Skatastöðum. En þótt kláfkassinn sé tæpa 3 metra ofan við venjulegt vatnsborð árinnar hefur honum aldrei verið óhætt þegar áin r\'ður sig í jakahlaupi. Hann skemmdist mikið veturinn 2001-2002 þegar klakastífla braut timburbúkkana af stöplunum báðum megin ár. Kláfkassi og Áhugasamir allir nú, yfir svo komist bráðum þú. Hópurinn sem að verkið vann, vantar hér bara Ijósmyndarann. Talið frá vinstri: Valur Ingólfsson, Trostan Gunnarsson, Þorsteinn Kárason, Agnar Gunanrsson, Arnór Gunnarsson, Gisli Frostason, Ingimar tngimarsson, Sigurður Frostason og Ágúst Guðmundsson. vinda sluppu lítið skennnd að því sinni, hangandi í slitnum vírnum og var bjargað í land um vorið. Farið var í endurgerð hans vorið 2003. Timburbúkkar voru endursnn'ðaðir sömu gerðar niðri í sveit og 14. júní 2003 fóru átta menn á staðinn og gengu frá vírum og kassa og settu kláfinn í stand. En þessi snn'ði reyndist ekki til frambúðar. 19. desember 2006 ruddi áin sig í stórflóði, einhverju því mesta sem mælt hefur verið í ánni. Þá mun kassinn hafa verið úti á miðjum strengjum svo að jakaburðurinn náði honum og eyddi gjörsamlega. Vindutré skemmdust Skatastaðamegin og vírarnir vöfðust upp en slitnuðu ekki. Á vegunt Ferðafélags Skagfirðinga, Gangnamanna- félags Austurdals og Akra- hrepps var enn gert við kláfinn. Vírarnir höfðu undist sainan 25 vafninga og vindutré sprungið vestan megin. Gísli Frostason í Varmahlíð leysti þessi vandamál, smíðaði nýjan kláfkassa og fimmtudagskvöldið 21. júní s.l. fór hópur manna og setti kláfinn á vírana og gengu frá öllu tr)'ggilega. Er hann nú aftur í góðu lagi og ber kassinn auðveldlega fjóra menn. Hefur ferðafólk töluvert notað þetta samgöngutæki en það skal brýnt fýrir öllum að gæta fýllstu varúðar og allir sem fara á kláfnum gera það á eigin ábyrgð. Hjcilti Pálsson Er eitthvað að frétta? Hafðu samband - Síminn er 455 7176 Þú hefur alltaf góða ástæðu til að heimsækja Norðurland vestra! Á.. DOFINNI 1. september : Sauðárkrókur - SKÝRRmótið Opið mót á Hlíðarendavelli, Golfklúbbur Sauðárkróks 1. september : Sauðárkrókur - Knattspyrna Úrslitakeppni 3. deildar Tindastóll - Leiknir Fáskrúðsfirði kl. 19:00 1. september : Blönduós - Bragaþing á Blonduósi - landsmót hagyrðinga Félagsheimilinu á Blönduósi 1. september : Blönduós - Knattspyrna Úrslitakeppni 3. deildar Hvöt-BÍBol/Grótta kl. 14:00 5. september : Sauðárkrókur - Kaffi Króks-mótaröðin í golfi, Sauðárkróki. SAMTÖK SVEITARFELAGA A NORÐURLANDl VESTRA ATVINNUÞROUN Landsmót hagyrðinga Bragaþing á Blönduósi! Árlegt Landsmót hagyrðinga verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi að kvöldi laugardagsins 1. september næstkomandi undir yfirskriftinni: Bragaþing á Blönduósi. Landsmót hagyrðinga eru kvöldsamkomur með borðhaldi og þjóðlegum skemmtiatriðum, sem að hluta eru skipulögð og undirbúin, auk þess sem mótsgestir hafa fram að færa í bundnu máli. Að loknu borðhaldi er svo stiginn dans. Landsmótin eru opin öllu fólki sem ánægju hefur af góðum vísum, h\’ort sem það telur sig til hagyrðinga eða ekki! Dagskrá landsmótins á Blönduósi 1. sept: Borðhald hefst kl. 20. Húsið opnað kl. 19. Veisluréttir á hlaðborði: Forréttir; Toscanakryddað lambalæri; Kaffi og konfekt • Heiðursgestur og rœðumaður: Hjálmar Jónsson • Veislustjóri: Ósk Þorkelsdóttir • Söngstjóri: Ingi Heiðmar Jónsson • Skemmtiatriði að hœtti hagyrðinga og kvœðamanna • Dans við harmonikkuleik eftir borðhald Verð: 3800 kr. Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi 28. ágúst: Einar Kolbeinsson ek@emax.is s. 892 7172 stefan.vilhjalmsson@lbs.is hs. 462 2468, gsm 898 4475 Að sjálfsögðu er frjálst að yrkja um hvaðeina á landsmótunum en venja er að tilgreina 2-3 sérstök yrkisefni fyrirfram. I ár eru þau þessi: - Grettir: unglingavandamál? - I.öggæsla í Húnaþingi -Hvernig á hann/hún að vera (draumadísin/ draumamaðurinn)? Hvet ég sérhvcrn hagyrðing að heiðri sínum gœta og Blönduóss á Bragaþing með blöndukút að mæta. StV. Þessi Bragaþing hófust á Skagaströnd 1989 með tíu manna teiti á Hótel Dagsbrún og það síðasta var á Hólmavík 2006. Þau eru haldin til skiptis í landsljórðungunum og í Landnámi Ingólfs. í Lands- nefnd hagyrðingamóta eru Stefán Vilhjálmsson, Akur- e)TÍ, Þorsteinn Bergsson Unaósi, Ragnar Böðvarsson Selfossi, Sigrún Haraldsdóttir Reykjavík (Landnámi Ingólfs) og Jón Jónsson Kirkjubóli í Steingrímsfirði. Árlegu hagyrðingamótin hafa verið haldin á eftir- töldum stöðum: 1989 Skagaströnd, 1990 Hveravöllum, 1991 Laugum í Dalasýslu, 1992 Skúlagarði, 1993 Hallormsstað, 1994 Flúðum, 1995 Bændahöllinni, 1996 Núpi í Dýrafirði, 1997 Varmahlíð í Skagafirði, 1998 Seyðisfirði, 1999 Laugalandi í Holtum, 2000 Akogeshúsinu í Rvk. 2001 Hvanneyri, 2002 Akureyri, 2003 Djúpavogi, 2004 Hvolsvelli, 2005 Bænda- höllinni, 2006 Hólmavík og 1. sept. 2007 á Blönduósi. Með bestu kveðju og von um góða mætingu á Blönduósi þann fvrsta dag septembermánaðar. Fyrir hönd Landsnefndarinnar; Einar Kolbeinsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.