Feykir


Feykir - 20.12.2007, Qupperneq 14

Feykir - 20.12.2007, Qupperneq 14
14 Feykir 48/2007 Auðunn Blöndal er uppalinn að mestu á Saudárkróki Uppáhalds staðir Auðuns Auðunn Blondal er af landanum þekktastur fyrir að hrekkja, segja brandara og jafnvel éta sand, bara af því að hann tapaði áskorun. Auðunn hefur verið duglegur að halda því á lofti að uppvaxtarárum sínum hafi hann eitt á Sauðárkróki og í heimabænum á hann sína uppáhaldsstaði. Feykir hitti Auóunn í byrjun desember og fékk sögurnar a bak við staðina. Það er fallegur dagur í Skagafirðinum þegar við hefjum ferðalag okkar um 5 uppáhalds staði Auðuns. 10 gráðu frost og stilltveður. Gerist ekki mikið betra í desember. Auðunn kom í bæinn til þess að vera veislustjóri á jólahlaðborði á Mælifelli. Veislustjórnin fórst honum vel úr hendi og notfærði hann sér að vera á heimavelli. Valdi sér fórnarlömb úr sal og sagði brandara á þeirra kostnað auk þess sem ógeðisdrykkurinnvinsæli var á sínum stað á dagskránni. Milli atriða rölti hann síðan um með kaffibollann sinn og spjallaði við gamla kunningja. Vinirnir görnlu eru að vísu að mestu íluttir úr bænum en sjálfur segir Auðunn að sig dreymi um að koma sér í framtíðinni upp sínu öðru heimili á Króknum. Eiga hér sinn sumarbústað. Þáttaröðin Tekinn undir stjórn Auðuns hefur náð miklum vinsældum en hún hefur nú runnið sitt skeið. Framundan eru spennandi tímar en Auðunn er að skrifa handrit að nýrri leikinni seríu með Sveppa vini sínum og er það í fýrsta sinn sem þeir skrifa saman efni síðan þeir skrifuðu Svínasúpuna 2. 1. Bláfell (ShellSport) Við hófum ferðina í Shell-sporti eða Bláfelli eins og Auðunn kallar staðinn. Auðunn minnist þess að hafa hangið ófáa tímana í Bláfelli með félögunum. 'l'rúlega eitthvað til þess að kíkja á stelpurnar en líka vegna þess að í gegnum áratugina hefur sjoppan þjónað hlutverki félagsmiðstöðvar unglinganna. -Ég man sérstaklega eftir djúpsteiktu pylsunum, þær voru og eru alveg rosalega góðar. Eitt sumarið tókum við félagarnir eftir því að við vorum farnir að fitna þrátt fyrir að vera að æfa fótbolta af miklum móð. Það var ekki fýrr en löngu síðar að við uppgötvuðum að það var pylsuátið sem fór svona með okkur. Ég minnist þess heldur ekki að hafa verið hent út af Bláfelli fýrir prakkarastrik ég hef kannski hagað mér betur þar en á Ábæ en þaðan var okkur félögunum oft hent út, rifjar Auðunn brosandi upp. / 2. Körfuboltavöllurinn vió gamla barnaskólann Væri á annað borð snjólaust segir Auðunn að þeir félagar hafi eitt ómældum tíma á vellinum. -Körffirnar hér eru í mismunandi hæð miðað við aldur og það passaði alltaf að þegar ég náði að b)Tja að troða vorum við orðnir of stórir fyrir körfúna og vorum fluttir á næstu hæð fýrir ofan. Ég held svei ntér þá að það hafi verið notað sem viðmið að þegar stubburinn náði að troða var liðið orðið of stórt fýrir körfúna, segir Auðunn. Þegar okkur bar að garði voru engir krakkar úti að leika sér og var Auðunn hissa á því. -Við hefðum ekki látið smá kulda stoppa okkur heldur komið og leikið okkur, segir Auðunn en hann varð ásamt félögum sínum íslandsmeistari í 8. flokki árið 1993. 5. Grænaklauf Þegar kemur að stað númer fimm á Auðunn erfitt með að ákveða sig. Valið stendur á milli Grænuklaufar og Litla skógar. í Litla skógi gerðust ævintýrin og þar fékk ungur drengur eitt sinn lyrir löngu sinn fýrsta koss. Þar var líka farið í útilegur. Grænaklaufin verður ofan á og við fáum lánaðan sleða. í klaufinni hittum við fýrir unga drengi sem fá stjörnur í augun þegar þau hitta sitt átrúnaðargoð fyrir í snjóbrekkunni. -Hingað komum við bæði til þess að renna okkur og eins áttum við það til að tjalda hér efst í klaufinni þegar ég var unglingur. Einhverjir voru eitthvað að drekka en við félagarnir vorum svo miklir íþróttamenn að við byrjuðum ekki á því f)'rr en síðar en létum okkur nú samt ekki vanta. Maður hefur aldrei þurft að vera fúllur til þess að láta eins og asni, segir Auðunn og það er eitthvað prakkaralegt við bros hans. Líklega hefúr hann ekki grunað þegar hann lék sér sem strákur í brekkunni heima að síðar meir ætti hann eltir að hafa at\innu af prakkarastrikum og alls k)Tis ólátum.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.