Feykir


Feykir - 20.12.2007, Qupperneq 17

Feykir - 20.12.2007, Qupperneq 17
48/2007 Feykir 1 7 Jólasaga eftir Kolbjörgu Kötlu Hinriksdóttur Jólabamið Þessi saga gerðist f)TÍr langa löngu, um aldamótin 1900. Þetta var á bæ einum langt inni í dal. Einungis bjuggu þarna hjón og tvennt annað, vinnumaður og vinnukona. Það var komið yfir miðjan desember og líða fór nú að jólum. Hjónin áttu engin börn og voru oft búin að biðja Guð um að gefa sér barn til að annast og eyða jóum og hátíðum með en enn hafði Guð ekki bænheyrt þau og voru orðin rnjög leið að enn m\'ndu líða enn ein jól og ekkert barn á heimilinu. Fólkið á bænum var farið að taka eftir að dýrin á bænurn voru farin að ókyrrast og benti það til þess að óveður færi að Kolbjörg Katla. bresta á. Bóndinn því setti öll dýr á hús og fór að gefa inni, þá tók hann eftir því að það vantaði þrjár kindur. Hann fór því inn í bæinn og sagði við konu sína: „ Ég ætla að kíkja uppá heiði og gá hvort ég finni kindurnar, það þýðir ekki að hafa þær úti yfir jólin og alls ekki ef það er að bresta á óveður.” Síðan fór hann í sín hlýjustu föt og gekk út. Þegar hann var kominn svo langt upp á heiði að hann sá ekki lengur til bæjar sá hann kindurnar hjúfra sig saman í einni laut aðeins ofar, hann gekk þá þangað og gerði sig tilbúinn til að reka þær heimleiðis. Heyrði hann þá barnsgrátur sem honum fannst hljóma aðeins innar úr dalnum. Skilur hannþáviðkindurnaroggengur áfram inn dalinn en þá skellur á svo mikill hríðarbylur og þoka að hann sér varla handa sinna skil. Hann gengur samt áffam því enn heyrir hann þennan grátur. Loks kemur hann þar sem honum fannst hann lieyra gráturinn og þar liggur barn og enginn annar sjáanlegur, hann tekur því barnið upp, vefur því inn í peysuna sína og gengur til baka. Hann tekur kindurnar með og gengur niður hlíðina. Þegar hann kemur heim setur hann kindurnar inní fjárhúsin og gefúr smá tuggu og hleypur síðan inní bæinn með barnið inní peysunni. Hann kallar á konu sína og segir: „ Guð hefur bænheyrt okkur það verður barn hjá okkur um jólin, það verður aldrei aftur einmanalegt í litla bænuin okkar því ég fann þessa litlu og þróttlitlu stúlku upp á heiði og enginn annar var sjáanlegur,Guðhefúrsentokkur það til að annast og hugsa um sem okkar eigin barn.” Konan kemur hlaupandi og tekur barnið í fangið og segir:,, Ég ætla að kalla hana Kötlu því að það er fallegt nafn á fallega stúlku.” Síðan hjálpar hún manni sínum úr blautu fötunum og leiðir hann og heldur á stúlkunni inn í eldhúsið og sest við eldstóðirnar til að barnið og maðurinn fengju í sig hita. Síðan leið að jólum og það var komið aðfangadagskvöld, konan var búin að sauma litinn jólakjól á stúlkuna og allir aðrir voru komnir í bestu fötin sín og fyrst borðuðu allir reykt hangikjöt og síðan fóru allir inn í baðstofuna og bóndinn las upp úr Biblíunni, síðan fengu allir einn pakka nerna Katla litla sem fékk tvo. Upp frá þeim degi sem bóndinn fann stúlkuna þökkuðu hjónin Guði hvern einasta dag fýrir að hafa sent þennan litla engil til sín. Og alltaf þegar bóndinn hitti Surtlu, Gránu og Hyrnu, kindurnar sínar sem voru týndar þakkaði hann þeim fjfir að hafa verið svo nálægt Kötlu litlu því annars hefði hann ekki fundið hana. Þrjú efstu í jólasögukeppni Jólablaðsins Krakkar með hæflleika Þegar úrslit lágu fyrir í jólasögukeppni Jólablaðsins kom í Ijós að fyrstu þrjú sætin skipuðu nemendur í Varmahlíðarskóla. Þetta eru þau Þóra Kristín Þórarinsdóttir 13 ára sem hlaut fjTstu verðlaun fyrir söguna Öðruvísi jól. Þóra Kristín býr á Frostastöðum og hlaut hún að launum Playstation 2 tölvu sem Skagfirðingabúð og Nýprent gáfú. í öðru til þriðja sæti varð Þóra Kristin sigraSi I Jóiasögukeppninni. Kolbjörg Katla Hinriksdóttir 13 ára fyrir söguna Jólabarnið. Kolbjörg Katla er frá Syðstu - Grund og hlýtur hún 5 þúsund króna úttekt í Skagfirðingabúð að launum og eru verðlaunin frá Skagfirðingabúð og Nýprent. I öðru til þriðjasæti vareinnig Hákon Ingi Stefánsson 10 ára sem kom með sannsögulega sögu sem heitir Þegar Stúfur sá ofsjónir. Hákon Ingi býr í Varmahlíð og hlaut hann líkt og Kolbjörg Katla 5 þúsund króna úttekt í Skagfirðingabúð og eru verðlaunin frá Skag- firðingabúð og Nýprent.Eru hér svo sannarlega á feðrinni rithöfundar framtíðarinnar og unt leið og Feykir óskar þeim Páli Dagbjartsson, skólastjóri i VarmahlíSarskóla, varað vonum stoltur af krökkunum og stillti sér upp á mynd með þeim Hákoni Inga, Kolbjörgu Kótlu og Þóru Kristinu. til hamingju með árángurinn ekki pennan niður falla heldur eru þau hvött til þess að láta halda áfram að skrifá. Jólasaga eftir Hakon Inga Stefansson Þegar Stúfúr sá ofsjónir Þegar ég var lítill, var ég oft að búa til sögur. Einu sinni bjó ég til sögu um jólasveininn Stúf og afa minn. Sagan byggir á raunverulegum atburðum - því þetta gerðist í raun og veru! Það var farið að styttast í jólin og jólasveinarnir voru að byrja að týnast til byggða. Mér þótti mjög skemmtilegt að setja skóinn út í glugga og var alltaf svo spenntur að sjá hvað ég fengi. Hins vegar fannst mér það svo ósanngjarnt að bara krakkar fengju í skóinn, en ekki bara allir. Ég á til dæmis besta afa í heinti, en hann fékk ekkert. Einu sinni lánaði ég afa skó til að setja upp í Hákon Ingi. gluggann hjá sér , svo Stúfur jólasveinn gæti sett eitthvað í hann. Seinna um kvöldið kom Stúfur og setti kartöflu í skóinn! Um morguninn fór ég inn í herbergið til afa til þess að gá hvað hann hefði téngið. Ég var nrjög spenntur að sjá hvað hannfengi. Afi var bara rétt að vakna og var ekkert búinn að gá í skóinn sinn. Þegar ég kíkti í skóinn hans, sá ég bara kartöflu. Ég sýndi afa hana . Hann varð voða hissa og spurði: Var ég svona óþekkur? Nei, nei, sagði ég. Stúfúr sá bara ofsjónir. Okkur afa þykir alltaf jafn gaman að rifja þessa sögu upp. Hver veit hvað hann Stúfur sá, en eitt veit ég og það er að hann afi minn er aldrei óþekkur. Kannski við ættum að gera aðra tilraun og sjá hvað gerist.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.