Feykir


Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 5

Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 5
31/2007 Feyklr 5 Meistaramót íslands 15 - 22 ára í frjálsum íþróttum ---------------------------^ Linda Björk Islandsmeistari Skagfirskir keppendur stóðu sig frábærlega á Meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, sem fram fór á Laugum nú um helgina. Linda Björk Valbjörnsdóttir varð íslandsmeistari í 80m grindahlaupi (15-16), hljóp á 12,54sek. Hún varð í 2. sæti í 100mhlaupi(15-16)á 13.39sek, en mikill mótvindur var í báðum þessum hlaupunt. Vignir Gunnarsson varð í 2. sæti í sleggjukasti (15-16), kastaði 34,13m, og komst í úrslit í lOOnr grindahlaupi (15-16), þar sent hann hafnaði í 5. sæti á 16,99sek. Á seinni degi mótsins (15- 22) vann Linda Björk Val- björnsdóttir sinn annan Islandsmeistaratitil á mótinu, þegar hún sigraði í 300m grindahlaupi (15-16), hljóp á 45,64sek, þá varð hún í 2. sæti í 200m hlaupi (15-16) á 26,41sek. Árni Rúnar Hrólfs- son varð í 2. sæti í 800m hlaupi (15-16), hljóp á 2:15,69mín. Skagfirðingarnir unnu því samtals 2 gull (Linda) og 4 silfur (I .inda 2, Vignir og Árni Rúnar). Til hamingju nteð glæsilegan árangur enn og aftur krakkar. Úrslitakeppni 3. deildar í knattspyrnu Hvöt upp í 2. deild Hvöt frá Blönduósi tryggói sér sæti í 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu á þriðjudaginn var, með heimasigri á liði Hugins frá Seyðisfirói, en Tindastóll þarf að heyja einvígi við Leikni frá Fáskrúðsfirði um áframhaldandi keppni um sæti í deildinni, eftir að hafa fallið úr leik gegn Viði Garði. Staða Hvatarmanna var nokkuð vænleg eftir 1 -1 jafhtefli í útileik liðanna á Seyðisfirði á laugardaginn. Ásgeir Örn Jóhannsson kont Hvöt )4ir á 55. mínútu og Zoran Djordjevic skoðaði annað mark þeirra úr vítaspymu á 84. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar minnkuðu gestirnir muninn og hlejptu spennu í leikinn undir lokin en Hvatarmenn stóðu af sér sóknarlotur þeirra og tryggðu sér sæti í 2. deild í fyrsta skiptið í 20 ár. Á rneðan léku grannar þeirra úr Tindastóli úti gegn Víði úr Garði. Ljóst var fyrir leikinn að við ramman reip yrði að draga eftir 4-2 tap gegn Víðismönn- um á heimavelli á laugardaginn. Tindastóll komst þó y'fir í fyrri hálfleik nteð skallantarki frá Stefáni Arnari Ómarssyni og þannig var staðan í háltleik. í seinni hálfleik skoruðu Víðismenn tvö mörk og gerðu út um leikinn og þar með vonir Tindastóls um sæti í 2. deild að engu í bili a.m.k. Ekki er þó öll nótt úti enn því þau fjögur lið sem töpuðu viðureignum sínurn í fyrstu untferð úrslitakeppninnar, heyja nú aðra keppni um fimmta lausasætið í 2. deildinni. l>ar mun Tindastóll spila við Leikni ffá Fáskrúðsfirði í undanúrslitum og verður fyrri leikurinn á heimavelli á laugardaginn, en seinni leikurinn á Fáskrúðsfirði á þriðjudaginn. Sigurvegarar þeirrar viðureignar spila til úrslita um lausa sætið í 2. deild. Hvatarmenn eru heldur ekki hættir, því þeir taka þátt í keppni unt sigur í 3. deild og leika þar gegn Gróttu frá Seltjarnarnesi. Fyrri leikurinn í þeirri rimmu fer fram á Gróttuvelli á laugardaginn kemur. Simmi og Pátmi fagna marki Pálma á laugardaginn - allt kom þó fyrir ekki! Mynd: ÓAB MITT LIÐ ) Æ Pálmi er bláklæddur Chelsea maóur Pálmi Þdr Valgeirsson hefur verið iðinn á kantinum hjá liði Tindastóls í fótboltanum í sumar og búinn að setja slatta af glæsimörkum. Og hvaða lið ætli það sé sem á hug hans allan í enska boltanum? - Ég er bláklæddur Chelsea maður. Pabbi minn var mikill Ruud Gullit aðdáandi, og þá sérstaklega eftir EM1988. Þegar Gullit tók við Chelsea þá fylgdi pabbi auðvitað sínum manni og smitaði soninn. Var reyndar alltaf ótrúlega mikill Alan Shearer fan og því hélt ég alltaf með liðunum hans, Blackburn og Newcastle, alltaf einhverjartaugar þangað líka! Hefur þú einhvern tímann lent í útistöðum vegna aðdáunar þinnar á liðinu? - Að sjálfsögðu, menn að tala um peningaeyðslu Abramovich o.s.fr. sem er að sjálfsögðu orðin fullmikil en égersátturvið Mourinho því hann heldur vel utan um þennan hóp og lætur stjörnurnar ekki eyðileggja stemmninguna í liðinu, líkt og gerðist hjá Real Madrid. Hefur þú farið út á leik með llðinu? - Já, við fórum í nóvember 2005 á Brúnna (Stamford Bridge). Ég ætlaði að sjá markamaskínuna Shearer spila á móti Chelsea, það hafði verið talað um að þetta yrði hans fyrsti leikur eftir meiðsli. Allt kom fyrir ekki, Shearer enn meiddur og Owen meiddist daginn fyrir leik. En leikurinn var frábær, 4-0 fyrir Chelsea. Lentum líka í skemmtilegu atviki þegar H. Crespo skoraði mark fyrir Chelsea og ég tók strax eftir því að línuvörðurinn hafði flaggað rangstæðu. Aftur á móti sáu tveirvel þéttir, ekta breskir karlmenn það ekki og hoppuðu upp og fögnuðu saman. Það endaði með því að þeir skullu saman og duttu niður þrjár raðir og valt annar maðurinn t.d. yfir pabba með miklum látum. Einnig var gaman að sjá fullorðna breska kellingu rífa kjaft við ungan mann frá Newcastle. Það þurfti að skipta um vörð á milli þeirra, frá ungum strák yfir í fullorðinn 125-150 kg rum til að stoppa kellinguna. Eru fjölskyldumeðlimir teknir í strangt liðsuppeldi hjá þér og munt þú innræta börnin þín í framtíðinni? Nei, það er ekki mikið um þannig í minni fjölskyldu. Þó hermdi maður eftir pabba og stóra bróðir, sem sagt Chelsea og Shearer. Ég efast um að ég innræti börnin mín íframtíðinni, þó maður laumi kannski einni treyju á krílið. °^fiALL C\

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.