Feykir


Feykir - 10.07.2008, Blaðsíða 16

Feykir - 10.07.2008, Blaðsíða 16
Allir mættir á toppinn. Þórdísarganga Þórdís blessaði gönguna með sól Það var ekki mikil fjallasýn þegar Skagstrendingar nudduðu stírurnar úr augunum á laugardagsmorgun. Þoka alveg niður í byggö. En rétt eins og hendi væri veifað, 15 mínútum áður en fyrsta Þórdísarganga menningarfélagsins Spákonu- arfs átti að fara fram, leystist þokan upp og sólin vermdi hlíðar Spákonufjallsins, sem skartaði sínu fegursta þennan dag. Ætli Þórdís hafi ekki bara verið að sýna velþóknun sinni á þessari göngu henni til heiðurs. Gangan tókst í alla staði vel og var þátttaka einstaklega góð, 66 göngumenn héldu á fjallið Elsti og yngsti þátttakandinn. Toppnum náð og útsýnið dásamlegt. og allir náðu þeir toppnum og komu heilir niður, fyrir utan sólbruna og nokkur minniháttar hælsæri. Elsti fjallgöngugarpurinn var 74 ára og sá yngsti 4 ára. Ólafur Bernódusson var leiðsögumaður í ferðinni og fólst honum það frábærlega vel úr hendi, enda góður sögumaður og kann frá mörgu að segja. Að göngu lokinni var vel þegið að fá góðar veitingar í golfskálanum og láta líða úr sér. Dagurinn frábær í alla staði. Allir fengu sérstaka viðurkenningu fyrir afrekið og fóru sáttir og sælir heim. Næsta ganga verður farin á Kántrýdögum þann 16 ágúst. n.k.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.