Feykir


Feykir - 10.07.2008, Síða 14

Feykir - 10.07.2008, Síða 14
14 Feykir 27/2008 íþróttafréttir Ungt afreksfólk:: Ragnar Frosti Frostason Sigur og jafntefli hjá Norðanliðunum 2. deildin í knattspyrnu Tindastóll tók á móti Hamarsmönnum á Sauóárkróksvelli á laugardaginn var. Hitinn um 23° og örlítill andvari til að kæla niður leikmenn. Hamarsmenn byrjuðu að krafti allt frá fyrstu mínútu og áttu nokkur hættuleg færi sérstaklega á 15. mínútu þá náðu þeir skoti sem hafnaði í þverslánni hjá Tindastóli og þar máttu heimamenn teljast heppnir. Tindstælingar svöruðu fyrir sig með ágætum sóknum sem rötuðu þó ekki í mark Hamarsmanna. Á 33. mín. dró til tíðinda þegar Hamarsmenn náðu góðri sókn og fastur jarðarbolti kom frá þeim sem sem hafnaði út við stöng og Gísli markvörður náði ekki að verja. StaðanorðinO-1 oghélst þannig til hálfleiks. í seinni hálfleik hélt baráttan áfram. Liðin skiptust á að gera harða hrið að marki hvors annars, Hamarsmenn staðráðnir að halda forystu en Tindstælingar aðjafna metin. Þegar klukkan var komin 4 mínútur fram yfir venjulegan leiktíma átti Halldór Jón ( Donni ) fast skot á markið af töluverðu færi sem markvörður Hamars náði ekki að halda og boltinn fór í markið. Tindastóll jafnaði leikinn 1-1 og urðu það lokatölur leiksins. Hvatarmenn lönduðu þremur stigum á Egilsstöðum Hvatarmenn gerðu góða ferð austur á Egilsstaði um helgina er þeir sóttu Hattarmenn heim. Hvöt hafði betur í viðureign þeirra en þeir skoruðu tvö mörk gegn einu marki heimamanna. Hvöt var fyrir leikinn í neðsta sæti en með sigrinum hífðu þeir sig upp í það ellefta með jafnmörg stig og Hamar, sem er í því tíunda en með betra markahlutfall. Hattarmenn komust yfir eftir 15 mín. leik effir hornspyrnu þar sem Vilmar Freyr Sævarsson náði að pota boltanum inn og skoraði fyrsta mark leiksins. Skömmu síðar komst Hvöt í sókn og Bjarni Pálmason átti sendingu inn fyrir vörn Hattar á Mirnes Smajlovic sem lék á Henrik Bödker í marki Hattar og skoraði og jafnaði þar með leikinn. Þegar um fimm mínútur voru til leikhlés náði Óskar Snær Vignisson að bruna með boltann upp völlinn og skoraði með skoti frá vítateig og staðan í hálfleik 2 -1 fyrir Hvöt og urðu það einnig lokatölur leiksins. Leik Hvatar og Hamars sem fram fór á þriðjudagskvöldið var ekki lokið þegar Feykir fór í prentun ogþvi verður umfjöllun um hann að bíða betri tíma. Sá leikur átti að fara fram í vor en var frestað vegna j arðskj álft anna miklu á Suðurlandi. Frjálsar íþróttir____________ UMSS féll um deild 43. Bikarkeppni FRÍ í frjálsum íþróttum, 1. deild, fór fram á Kópavogsvelli dagana 4. -5. júlí. Úrslit urðu þau að FH sigraði í 15. sinn í röð og í 18. sinn alls, hlaut 180,5 stig, en síðan komu ÍR (156), Breiða- blik (141,5), Ármann/Fjölnir (125), HSÞ (109) og UMSS rak lestina með 58 stig og fellur því aftur niður í 2. deild. FH sigraði einnig bæði í karla- og kvennaflokki. Heppnin var ekki með okkar fólki um helgina en bæði Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi fór fram um helgina í blíðskaparveðri. Ágætis þátttaka var í mótinu og ágætis golf leikið. Sigurvegari í meistaraflokki karla varð Jón Jóhannsson en hann fór dagana þrjá á 245 höggum, annar varð Valgeir Matthías Valgeirsson á 293 höggum og í þriðja sæti varð Jón Árni Bjarnason á 327 höggum. Ragnar Frosti Frostason og Linda Björk Valbjörnsdóttir urðu að hætta keppni á fyrri degi vegna meiðsla. Af úrslitum í keppninni má nefna að Gauti Ásbjörnsson sigraði í stangarstökki (4,40m). Vilborg Jóhannsdóttir varð í 2. sæti í kringlukasti (38,13m) og 3. í stangarstökki (2,75m), en Vilborg keppti í 6 einstakl- ingsgreinum og varð stigahæst keppenda liðsins með 16 stig. Halldór Örn Kristjánsson stóð sig mjög vel og varð í 3. sæti í 400m grindahlaupi (59,54sek). 11. flokki karla varð Grímur Rúnar Lárusson í fyrsta sæti á 322 höggurn, í öðru sæti varð Ari Hermann Einarsson á 326 höggum og í því þriðja varð Andri Kristinsson á 342 höggum. Hjá konunum sigraði Guðrún Ásgerður Jónsdóttir á 263 höggum, í öðru sæti varð Fanney Zophoníasdóttir á 301 höggi og í þriðja sæti varð Jóhanna Guðrún Jónasdóttir á 311 höggum. Markviss Skotmenn geraþað enngott Liðsmenn Skotfélagsins Markviss á Blönduósi kepptu um helgina á afmælismótl Skotfélags Akureyrar. Brynjar Guðmundsson hafnaði í 2. sæti í 3. flokki og Guðmann Jónasson varð í 2. sæti í 1. flokki og hafnaði í 2. sæti á mótinu öllu. Sigurvegari mótsins varð hins vegar Húnvetningurinn Hákon Þór Svavarsson ættaður frá Litladal (SFS) en Hákon vann með yfirburðum og náði nreistaraflokksárangri 114/125 og er hann eini íslenski skotmaðurinn sem náð hefur þeim árangri síðastliðin 2 ár. Þess má geta að ólympíulágmarkið í greininni er einmitt 114/125. Þá endaði fjórði Hún- vetningurinn Guðlaugur Bragi Magnússon í 4. sæti á mótinu. Næsta mót verður haldið á Blönduósi dagana 19. - 20. júlí. Meistaramót Golfklúbbsins Óss Meistarataktar Ætlar að æfa meðan skrokkurinn endist Ragnar Frosti Frostason æfir og keppir í frjálsum íþróttum með UMSS í Skagafirði. Sterkustu greinar Ragnars Frosta er 400 m hlaup auk þess sem hann hefur 200 metrana sem aukagrein. Ragnar Frosti býrí Gautaborg þar sem hann leggur stund á mastersnám í hugbúnaðar- verkfræði auk þess að æfa fþrótt sfna við bestu mögu- legu aöstæður. Hvað æfir þú oft í viku? -6-9 sinnum eftir því hvaða tímabil er. Árinu er skipt upp í ólík æfingartímabil. Á sumrin þegar ég ermikið að keppa þá æfi égsvona þrisvar í viku, keppi tvisvar en hvöi hina tvo dagana. Þá tek ég líka léttari æfingar og huga frekar að gæðum en magni. Nú æfir þú fjarri félögunum þfnum í UMSS, með hverjum ertu að æfa? -Ég æfi með Ullevi í Gautaborg við mjög góðar aðstæður. Með mér æfa margar stjörnur á sænskan mælikvarða en þekktastur en á efa Christian Olson heims- og ólimpíumeistari í þn'stökki. Hvernig er að koma frá Sauðár- króki og fara að æfa með svona nöfnum -Það er fínt, ég æfði með Jóni Amari hér heima á sínum tíma svo þetta em ekki mikil viðbrigði fyrir mig. Hver er besti árangur þinn á árinu? -Innanhús er það 48,82 í 400 sem er persónulegt met, bætti meira að segja utanhús árangur minn með þessum tíma. Hins vegar hef ég verið óheppinn með meiðsli þetta árið og því lítið getað keppt. Hvaða mót eru framundan? -Bikarkeppnin og síðan meistaramót í lok mánaðar. Ef ég verð heill stefni ég síðan á að fara á mót til Hollands, Finnlands, Englands og Þýskalands en það fer allt eftir meiðslunum. Hvað stefnir þú á að halda lengi áfram í frjálsum ? -Eins lengi og líkaminn helst heill, alla vega fram yfir þntugt. Ég er að æfa með einni núna sem er þntug og hafði verið meidd í þrjú ári. Hún hefur aldrei verið sterkari en nú og er því hetjan mín í dag. Þetta er langt frá því að vera búið og svo lengi sem ég hef gaman að þessu þá held ég áfram. Um leið og maður hættir að hafa gaman af íþróttinni er þetta búið. Hvað með mataræði og lífsstil? -Það snýst allt í kringum íþróttina, maður leyfir sér stundum að éta pizzu en heildarpakkinn verður að vera réttur. Allt er gott í hófi eins og maður segir. En þegar æfingar eru stífar er mikilvægt að borða rétt og fá inn frá öllum næringarflokkum annars fer allt fjandans til. Verður þú eitthvað hér heima í sumar? -Nei, bara þessa þrjá daga ogsíðan eru það alltaf jólin. Hvað með önnur áhugamál er tími fyrir þau? -Nei, ekki meðan ég er í námi til fjögur á daginn og síðan á æfingu til níu, eftir það em bæði dagurinn og ég búnir.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.