Feykir


Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 6

Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 6
6 FeykJr 32/2007 Sveitarstjórnamálin Þingmenn kjördæmisins svara fýrir málin Neikvæður hagvöxtur virðist vera mál málanna þessa dagana og menn keppast við að leita skýringa, ráða og lausna. Feykir hafði samband við þingmenn allra framboða í kjördæminu og lagði fyrir þá spurninguna: Hver er að þínu mati skýringin á 9% neikvæðum hagvexti og hvað er til ráða? Ekki bárust svör frá þeim Sturlu Böðvarssyni og Magnúsi Stefánssyni sem voru á ferð með forsætisnefnd Alþingis. Þeirra svör munu birtast í næstu viku. Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu Hugarfarsbreyting, ný byggðastefna og sam- staða heimamanna Enn og aftur mælist hagvöxtur á Norðurlandi vestra rniklu lakari en á öðrum svæðum landsins. Meðaltals hagvöxtur í landinu 1998 - 2005 er 40% en neikvæður um 9% á þessu svæði. Stærsti hluti hagvaxtaraukningarinnar í landinu skýrist af auknum tekjum af þjónustu (20%), opinberri starfsemi (10%) og byggingum (5-6%), en þessir þættir hafa farið ffamhjá Norðurlandi vestra á þessu tímabili. Á sama tíma skýrir samdráttur í fiskvinnslu neikvæða hagvöxtinn á Norðurlandi vestra auk veiða og þjónustu. Það er augljóst að stjórnvöld, bæði landsins og heima í héraði, hafa sofið á verðinum varðandi aðgerðir til að sporna gegn þessari þróun. Það er t.d. dapurlegt að sjá að þjónusta og opinber starfsemi eykst víðast meira en á Norðurlandi vestra. Meginverkefhið hlýtur að vera að gera þetta svæði samkeppnisfært við höfuðborgarsvæðið hvað varðar starfskilyrði atvinnulífsins og standa verður við fýrirheit um að skapa jöfh tækifæri allra landsmanna hvað varðar menntun, atvinnu og þjónustu. Byggja þarf enn ffekar upp ffamhalds- og háskólamenntun á svæðinu. Bæta þarf starfsskilyrði grunnatvinnuveganna, skoða hver áhrif og afleiðingar kvótakerfisins í sjávarútvegi hafa verið, auka rannsóknir og reyna að ná sátt um fiskveiðistjórnunina og horfa þar sérstaklega til sjávarbyggða. Þá þarf að auka ffelsi í landbúnaði, bæta stöðu bænda með lækkun tilkostnaðar og tryggja að sem mest fullvinnsla á matvörum verði hér á svæðinu. Lækka þarf flutningskostnað og bæta verð og gæði nettenginga. Auka þarf tekjur fámennari sveitarfélaga og breyta verkaskiptingu til að efla sveitarstjórnarstigið. Ný opinber störf verði, eftir því sem við verður komið, staðsett utan höfuðborgarsvæðisins og efldar þær stofnanir sem þegar eru á svæðinu. Efling Byggðastofhunar er mikilvæg aðgerð til að hið opinbera geti staðið þétt að baki atvinnulífinu á landsbyggðinni. Endurskoða þarf félagslega íbúðarlánakerfið og tryggja fólki á landsbyggðinni aðgang að lánsfé. Ljóst er að töffalausnir eru engar, en það þarf nýja byggða- stefhu og samstillt átak ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs til að snúa þessari þróun við. Kristinn H Gunnarsson. Frjálslynda flokknum Nýta þarf auðlindir íbúum til hagsbóta Hverjar eru skýringamcir á neikvœöum hagvexti á Norður- landi vestra? - Fyrst og fremst samdráttur í helstu atvinnugreinum svæðisins, landbúnaði og sjávarútvegi og þvi að þessar atvinnugreinar eru samanlagt stærri hluti af atvinnulífinu en á flestum öðrurn landsvæðum. Störfum hefur fækkað, einkum í fiskvinnslu og Norðurland vestra er eina svæðið þar sem hagvöxtur á mann hefur þar að auki verið neikvæður á þessum árum. Það bendir til þess að hagræðingin, sem hefur orðið fyrst og ffemst í siávarútvegi, komi svæðinu ekki til góða. Því er spurt: hvert hefur ávinningurinn farið? Þá hefur svæðið ekki fengið nægjanlega hlutdeild í vextinum sem orðið hefur í þjónustugreinum. Loks eru meðaltekjur þær lægstu á landinu og það ýtir undir fólksflutninga til svæða þar sem tekjurnar eru hærri og lífskjör betri. Hvað er til ráða? - Nýta auðlindir svæðisins til lands og sjávar íbúunum tii hagsbóta. Opna sjávarútveginn og gefa ungu fólki kost á að nýta fiskimiðin. Orka í fallvötnum og jarðhiti verði nýttur til atvinnusköpunar heima í héraði og afgjald eða leiga fýrir nýtingu orku og fiskimiða greidd tii sveitarfélaga eða ráðstafað til atvinnuuppbyggingar á viðkomandi landssvæði. Lífskjör verði jöfhuð gegnurn ríkissjóð með lægri sköttum einstaklinga þar sem meðaltekjur eru lágar. Fyrirtæki örvuð til starfsemi á svæðmu með sama hætti. Loks vil ég nefna að svæðið þarf að vera samkeppnisfært við höfuðborgarsvæðið í aðstöðu og aðbúnaði atvinnufyrirtækja, svo sem samgöngum og fjarskiptum. Jón Bjarnason, Vinstri grænum Öflug grunnþjónusta jafnar búsetuskilyrðin Einkavæðing almannaþjónustu og afleiðingarstóriðjuþenslunnarfyrir austan og á höfuðborgarsvæðinu hefur reynst íbúum Norðurlands vestra þung í skauti. Hagvöxturinn er að stórum hluta rekinn á erlendri skuldasöfnun þjóðarbúsins og veðsetningu náttúruauðlinda og heimiia í landinu. Afleiðingin er m.a.himinháir vextir og hátt gengi krónunnar sem skerðir mjög afkomu og samkeppnishæfhi okkar byggðarlags. Einkavœðingin bitnar hart á landsbyggðinni Öflug grunnþjónusta jafnar búsetuskilyrðin. T.d. braut einkavæðing og sala Símans niður innri þjónustu fjarskipta á svæðinu. Starfsstöðvum á Sauðárkróki, Blönduósi og Siglufirði var lokað og uppbygging fjarskipta á svæðinu hefur staðið í stað á þessum tíma. Þar með höfum við dregist aftur úr höfuðborgarsvæðinu. Þetta varðar bæði flutningsgetu og verð á þjónustunni sem er miklu hærri hér en á höfuðborgarsvæðinu. Enn er allt í óvissu unr hvernig jafha á aðstöðumun landsbyggðarinnar hvað þetta varðar. Þá ríkir nánast einokun í vöruflutningum og kostnaðurinn aukist að sama skapi. Sala bankanna hefur skert fjár- málaþjónustuna Einkavæðing og sala bankanna hefur jafnt yfir leitt til hærri vaxta og meiri kostnaðar viðskiptavina. Eignir á landsbyggðinni hafa ekki sama verðgildi og á höfuðborgarsvæðinu. Þetta leiðir til lakari lánskjara heimiia og atvinnulífs. Nýjar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan fær ekki fjármagn til stofhbúnaðar og vaxtar. Þess vegna á Sparisjóður Skagafjarðar mikla möguleika ef heimamenn standa saman um eflingu hans í stað þess að gefa hann utanhéraðs gróðafíklum. Styrkur Vestur -Húnvetninga er einmitt Sparisjóðurinn. Sala Lánasjóðs landbúnaðarins breytti lánskjörum bænda til hins verra og jók á misréttið. Markaðsvceðing raforkunnar hcekkar verðið Markaðsvæðing raforkukerfisins hefur leitt til hægari uppbyggingu dreifikerfisins eins og þrífösun raffnagns og hækkun verða. Þvert á gefin fyrirheit. Dæmi er um 40% hækkun til ferðaþjónustunnar. Almennir notendur eru látnir greiða niður raforkuna til stóriðju. Ef fiskvinnslan , landbúnaðurinn fengi raforkuna á stóriðjutaxta væri samkeppnisstaðan önnur. Sveitarfélögin voru pínd til að selja orkuveitur sínar til að létta á skuldum . Dæmi: Rafveita Sauðárkróks og Hitaveita Blönduóss. Á höfuð- borgarsvæðinu eru veiturnar afl til sóknar í atvinnulífi. Afhenda á sveitarfélögunum orkuveiturnar. Auknar tekjur til sveitarfélaganna Stöðugt hefur verið fjölgað verkefiium á ábyrgð sveitarfélaga án þess að því fylgdu tekjustofnar. Eigi sveitarfélögin að vera samkeppnishæf um að fá til sín íbúa verður þjónustan að svara kröfunum. Færa þarf sveitarfélögunum auknar tekjur til að geta staðið undir góðri þjónustu í stað þess að haida þeim í svelti eins og stjórnvöld gera nú. Verjum gnmnþjónustuna Lítið hefur áunnist í jöfhun námskostnaðar. Að senda ungling að heiman í ffamhaldsskóia á höfuðborgarsvæðinu kostar á aðra miljón króna. Fjölbrauta- skólanum á Sauðárkróki er haldið í spennitreyja sem ætti að vera þveröfugt. Þrátt fyrir almennt aukna þörf fyrir hjúkrun og heilbrigðisþjónustu er stöðugt klipið af fjárveitingum til heilbrigðisstofhana hér á svæðinu. Það verður að stöðva einkavæðingu grunnþjónust- unnar og hefja félagsleg gildi til vegs á ný. Stöndum saman Fleiri ástæður má nefna fyrir neikvæðum hagvexti hér á undanförnum árum . Við eigurn hér mikla möguleika ffá náttúrunnar hendi og mannlífið er gott. Mikilvægt er að héraðið standi vel saman og sæki fram sem heild. Við viljum vera ein þjóð í landinu okkar!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.