Feykir


Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 10

Feykir - 30.08.2007, Blaðsíða 10
lO Feylcir 32/2007 Neftobak LICHTE SHAC ' CancSugar Tabluts Sápur, tóbak, Spurkóla eða sokkarallt varþetta fáanlegtí verslun Sigurðar Davíðs- sonar. Það er vel þess virði að koma við á Hvammstanga Flott safn og gallerí á eyrinni Á Hvammstanga má finna verslunarminjasafn og handverksgallerí sem rekin eru í gömlu pakkhúsi niöri við höfnina undir nafninu Gallerí Bardúsa. Við þjóðveginn, nánar tiltekið við afleggjarann niður á Hvammstanga, standa hjón úr grjóti og gera sitt til þess að lokka þá sem um veginn fara niður á Hvamnrstanga. Itlaðamaður komst að því í sunrar að það er vel þess virði að láta freistast og kíkja við í Gallerí Bardúsu að ógleymdu versl u n a rm i n jasafn i n u. Gamlar vörur til sýnis Safnið er í raun Verslun Sigurðar Davíðssonar sem lokuð var á áttunda áratug síðustu aldar og var lagernum komið fyrir í geymslum um allan bæ. Ekki féllu menn í þá freistni að neyta þeirra vara sem þarna voru til sölu heldur voru þær geymdar. Á safninu má því finna gamla sígarettupakka, sápu- stykki, gosdrykki og fleira matarkyns. Auk leikfanga, búsáhalda og svona mætti lengi telja áfram. Aðgangur að safninu er án endurgjalds og vel þess virði að koma þar við. Auk safnsins er þarna, eins og áður sagði, að ftnna handverksgallerí af bestu gerð. Fjölbreyttu úrt'ali muna úr smiðju húnvetnsks handverksfólks hefur verið hagalega komið fyrir og verðið er á þá lund að ekki er nokkur vandi að grípa nteð sér fallegan minjagrip án þess að finna til í veskinu. I Verslunarminjasafnið er i fallegu húsi við höfnina á Hvammstanga. Gamla merki verslunarinnar er á sínum stað. LElKSTií^l' I ÞINU UFl ÞJÓNUSTA VIÐ UNGT FÓLK m KAUPÞING Hugsum lengra BOLFISKVINNSLA : FLÖKUN : LAUSFRYSTING : PÖKKUN : ÞURRKUN Framtíöaratvinna FISK Seafood hf. er sjávarútvegsfyrirtæki sem gerir út 4 togara og rekur landvinnslur á Sauðárkróki, Skagaströnd og Grundarfirði. Fólk vantar til starfa í landvinnsluna á Sauðárkróki til hefðbundinna fiskvinnslustarfa. Vinnutíminn er frá kl. 07,00 - 15,30 Nánari upplýsingar gefur Tómas Árdal í síma 455 4411 og á staðnum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.