Feykir


Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 1

Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 1
Láttu ekki vandræðin verfla til vandræða íbúðalánasjóður www.ils.is Börn að leik við Árskóla við Freyjugötu en þar myndast oft á tíðum ófremdarástand þegar foreldrar á annað hundrað barna mæta með þau klukkan átta á morgnana. Foreldrar vilja lækka umferðarhraða Vilji er allt sem þarf Borið hefur a óánægjuroddum a meðal foreldra a Sauðárkróki sökum þess að innan bæjarmarkanna má í öllum götum keyra á 50 km. hraða. Sérstaklega er ástandið oft slæmt í kringum Árskóla við Freyjugötu. - Við höfum verið að berjast íyrir þvi í mörg ár að fá umferðarhraðann innanbæjar lækkaðan og þá sérstaklega í íbúagötum bæjarins. Þá er líka brýnt að koma upp betri aðstöðu við skólann í Freyjugötu þar sem mikið öngþveiti myndast á morgnanaþegar foreldrar eru að skila börnum sínum af sér, segir Þorsteinn Broddason foreldri. -Það er óhæft að foreldrar og böm í Sveitarfélaginu Skagafirði þurfi að bíða eftir því í fleiri fleiri ár að sveitarfélagið samþykki aðalskipulag og lækki í framhaldinu umferðarhraða í íbúagötum. ForeldraráðÁrskóla sendi sveitarstjórn erindi fyrir þremur árum þess efhis og fékk þá þau svör að bíða þyrfti eftir aðalskipulagi sem enn hefur ekki litið dagsins ljós, bætir Þorsteinn við. Samkvæmt upplýsingum sem Feykir hefúr aflað sér nægir að sveitarstjórn sendi erindi á sýslumann þess efnis að lækka eigi umferðarhraða í vissum hverfum. Sýslumaður sendi það síðan áffam til birtingar í lögbirtingarblaðinu og í ffamhaldinu sé hægt að lækka umferðarhraða. Samkvæmt upplýsingum ffá formanni Skipulags- og bygginganefndar, Einari Einarssyni, er það rétt að sveitarfélagið getur breytt umferðahraða í ákveðnum götum, með því að gera um það tillögu og samþykkja hana f sveitarstjórn og senda hana svo til sýslumanns. Það þarf ekki að bíða eftir samþykktu aðalskipulagi til að ganga ffá þessu máli sagði Einar og benti jafnffamt á að verið sé að yfirfara þessi mál í heild sinni af meirihluta Sveitarstjórnar Skagafjarðar þessa dagana, en vilji er til þess að hámarkshraði í þéttbýli verði endurskoðaður og lækkaður niður í 30 km hraða þar sem það á við. Það er hægt að taka heilshugar undir áhyggjur foreldra barna á Sauðárkróki hvað varðar umferðarþunga í kringum Árskóla við Freyjugötu. Hvers vegna ekki var gengið ffá þessu fyrir 3 árum þegar erindin bárust verða þeir að svara fyrir sem þá báru ábyrgðina sagði Einar að lokum. 91,6 % vilja búa í námunda við lágvöruverslun Lágvöruverslun lausnin? í máli Dr. Grétars Þórs Eyþórssonar á ársþingi SSNV sl. föstudag kom fram aó 91,6% landsmanna telur þaó eitt af skilyrðum fyrir búsetu sinni að búa í námunda við lágvöruverslun. Dr. Grétar var á þingi SSNV með fyrirlestur um búsetuskilyrði og byggða- aðgerðir. í fyrirlestri sínum kom Grétar fram með könnun sem gerði hafði verið og taldi þar upp þau atriði sem yfir 90 % höfðu sett sem skilyrði. Auk lágvöi'uverslunar voru sett fram skilyrði um fjölbreytt atvinnutækifæri, nálægð við náttúruna, gott fjarskiptakerfi og að búa þar sem glæpir eru fátíðir. Göngur og réttir á heimsvísu Dagatal sló í gegn Dagatali sem inniheldur kynningu á stóðréttum og hesta- tengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra árið 2008, var dreift í tjaldi Útflutningsráðs á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í Hollandi á dögunum. Starfsmaður á vegum mikla lukku og ekki orðum SSNV stóð vaktina alla aukið að segja að það hafi dagana og er skemmst frá því slegið í gegn. að segja að dagatalið vakti Byggðarráð Húnaþings vestra Vilja sækja læknisþjón- ustu á Vesturland Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælti harðlega á fundi sínum þann 23. ágúst sl. hugmyndum sem fram koma í drögum að reglugerð um heilbrigðisumdæmi um að Hvammstangalæknishéraði verði skipt á milli tveggja heilbrigðisumdæma og Húnaþing vestra fylgi heilbrigðisumdæmi Norðurlands vestra. í bókun byggðarráðs umdæmissjúkrahús kemur fram að i Húnaþingi vestra sé mikil og löng hefð fyrir því að læknisþjónusta sé sótt til Akraness hins vegar sé lítil hefð fyrir samstarfi við heilbrigðisstofnanir á Blönduósi og Sauðárkróki. Þá lýsir byggðarráð áhyggjum sínum af því að innan heilbrigðisumdæmis Norðurlands vestra sé ekkert sem veitir víðtæka deildaskipta sjúkrahúsþjónustu. Krefst byggðarráð Húnaþings vestra þess að Hvammstangalæknishéraði verði ekki skipt milli tveggja heilbrigðisumdæma og að Húnaþing vestra tilheyri heil- brigðisumdæmi Vesturlands en ekki heilbrigðisumdæmi Norðurlands vestra. —ICléwfliff chj3— [Delllnspiron 1501 ] SérstakttilbodsverðTenqils > kr. 69.900 Verslaóu við fagmenn! TcnqiUehf Tölvudcild Borqarflöt 25 Saudárkróki Sími 455 7900 VIÐ BONUM OG RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum RÍÆ7STIISOS Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 893 3979 * Netfang: siffo@hive.is Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar ogsprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.