Feykir - 20.12.2007, Page 15
48/2007 Feykir 15
r
3. Útsýnisstaóurinn í Hegranesi
Eftir að hafa rifjað upp gamla takta á
körfuboltavellinum höldum við aftur af
stað og að þessu sinni liggur leiðin yfir
í Hegranes.
Á stað sem Auðunn segist hafa farið á
þegar hann hafði farið í fylu, þurft að hugsa
eða bara langað til þess að vera einn með
sjálfum sér. Einu sinni minnist hann þess líka
að hafa tekið þangað með sér stelpu en verður
ntóðgaður þegar blaðamaður sp)T hvor þar
hafi fyrsti kossinn átt sér stað. -Þegar ég var
17?, spyr Auðunn á móti og uppsker hlátur
blaðamanns. -Nei ég nennti nú eldd að labba
með dömurnar þarna yfir og þangað fór ég
ekki að venja komur rnínar fyrr en eftir að ég
tór að keyra sjálfúr. Fyrsti kossinn átti sér stað
í Litla skógi í það minnsta sjö árurn f)Tr, bætir
hann við. Þegar við komum í Hegranesið
snarar Auðunn sér út og tekur sér stöðu þar
sent horfa má yfir bæinn. -Hérna stóð ég og
lét rjúka úr mér eða bara hugsaði málin.
4. Jöklatún 5
Æskuheimili Auðuns er næsti viðkomu-
staður okkar. Jöklatúnið er honum kært
og hann segir mér að einhvern tímann
langi hann að kaupa íbúðina sem
fjölskyldan bjó í.
Við göngum inn á lóðina til þess að taka
mynd og Auðunn getur ekki stillt sig um að
kíkja aðeins á gluggann á forstofuherberginu
sem eitt sinn var herbergið hans. Við hringjum
bjöllunni til þess að fá levftl til þess að taka
mynd og er boðið inn. -Hér átti ég góða tíma
maður, segir Auðunn skælbrosandi. -Ég
man að einu sinni héldum við partý hérna
félagarnir. Ég var með bollu og eitthvað var I
ég orðinn í því og tímdi ekki að láta strákana
klára þetta allt frá mér og tók mig til og faldi
bolluna. Ég faldi hana rneira að segja svo vel
að ég ætlaði aldrei að finna hana aftur. Ekki
fyrr en ég fór að taka til daginn eftir og steig
ofan í hana þar sem skálin bar bak við sófa,
bætir hann við. Þar sem við göngum um
íbúðina rifjar hann upp herbergjaskipan
og af gömlum vana kíkir hann örlítið í
eldhússkápana. Æskuheimilið á alltaf sinn
stað í hjarta okkar.
RABB-A-BABB )
körfuna sem ekki er skrifað á
tossamiðann?
Soya mjólk.
Hvað er í morgunmatinn?
Herbalife sjeik
Uppáhalds málsháttur?
Pass
Hvaða teiknimyndapersóna
höfðar mest til þín?
Tinni
Hvert er snilldarverkið þitt í
eldhúsinu?
Lasagna sem ég bý til, konan
kemur ekki nálægt því.
Hver er uppáhalds bókin þfn?
Allar Útkallsbækurnar.
Ef þú gætir hoppað upp í
flugvél og réðir hvert hún færi,
þá færirðu...
...Ég færi pottþétt til Ástralíu.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér í fari þínu?
Á það til að vera ekki alveg með
á nótunum.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér í fari annarra?
Frekja og yfirgangur.
Enski boltinn - hvaða lið og af
hverju?
Man.Utd af því að jólin 1987
fékk ég búninginn í jólagjöf frá
mömmu og pabba.
Hvaða íþróttamanni / dómara
hefurðu mestar mætur á?
Larry Bird besti alhliða
körfuboltamaður sem uppi
hefur verið (hafiði þið heyrt
þennanáður?). Pálmi Sighvats,
jafnvígur að dæma í fótbolta og
körfubolta.
Heim í Búðardal eða Diskó
Friskó?
Heim í Búðardal fyrir Odd vin
minn og vinnufélaga.
Hvervar mikilvægasta persóna
20. aldarinnar að þfnu mati?
Mamma og pabbi.
Ef þú ættir að dvelja aleinn
á eyðieyju, hvaða þrjá hluti
tækirðu með þér?
Veiðistöng, hníf og ísland er
land þitt bókaflokkinn.
Hvað er best í heimi?
Vinir og fjölskylda.
Nafn: Jón Brynjar Sigmundsson
Árgangur: 1977, Besti árgangur
frá upphafi í Gagganum.
Fjölskylduhagir: Ergifturblóma-
rósinni Berglindi Karlsdóttur
Starf / nám: Sementsflutning
abílstjóri hjá Aalborg-Portland
ísland.
Bifreið: VW Passat TDI árg.
2001
Hestöfl: 130
Hvað er í deiglunni: Halda jólin
í faðmi fjölskyldunnar og hafa
það gott.
Hvernig hefurðu það?
IÉg hef það bara fínt.
Hvernig nemandi varstu?
Ég held ég hafi bara verið
ágætur nemandi en átti það til
að hugsa of mikið um körfubolta
; í tímum. Óskar kennari (nú
skólastjóri) getur staðfest þetta
með körfuboltann.
Hvað er eftirminnilegast frá
fermingardeginum?
, Ljósgræna skyrtan og brúni
; leðurjakkinn.
Hvað ætlaðir þú að verða
þegar þú yrðir stór?
Flugmaður.
Hvað hræðistu mest?
Að Vinstri grænirkomisteinhvern
tíma til valda á íslandi.
Hver var fyrsta platan sem þú
keyptir (eða besta)?
Greatest Hits II með Queen.
Hvaða lag ertu líklegastur til
að syngja í Kareókí?
j Crazy Little Thing Called Love,
| Atli Björn Þorbjörnsson veit
ástæðuna.
Hverju missirðu helst ekki
af i sjónvarpinu (fyrir utan
fréttir)? 24
Besta bíómyndin?
Die Hard myndirnar og James
Bond
Bruce Willis eða George
Clooney / Angelina Jolie eða
Gwyneth Paltrow?
i, Bruce Willis, einfaldlega bestur.
í Angelina Jolie, hún er með svo
flott tattoo.
Hvað fer helst í innkaupa-