Feykir


Feykir - 10.07.2008, Blaðsíða 6

Feykir - 10.07.2008, Blaðsíða 6
6 Feyklr 27/2008 Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Frjálslynda flokksins notar sumarið að hluta til þess að ferðast um kjördæmið og hitta kjósendur. í siðustu viku var Kristinn á ferðinni á Norðurlandi vestra. -Ég hef verið að ferðast um norðurhluta kjördæm- isins síðustu þrjá daga til þess að kynna mér stöðu atvinnumála á svæðinu. Ég hef hitt sveitarstjóra í öllum sveitarfélögum sem og forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja, segir Kristinn H. aðspurður um ferðalag sitt. -Þetta er liður í reglulegri yfirferð kjördæma- þingmanns. Mér finnst ágætt að nota þann tíma sem hægara er um í höfuðborginni tU þess að ferðast um kjördæmið, bætir hann við. Ertu einn á ferðinni eða er Guðjón Arnar með þér? -Ég er bara einn að þessu sinni en Guðjón er í sumarfríi, svarar Kristinn og bætir aðspurður við að sjálfur komist hann ekki í frí fyrr en hjúkrunarfræðingar verði búnir að semja, en kona hans Elsa Friðfinnsdóttir fer þar fremst í flokki. -Þá hef ég áhuga á að komast á Hornstrandir og síðan til Evrópu eða nánar tiltekið til Borgundarhólms að heimsækja Sigga Björns, vin minn og trúbador. Hann er búinn að bjóða okkur að koma til sín. Nú ert þú bara einn að ferðast á hvað hlustar þú þá í bílnum? -Ég hlusta í þessari ferð núna aðallega á nýja diskinn með Álftagerðis- bræðrum og síðan er ég með annan með Guðrúnu Á Sigurðardóttur óperusöng- konu. Kreppan ekki hér Kristinn segir að ferð sem þessi sé eins og jarðsamband fyrir þingmanninn og nauðsynlegt sé að vera duglegur við að heyra í fólki. -Ég er í sambandi við fólk um þau mál sem á því brenna, bæði sveitarstjórnar-fólki svo og einstaklingum úr atvinnulífinu og hinum almenna kjósenda. Með þvi að fara með þessum hætti reglulega um kjördæmið þá á maður að vera sæmilega upplýstur um stöðu mála. í þessari ferð hef ég meðal ann-ars fengið mjög gott yfirlit um vegamál í Húnavatnssýslum, eða það sem upp á vantar til þess að þar séu góðir vegir, segir Kristinn og hlær. Er kreppuhljóð í fólki? -Nei, ég held að nú séum við að njóta þess að hafa ekki fengið uppsveifluna. Hér eru ekki framundan þau vandamál sem menn sjá fram á á höfuð- borgarsvæðinu meðal annars íverðlækkunáíbúðarhúsnæði og samdrætti í sölu. Hér er ágæt sala á húsnæði og verðið að heldur að hækka. Hin hliðin er líka sú að hér hefur húsnæði ekki verið eins dýrt og á höfuðborgarsvæðinu og því eru skuldir fólks ekki eins háár og það kemur sér vel núna, segir Kristinn áður en hann er rokinn á næsta fund. Kjósendurnir bíða. Vökulögin 2008 á Húnavöku Níu glæsileg lög í úrslitum Úrslit söngvakeppninnar Vökulögin 2008 verður haldin í íþróttahúsinu á Blönduósi föstudagskvöldið 11. júlí og hefst kl. 20.30. Alls bárust 44 lög í keppnina og voru 9 lög valin til að keppa til úrslita. Lögin níu eru öll hin áheyrilegustu og ljóst að það stefnir í hörku keppni milli góðra laga. Hverjum miða fylgir atkvæðaseðill þar sem hver merkir við sitt uppáhaldslag. Dómnefnd mun svo hafa jafn mörg stig til ráðstöfunar og fjöldi seldra miða. Þannig er vægi salar jafn mikið og vægi dómnefndar. Lögin níu eru: DRAUMALANDIÐ Flytjandi er Ardís Ólöf Víkingsdóttir Ardís hefur komið víða við á sínum ferli eftir dvöl sína í Tónlistarskóla A- Hún- vetninga á Blönduósi. M.a. tók Ardís þátt í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Litla Hryll- ingsbúðin sem var bæði sýnd á Akureyri og í íslensku ópemnni í Reykjavík. Einnig hefur hún tekið þátt í undankeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með lag Öriygs Smára, Eldur nýr, árið 2006. Árið 2003- 4 tók Ardís þátt í Idol Stjömuleit og fljótlega eftir það myndaðist söng- hópurinn Heitar lummur sem gaf út einn geisladisk. Ardís útskrifaðist í vor með masters-gráðu frá Westminster Choir College Of Rider University í Bandarfkjunum. >LÍFID ER FÍNT Flytjandi er Margrét Arna Vilhjálmsdóttir Margrét Arna er 17 ára, fædd og uppalin á Blöndu- ósi. Margrét Ama er ung og stórefnileg söngkona sem á framtíðina fyrir sér í sönglistinni. Hún stundar nám við Menntaskólann á Akureyri og vonandi fáum við að heyra hana syngja sem oftast í framtíðinni. HLUSTUM Á LÍFIÐ Flytjendur eru þær Hreindís Ylva Garðarsdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir Hreindís Ylva er fædd 1. mars 1989 og stundar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hreindís lærði jazzsöng við Tónlistar- skóla FÍH síðastliðin tvö ár, þaráðurvarhún í klassísku söngnámi við Söngskólann í Reykjavík. Einnig hefur hún stundað leiklist, dans og söng frá bamsaldri og hefur tekið þátt í ótal uppfærslum hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Þá hefur hún m.a. leikið í Annie í Austurbæ og Jesus Christ Superstar í Borgarieikhús- inu. Þórnnn Ama er fædd og uppalin á ísafirði. Hún hóf ung tónlistamám við Tónlistarskóla l’safjarðar, fyrst á fiðlu, svo píanó og loks söngnám. Þórunn hefur sungið á tónleikum með ýmsum kórum og tekið þátt í söngleikjum og leikverkum á ísafirði, Reykjavík og víðar. Vorið 2006 lauk Þórunn Ama söngnámi við Listaháskóla Islands og um haustið sama ár hóf hún nám við leiklistardeild Listaháskóla íslands. HOLTAVÖRÐUHEIÐIN Flytjandi er Andri Bergmann Andri Bergmann er 24 ára gamall söngvari frá Eski- firói. Eftir fjölmörg bílskúrsbönd og metnaðar- fulla tónlistarsköpun í Gmnnskóla lá leið Andra í Menntaskóla. Þartók Andri þátt í Söngkeppni Fram- haldsskólanna árið 2003 fyrirhönd Verkmenntaskóla Austurlands og stóð sig með prýði. Það var svo síðla árs 2006 sem lagahöfundurinn Torfi Ólafsson kom auga á pilt og fékk hann til að syngja lag sitt "Bjarta brosið" í söngvakeppni sjónvarpsins 2007. Lagið og söngvarinn vöktu athygli landans og komst Andri með lagið alla leið í úrslitaþáttinn. Síðasta haustfór Andri svo í alhliða söngnám til Kaupmanna- hafnar og í dag er hann að læra til kennara við þann sama skóla, Complete Vocal Institute. ÞRÁn FYRIR ALLT Flytjandi er Guðný Pála Rögnvaldsdóttir Guðný Pála er annar helmingur dúettsins GÍS sem fór langt í X-faktor keppninni á síðasta ári. Hún starfar sem dagskrár- gerðarmaður á Stöð 2 en söngurinn er aldrei langt undan enda glæsileg söngkona á ferðinni. >ALLT SEM ÉG ANN Flytjandi er Rakel María Axelsdóttir. Rakel Marfa fæddist í Reykjavík 17. febrúar árið 1977. Hún stundaði píanónám í tónmennta- skóla Reykjavikur frá átta ára aldri og síðar í Tónlistarskóla Grafarvogs. Rakel stundaði söngnám í eitt ár við Tónlistarskólann í Grafarvogi og eitt ár í Söngskóla Reykjavíkur. Frá 2003 hefur Rakel unnið sem forskólakennari í Tónlistarskólanum í Grafar- vogi verið með tónsköpun- amámskeið í gmnnskóla hjallastefnunnar. VINNANDI MENN Flytjandi er Guðmundur Hermannsson Guðmundur Hermannsson fæddur 31. júlí 1955. Hann lauk námi frá tón- menntakennaradeild vorið 1979 og hefur kennt tónmennt síðan og er starfandi tónmennta- kennari í Keflavik. Hann hóf feril í poppbransanum í skólahljómsveit í Mennta- skólanum við Laugarvatn á sínum unglingsámm. Eftir það spilaði Guðmundur í hinum ýmsu hljómsveitum með mörgum afbragðs poppumm þessa lands. Þá hefur hann átt lög og sungið inná nokkrar plötur ásamt því að hafa gefið út eigin sólóplötu. HVERT FÓR SÚ ÞRÁ Flytjandier Björgvin Fannar Björnsson Björgvin Fannar er 20 ára gamall Kópavogsbúi, Hann stundar nám við Mennta- skólanum við Sund og tók þátt í söngkeppni fram- haldsskólanna fyrir hönd skólans síðastliðið vor. Þar fengu landsmenn að sjá og heyra framtíðarsöngvara þó ekki næði hann að sigra keppnina í það skiptið. MÉR LÍDUR SVO VEL Flytjandi er Guðmundur Karl Ellertsson Guðmundur Karl er 35 ára, fæddur og uppalinn á Blönduósi. Hann hefur sungið á sviði, undir sviði en mest þó baksviðs við hin ýmsu tilefni. Best væri þó að hann héldi sig bara á sviðinu því þama fer afbragðs góður söngvari sem ætti að láta sönginn hljóma hvar sem hann stendur. Kynnir kvöldsins er leikar- inn og gamli Blönduós- ingurinn Felix Bergsson. Hvergi verður til sparað hvað varðar sviðsmynd, hljóð og Ijósabúnað sem ætti að skapa mikla og góða stemningu. Eftir keppni ætlar hljóm- sveitin Lexia að halda uppi stuði á balli sem standa mun fram á nótt Hægt er að heyra brot úr lögunum og kynnast flytjendunum nánar á heimasíðu keppn- innará Huni.is.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.