Feykir


Feykir - 10.07.2008, Blaðsíða 1

Feykir - 10.07.2008, Blaðsíða 1
Sölufélag Austur-Húnvetninga í 100 ár Kjölfesta og bústólpi í heila old Sigurður Jóhannesson er framkvæmdastjóri Sölufélags Austur- Húnvetninga svf. og SAH Afurða ehf. sem nú rekur slátrun og kjötvinnslu á Blönduósi. Feykir settist niður með Sigurði í tilefni þessara merku tímamóta og forvitnaðist örlítið um söguna, nútíðina og framtíðina. sjá bls. 6 Húnavaka um helgina Hátíðíbæ Húnavaka, bæjarhátíö Blönduósinga, verður haldin um helgina en hátíðin í ár þykir óvenju glæsileg þar sem dægurlagakeppni, 100 ára afmæli sölufélagsins og skóflustunga nýrrar sundlaugar bera hvað hæst. Það ætti engum að leiðast sem lætur sjá sig á Blönduósi urn helgina enda verður dagskrá í bænum frá morgni til kvölds alla helgina. Vökulögin2008verða haldin í fyrsta sinn á föstudagskvöld en geisladiskur með úrslitalögum söngvakeppninnar er kominn í verslanir og rennur allur ágóði af útgáfunni til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Plötuna má fá fyrir litlar 1.500 krónur í Staðarskála, Söluskálanum Hvammstanga, Kráki á Blönduósi, Samkaup-Úrval á Skagaströnd og hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki og Varmahlíð. Vökulagaáhugafólk í Reykjavík getur nálgast diskinn í N1 Ártúnshöfða. Á laugardag er síðan von á krökkunum úr Mecerdes Club sem munu ásamt Gunna og Felix og leikurum úr Abbababb Polyester að ógleymdum Mikróhúninum, halda uppi stuðinu á fjölskylduskemmtun á torginu. Um kvöldið verður síðan kvöldvaka við varðeld þar sem Stefán Hilmars og Gummi Jóns munu skemmta ásamt sigurvegurum úr Míkróhúninum. Á sunnudag verður síðan boðið upp á afmælishátíð og grill hjá SAH Afurða ehf, opið hús í leikskólanum auk þess sem tekin verður fyrsta skóflustungan að nýrri sundlaug. Hér hefúr aðeins verið talið upp brota brot af glæsilegri dagskrá og ljóst að straumurinn verður á Blönduós um helgina. Norðurland vestra______ Gott atvinnuástand 5 karlar og 18 konur voru skráð án atvinnu á Norðurlandi vestra þann 8. júlí sl. Samkvæmtóvfsinda- legri könnun Feykis voru á sama tíma auglýst laus til umsóknar tæplega 20 störf. Þá vantar starfsfólk hjá flestum verktökum án þess að þeir auglýsi. Atvinnuástand á Norðurlandi vestra er stöðugt og hefur verið það í nokkurn tíma. Á vef Vinnumála- stofnunnar má fmna upplýsingar um áhuga- verð störf á Norðurlandi vestra. Landsmót hestamanna á Hellu Góður árangur norðlenskra hesta og hestamanna Að loknu ágætu Landsmóti hesta- manna á Hellu á Rangárvöllum er Ijóst að hross úr Skagafirði og Húnavatnssýslum náðu mjög góðum árangri. Það má nefna að efstu hestar í skeiðgreinunum eru allir Skagfirskir að ætt. Mette Mannseth náði að hækka Seið frá Flugumýri II í 8,42 og jafnaði þar með heimsmet Kappa frá Kommu sem þau settu fýrir Landsmót. Tryggvi Björnsson frá Blönduósi náði að landa 3. sætinu í B flokki gæðinga með hestinn Akk frá Brautarholti með einkunnina 8,86. Kiljan frá Steinnesi var afgerandi hæstur fjögurra vetra hesta fyrir hæfileika. CJLliÍ Allir flakkarar á 15% afslættí! Sjónvarps-, fartölvu- og stórir flakkarar. Nælduþéríeinnámeðanbirgðirenclast —ICTcHgfl! ehp— TÖLVUDEILD TENGILS BORGARFLOT27 SAUDÁRKRÓKI D 455 7900 VIÐ BÓNUM 0G RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 848 7007 * Netfang: siffo@hive.is Bílaviðgerðir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.