Feykir


Feykir - 10.07.2008, Blaðsíða 8

Feykir - 10.07.2008, Blaðsíða 8
8 Feykir 27/2008 Sölufélag Austur Húnvetninga var stofnaó á Blönduósi þann 26. febrúar 1908. Tilgangur meó stofnun félagsins var aó annast sölu sláturfénaöar bænda á hagkvæman hátt. Sögubrot Sama ár var fyrsta sláturhús S.A.H. byggt á Blönduósi í samstarfi við Kaupfélag Húnvetninga og var sama stjórn og sami framkvæmdastjóri fyrir bæði félögin næstu áratugina þegar stjórnir félaganna voru aðskildar en þó var það ekki fyrr en árið Í998 að framkvæmdastjóri var ráðinn yfir sölufélagið eitt og sér en það var Ólafur Haukur Magnússon. Á árunum 1926 - 27 byggði SAH stórt vörugeymsluhús og ári síðar eða árið 1928 var byggt frystihús við sláturhúsið. Trúlega ein stærsta byltingin í sögu félagsins og sýndi byggingin framsýni og þor heimamanna. Árið 1945 var farið að vinna að stofnun mjólkurbús á Blönduósi. Byggingin hófst árið síðar og tók mjólkurbúið til starfa áramótin 1947 -48. Mjólkurbúið á Blönduósi var fyrsta mjólkursamlagði hér á landi sem framleiddi þurrmjólk með valsaþurrkun og er reyndar í dag það eina sem það gerir. Árið 1958 var byggt við samlagið og vélakostur þess aukinn. Mjólkurtankar fóru til bænda á árunum 1973 -1977 og jafnframt voru settir upp stórir tankar við mjólkursamlagið. Samlagið var selt til Mjólkursamsölunnar árið 1999 og er enn rekið af miklum myndarskap. Algjör endurbygging á sláturhúsi félagsins hófst 1971 og 1973 á frystihúsinu. Þessum framkvæmdum lauk árið 1976 og var þá aðstaða fyrir 2300 kinda slátrun á dag og frystigeymslur fyrir 900 tonn af kjötið. Árið 1982 var byggt við sláturhúsið nýtt hagkvæmt stórgripasláturhús. Árin 1996 - 1998 fór fram enn ein gagnger endurnýjun á sauðfjársláturhúsi félagsins og kjötvinnslu. Markmið þessara framkvæmda varaðfáleyfi til að flytjakjötáEvrópumarkað. Það tókst árið 1998. Árið 2000 var að mest hætt að dreifa kjötvörum í verslanir og hefur áherslan þess í stað verðið lögð á gróf- og forvinnslu fyrir aðrar kjötvinnslur. í upphafi árs árið 2006 var stofnað nýtt félag SAH Afurðir ehf. um slátrun og kjötvinnslu á Blönduósi. Var það gert af frumkvæmdi stjórnar Sölufélags Austur Húnvetninga svf. Sem á 51% í hinu nýja félagi, Kjarnafæði á 36% og starfsmenn og bændur þau 13% sem eftir standa. Markmið hins nýja félags er eru hin sömu og markmið þess eldra, það er að annast sölu afurða bænda með hagkvæmum hætti. bakkabandinu. nar Höskulds réttarstjóri og Haukur 1 Brekku. Peyfclr 2008 27/2008 Feykir 9 ^eykir m«urskro kkana. Guðmundur Valtýsson kemur tneð fé tit státrunar. ntyndinni ero Sigurður SOLUFELAG AUSTUR HUNVETNINGA ARA LaugaáTiöm, UljaíVikumog Sigurbjörg í Öxl. Fyrirneöan: Guöbjörg úrbeinar lambaskrokk. í tilefni af 100 ára afmæli Sölufélagsins þann 26. febrúar síðastlíðinn efnum við til afmælisfagnaðar sunnudaginn 13. júlí frá kl. 11-15. Boðið verður uppá Ijúffenga grillrétti að hætti Sölufélagsins auk þess sem leiktæki verða fyrir börnin. Þá verður hægt að skoða húsakynni SAH afurða ehf. Þökkum viðskiptavinum ánægjulega samfylgd á liðinni öld um leið og víð göngum inn í nýja öld með SAH afurðum ehf. Gísli Garöars sláturbússtjóri sagarlambaskrokk.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.