Feykir


Feykir - 30.08.2007, Side 7

Feykir - 30.08.2007, Side 7
31/2007 Feykir ~7 væri með Parkinson. Það snögg fauk í mig og ég spurði að bragði: Finnst þér að ef ég væri með gyllinæð, þá ætti ég að kynna mig þannig: Ég heiti Kristín og er kennari nreð gyllinæð, ritjar Kristín upp og þau hlæja bæði. -Auðvitað sýna þessi viðbrögð mín að ég er eitthvað viðkvæm fyrir þessu og sjálfsagt reynir maður að loka á málið að einhverju leiti en það þýðir heldur ekki neitt að vera að velta sér upp úr hlutunum, bætir Kristín við. Bónorð í miðjum snjóskafíi Við erum komin út fyrir upprunalega efnið eins og oft vill verða og ég fer að spyrja aftur út í brúðkaup þeirra hjóna og spyr Kristínu hvort sveitarstjórinn sé rómantískur og hvort hann hati kropið á kné til þess að biðja um hönd hennar. -Já eða eins og hægt var fyrir snjó, er svarið og hún uppsker stórt spurningamerki í andliti blaðamanns. Þarna þarf að fá söguna alla. -Við vorum að koma keyrandi frá Akureyri í byrjun desember á síðasta ári. Við þurftum að sækja bíl þangað og ókum því hvort á sínum bílnum á heimleiðinni. Það var svolítill snjór og fallegt veður og ég sá að þetta var staðurinn og stundin til þess að bera upp bónorðið. Þegar við komum að Glaumbæ beygði ég heim að safninu og hún kom á eftir mér. Ég bað hana að koma og ganga með mér að safnhúsunum, segir Guðmundur. -Það var svo til i miðjum snjóskafli seni hann síðan bað hann mig um að giftast sér, bætir Kristín við og fullkomnar söguna. Eftir að hafa trúlofað sig undir stjörnubjörtum desemberhinmi héldu þau heim á leið án þess að fastsetja daginn neitt frekar. Það gerðu þau ekki fyrr en tveimur Hin nýja stórfjölskylda saman komin. Guðmundur Guðiaugsson, sveitarstjóri Skagafjarðar gekk að eiga Kristínu Sverrisdóttur þann 28. júlí sl. og segist hann aldrei hafa reynt að leyna sjúkdómi sínum en bætir við að hann hafi ekki heldur borið hann á torg. Ég spyr þau hvort þessi greining hafi ekki reynt á samband þeirra þar sem hún kemur um það leiti sem þau eru að hefja sína sanibúð. -Nei, veistu það kom aldrei upp. Maður veit aldrei fyrirfram hvað lífið býður manni upp á og þetta truflaði aldrei, segir Kristín og lítur á Guðmund. -Sjúkdómur minn hefur gert mig allan hægari í hreyfingum og í raun annan mann að því leyti því flest það sem ég tek mér fyrir hendur tekur mig lengri tíma en áður. Við höfum tekið þann pól í hæðina að reyna að láta sjúkdóminn ekki hafa áhrif á okkar daglega líf. Einkennum hans er hægt að halda niðri með lyfjunr og annarri meðferð en hann er ekki læknanlegur, ekki ennþá alla vega, bætir Guðmundur við vongóður. -Ég hef reynt að láta hann ekki hafa áhrif á starf mitt en auðvitað koma tilvik þar sem hann gerir það þó sem betur fer séu þau ekki mörg. Mér skilst að algengt sé að Parkinsonsjúklingar ílengist ekki í stjórnunarstöðum, ein- faldlega af því að þeir sjálfir treysta sér ekki til þess en ekki sökum þess að þeir geti ekki af öðrum ástæðunr sinnt þeim. Þau gera líka góðlátlegt grin að ástandinu og viðbrögðunr sínum og Kristín rifjar upp sögu frá því í fýrrahaust þegar þau voru nýflutt. Var hún þá stödd á kennaraþingi á Sauðárkróki og um kvöldið var haldið í Verið þar sem framreiddar voru veitingar í boði sveitarfélagsins. Kvaðst einn heimakennara aðspurður ekki hafa séð nýja sveitarstjórann ennþá og vissi ekki einu sinni hvað hann héti. -Þá sagði kennari sem ekki er búsettur hér í Skagafirði að sveitarstjórinn héti Guðmundur og að hann Brúðhjónin hyllt. Sveitarstjóri á biðilsbuxum Ekkert leyndarmál Þau Guömundur og Kristin hafa veriö par i um fjögur ár. Til samans eiga þau sex börn frá fyrri samböndum en aöeins eitt þeirra, yngsta dóttir Kristínar, býr á heimili þeirra að staðaldri. Feykir fékk söguna á bak viö bónorö og brúðkaup. Guðmundur réð sig sem bæjarstjóra í Vesturbyggð árið 2004 en þá var hann nýhættur sem bæjarstjóri á Sigiufirði þar sem hann hafði þá gegnt því starfi í á sjöunda ár. Það rná því segja að Guðmundur hafi aðeins þekkt til Skagfirskra sveitarstjórnarmanna frá því á árum áður. -Já, við höfðum setið sömu fundi og ég minnist þess sérstaklega að hafa tekist á við Gunnar Braga Sveinsson einhverju sinni á SSNV þingi en þá vorum við að takast á um Héðinsfjarðargöng, rifjar Guðmundur brosandi upp. Við vorum ekki sammála um það mál þá fremur en nú en hvorki það né annað hefur kastað rýrð á okkar samstarf þann tíma sem við höfum starfað saman. -Það má segja að ég sé að verða hálfgerður farandbæjarstjóri án þess að það hafi verið meiningin því Skagafjörður er þriðja sveitarfélagið sem ég flyt til gagngert til þess að taka við stöðu framkvæmdastjóra. Þau hjón hafa komið sér vel fyrir í bjartri og rúmgóðri íbúð í Laugatúni en hjá þeinr búa hundarnir Vaskur og Moli auk Hjördísar dóttur Kristínar frá fyrra sambandi. Þar að auki eiga þrjú eldri barna þeirra þar heimili þó svo að þau hafi aðsetur annars staðar á meðan þau eru í námi. Barnahópurinn er á aldrinum 11 ára til 25 ára og ég spyr þau hvernig hafi gengið að hrista stóra fjölskyldu saman? -Það hefur gengið alveg ótrúlega vel. Auðvitað hefur gengið á ýrnsu en heilt yfir hefur myndast traust og gott samband með öllum. Við byrjuðum okkar búskap á Patreksfirði árið 2004 og þau jólin komu börnin og við saman í fyrsta sinn sem stóríjölskylda og áttum saman yndislegan tíma sem við búum að ætíð síðan. Auðvitað er það þannig að það myndast öðruvísi tengsl þegar ekki búa allir undir sama þaki en það gengur samt allt vel enda eru þetta indæl börn sem við eigum og þau ná öll vel sarnan, bætir Kristín við. Kristín, séra Sigriður og Guðmundur að athöfn lokinni. Um svipað leyti og Guðmund- ur réð sig til Vesturbyggðar greindist hann með Parkinson

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.