Feykir


Feykir - 10.07.2008, Page 10

Feykir - 10.07.2008, Page 10
lO Feyklr 27/2008 Gísli Garðarsson sláturhússtjóri Miklar breyt- ingar í slátrun Sláturhús og sláturaðferðir hafa tekið miklum breytingum undanfarna áratugi, svo ekki sé talað um í 100 ára sögu sláturhúss SAH. Menn koma og fara, stjórnendur sem verkafólk. Núverandi sláturhússtjóri er Gísli Garðarsson ættaður frá Súðavík, settist að á Blönduósi 1972 og byrjaði að vinna í sláturhúsinu um haustið. Feyki langaði að forvitnast um Gísla. - Ég kom á Blönduós 1972 og fór að vinna hjá bænum en um haustið fór ég að vinna í sláturhúsinu. Það var svo árið 1978 sem ég var ráðinn sláturhússtjóri. Hverjar hafa verið helstu breytingar hjá ykkur? -Þær eru margar og miklar. Þegar ég byrjaði var svæðið þaðan sem við fengum sláturféð eingöngu bundið við Austur Húnavatnssýslu en er núna er það allt frá Dýrafirði í vestri til Kelduhverfis í austri. Árið 1979 var mikið skorið niður vegna riðu en þá hafði verið slátrað um 70-71 þúsund íjár. Núna er þetta um 93 þúsund fjár og af því er u.þ.b. 51 þúsund utan sýslunnar. Vélvæðingin er mikil í dag og nú vinna um áttatíu manns í sláturtíðinni miðað við hundrað og tuttugu manns hér áður en þá var meira treyst á handaflið. Húsið var mikið mannað fólki úr sveitinni áður en núna erlendu starfsfólki síðustu ár. Hvaða starfsemi önnur er hjá SAH en sauðfjárslátrun? -Stórgripaslátrun er allan ársins hring. AðaUega nautgripir héðan úr sýslunni og svo mikil hrossaslátrun. Við erum í verktöku í úrbeiningu, reykingu og sögun. Svo erum við í fullvinnslu á sviðasultu. Hún er nokkuð mikil á landsvísu. Hvernig gengur að manna vinnsluna utan sláturtíðar? -Það gengur vel. Hér eru margir með langan starfsaldur bæði erlendir og innlendir, hér vinna nú um fjörtíu manns að staðaldri og við lítum björtum augum til framtíðar. Vísan er ekki birtingarhæf Anna Karlsdóttir Anna Karlsdóttir og er ein af þeim konum sem sóttu vinnu f sláturhús SAH á haustin. Oft var mikil vinna og uppgrip ef unnió var vel og lengi. Anna er fædd árið 1919 hefur upplifað miklar breytingar í gegnum tíðina og rifjar upp gamla og nýja tfma með Feyki. -Ég bjó á Neðri Lækjardal til ársins 1964 en hætti þá búskap og fluttist til Blönduóss. Ég vann á sláturhúsinu á haustin, oftast í mörnum annars bara í því sem þurfti. Ég var líka með tvo, þrjá karla í fæði, seldi þeim mat. Það var annars sama hvað ég gerði, það er allsstaðar gaman að vinna. Ég vann til ársins 2000 á sláturhúsinu en þá hætti ég. Ég sleppti aldrei úr degi, hef alltaf verið góð til heilsunnar, aðeins farið tvisvar á sjúkrahús í gegnum tíðina. Breytingarnar hafa verið miklar í sláturhúsinu í þinni tíð? -Já. Þær eru rniklar. Runólfur hét fyrsti sláturhússtjórinn, frá Krossá í Vatnsdal. Hann var vel liðinn af starfsfólkinu, annars er þetta allt saman ágætis fólk sem ég hef unnið með. Fólkið kom allt úr sveitinni hér áður fyrr en núna kemur það víst eitthvað lengra að. Annars var það mesta furða hvað allt var þrifalegt með innmatinn og skrokkana þó tæknin væri minni. Þetta fór alltsaman vel. Það hafa líka orðið breytingar með sláturtímann. Áður var byrjað að slátra um miðjan september eða eftir réttir en núna er byrjað miklu fyrr. Manstu eftir einhverjum vísum sem voru samdar í sláturtíðinni? -Það voru náttúrulega einhverjar vísur samdar en ég man þær nú ekki. Ein visa var reyndar samin um mig eftir að ég gerði einum manni grikk en hún er svo ljót að hún er ekki birtingarhæf. Hvað hefúr þú haft fyrir stafni síðan þú hættir að vinna? -Ég var alltaf með skepnur í kiingum mig. Það eru tvö ár síðan ég fargaði rollunum, var hætt að geta sinnt þeim ein. Svo var ég líka með hross.Var að myndast við að temja og ríða út og hafði óskaplega gaman af því. Þegar ég var krakki náði ég hvaða bikkju sem var. Ég elskaði það að hafa hross í kringum mig. Þú hefur alltaf góða ástæðu til að heimsækja Norðurland vestra! Á DÖFINNI 11,-13. JÚLÍ Húnavaka:: Blönduós 13. JÚLÍ Safnadagurinn, Minjahúsið kl. 14:00 :: Sauðárkrókur 13.JÚLÍ Safnadagurinn, Glaumbær kl. 14:00 :: Skagafjörður 13.JÚLÍ Markaðsdagur, Lónkot:: Hofsós 13. JÚLÍ Hóladómkirkja, messa kl. 11:00 :: Hólar í Hjaltadal 13. JÚLÍ Tónleikar kl. 14:00. Þóra Einarsdóttir sópran og Björn Jónsson syngja við undirleik :: Hólar í Hjaltadal 15. JÚLÍ Knattspyrna á Króknum. M.fl. karla - 2. deild, Tindastóll - ÍH kl. 20:00:: Sauðárkrókur SAMTOK SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA ATVINNUPRÓUN

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.