Feykir


Feykir - 10.07.2008, Blaðsíða 7

Feykir - 10.07.2008, Blaðsíða 7
27/2008 Feykir 7 Siguröurjóhannesson er framkvæmdastjóri Sölufélags Austur Húnvetninga svf. og SAH Afuróa ehf. sem nú rekur slátrun og kjötvinnslu á Blönduósi. Feykir settist niöur meó Sigurói í tilefni þessara merku tímamóta og forvitnaöist örlítiö um söguna, nútíóina og framtíóina. Sölufélag Austur Húnvetninga í 100 ár Kjölfesta og bú- stólpi í heila öld Aðspurður segir Sigurður að Sölufélag Austur Húnvetiniga, (SAH svf.) standi í dag fyrir það sama og það hefúr alltaf gert, það er að þjónusta bændur og vera um leið ákveðin kjölfesta í atvinnulífi í Austur Húnavatns- sýslu. - SAH svf. er í skilgreindri eigu bænda og mikilvægt að bændum sé það ljóst, að hver og einn þeirra á ákveðinn hluta í félaginu. SAH svf. er því samvinnufélag í skilgreindri eigu bænda og hefúr verið það í heila öld. Það veitir bændum ákveðna tryggingu fyrir því að þeir geta haft áhrif á það hvernig farið er með þeirra afurðir. SAH svf. sem varð 100 ára þann 28. ferbrúar 2008 er í dag rekið sem fasteignafélag en SAH Afurðir ehf. er rekstrarfélag sem hefur öll þau sömu markmið og SAH svf. hafði á sínum tíma en mikilvægast er að slátra og selja afúrðirbændameðhagkvæmum hætti. Sölufélag Austur Húnvetn- inga á allar fasteignir sem notaðar eru til reksturs SAH Afúrða ehf. Tilgangurinn með stofnun þess félags var fyrst og ffemst sá að geta stofnað til nánara samstarfs við aðila eins og Kjarnafæði því SAH svf. sem slíkt er samvinnufélag og erfitt að breyta eignaraðild þess. Hins vegarersami ffamkvæmdastjóri yfir báðum félögum en þau hafa alskildar stjórnir og það eru haldnir stjórnarfúndir í báðum félögum sem bæði eru virk og þeim er í raun stjórnað sem sitt hvoru félaginu, útskýrir Sigurður. En hver skyldi nú vera mesta breytingin í 100 ára sögu sláturhúss á Blönduósi? -Breytingarnar hafa auðvitað verið miklar á þessum eitt hundrað árum en ef litið er til fortíðar þá má segja að bygging sláturhússins á sínum tíma hafi verið affek þess fólks sem hér bjó. Sláturhúsið hér er annað elsta sláturhús landsins en KEA reið á vaðið 1907 og byggði sláturhús sem nú hýsir veit- ingastaðinn FriðrikX. Næsta bylting og örugglega sú allra stærsta var síðan árið 1928 þegar byggt var hér frystihús til að geta fryst og geymt kjötið. Framsýni og þor þeirra sem þá voru við stjórnvölinn er eftirtektarverð, því þetta var í aðdraganda heimskreppunnar miklu og fjárfestingin stór á þeirra tíma mælikvarða. Þá skapaðist tæki færi til þess að frysta og geyma kjöt á annan hátt en salta það eða þurrka. Þessi breyting ein og sér er langstærsta einstaka breytingin í rekstri félagsins þangað til SAH Afúrðir voru stofúaðar 2006. Síðan var síðasta mikla neyslubreytingin fyrir um 15 - 20 árum síðan þegar farið var í auknum mæli að selja fyrirfram kryddað kjöt og eða það sem í dag er nefnt grillkjöt. Hins vegar hafa orðið miklar tækniffamfarir í bæði slátrun og allri meðferð afúrðanna á þessum tíma en engin eins byltingarkennd og þessi. f dag er sláturhús SAH Afurða mjög tæknilega fúllkomið, og t.d. þarf um helmingi færra fólk til sauðfjárslátrunar en þurfti fyrir um 15 árum síðan. Slátur orðið tískuvara Nú breyttuð þið griðarlega mikið áherslum upp úr árinu 2000 og dróguð ykkur að mestu út af smásölumarkaði. Hvers vegna var það? -Það var fýrst og fremst vegna fjarlægðar frá markaði og aukinnar samþjöppunnar á smásölu- markaði. Við tókum þá ákvörð- un um að einbeita okkur að fyrirtækjamarkaði og seljum nú um 97 - 98% af okkar vöru til 6 - 7 stórra viðskiptaaðila. Við erum sem sé með fáa en stóra viðskiptavini og í því er fólgin ákveðin sérhæfing sem hefúr skilaði okkur árangri. Hvað með slátursöluna er hún einhver að gagni í dag? -Við höfúm auðvitað rekið slátursölu hér í 100 ár þar sem við seljum allt til sláturgerðar, og reyndar kjöt og kjötvörur einnig, eftir því sem við á hverju sinni. Slátursalan hefúr minnkað ffá því sem var en það er okkar tilfinning að hún eigi ekki eftir að minnka meir en orðið er. Það er ákveðin tíska fólgin í því að halda þorrablót og borða súrmat og þar með ákveðin vakning gagnvart þvi að þarna sé um menningararf að ræða. Það er t.d. draumur minn að útbúa og markaðssetja einskonar íslensk- an tapas rétt, sem væri t.d. slátur, lifrarpylsa, hangikjöt, sviðasulta, reyktar tungur, rófústappa og smjör. Góður, ljúffengur íslenskur matur. SAH Afúrðir hafa ákveðna sérstöðu sem eina fýrirtækið á stóru svæði sem býður upp á ekta kalónaðar vambir til sölu þannig að það er mikil ásókn í slátursöluna sem við viljum endilega halda í og efla. Við höfúm aðeins í tengslum við hana hugleitt að útvíkka starfsemina hjá okkur og bjóða upp á ferskt kjöt og kjöthluta þegar slátursalan er opin og jafnvel einhverja tvo daga í viku. Björt framtíðarsýn Sigurðursegiraðframtíðarsýnin sé sú að halda áfram að þjónusta bændur og á þann hátt má segja að framtíðarsýnin í dag sé sú sama og hún var fýrir 100 árum þegar SAH svf. var stofnað. - Rekstur sláturhússins og kjöt- vinnslunnar er að eflast enn frekar undir merkjum SAH Afúrða ehf. og er velta þess félagsrúmurmilljarðurkróna á ári með 57 ársverkum. Mark- rniðið er ekki endilega að fjölga þeim heldur hafa þau eins mörg og þau þurfa að vera. Hins vegar viljum við efla og stækka viðskiptamannahóp okkar og fjölga bændum í viðskiptum. Þó aðstæður á fjármálamarkaði séu með þeim hætti að erfitt sé að stækka er það engu að síður mjög nauðsynlegt. Ég held að afúrðarstöðvum eigi eftir að halda áfram að fækka og þær eigi eft ir að sameinast og stækka í meiri mæli en við höfúm nú þegar séð. Þú heldur ekki að framtíðin liggi í því að afurðarstöðvamar fari einnig að sinna hlutverki ræktandans? -Nei, ég held að við förum ekki út f það enda tel ég að það eigi ekki að vera hlutverk afurðarstöðvarinnar. Við megum ekki gleyma því að það eru bændurnir sem eiga afurðarstöðvarnar flestar hverjar og eru þær því fram- lenging á þeirra starfsemi og við eigum ekki að snúa þeirri framlengingu við. Eins tel ég ekki æskilegt að afúrðarstöðvar séu að lána bændum fé til t.dkvótakaupa og binda þá í viðskipti árum saman. Bændur eiga að hafa frjálst val um það hvar þeir leggja inn afúrðir þær afúrðir sem þeir framleiða. Fyrir rúmum 10 árum varð sú breyting á að afúrðarstöðvar fóru i auknum mæli að sækja út fýrir sín svo kölluðu heimasvæði og sækja búfénað til slátrunar landshornanna á milli. -I okkar huga er landið allt okkar heimasvæði. SAH svf. var brautryðjandi í því að sækjast eftir viðskiptum við bændur utan skilgreindra „heimasvæða" Við fórum að sækja í auknum mæli um land allt á árunum 2000 - 2001 og höfúm síðan þá haldið áfram á þeirri braut. Þessi þróun hefúr brotið upp þetta gamla „heimasvæðá1 fýrirkomulag og gefið bændum aukið frelsi til þess að velja hvar þeir vilja eiga sín viðskipti. Hins vegar er þetta þróun sem verið hefúr að gerjast um allan heim og á Nýja Sjálandi er þetta nákvæmlega eins. En auðvitað má líka segja það að þetta sé þróun sem fáa hafi órað fyrir í lok síðustu aldar. Hvað með hækkandi olíuverð, dregur það ekkert úr flutningi sláturdýra um langan veg? -Auðvitað kemur hækkandi olíuverð illa niður á öllum rekstrarkostnaði bæði hjá bændum og afúrðarstöðvum. Hækkun á olíu, plasti og öðrum umbúðum kallar auðvitað á hækkanir til bænda og hækkanir á kjöti til neytenda. En hefur ekki húsnæðisverð hækkað? Hefúr ekki brauð hækkað, hafa ekki laun opin- berra starfsmanna hækkað? Er eitthvað sem segir að laun bænda eigi ekki að hækka? Tími ódýrra matvæla er liðinn. íbúar vesturlanda þurfa á komandi áratugum að gera ráð fýrir því að eyða eða ætti ég kannski að segja „nota“ stærri hluta launa sinna til að brauðfæða sig heldur en verið hefur undanfarinn áratug. Mannkyni fjölgar ört, og á sama tíma er samkeppni um uppskeru ræktarlands t.d. til framleiðslu eldsneytis að aukast. Matvælaverð hækkar á næstu árum og þess er skammt að bíða að það að eiga land og geta framleitt á því matvæli, verði mikilvægara en það er í dag. Sú stétt manna sem stjórnar heiminum innann fárra ára, eru þeir sem eiga vatn og mat, eða geta framleitt vatn og mat.. Sigurður, framundan er heilmikil afmæhsveisla. Hvað æflið þið að gera í tilefni tímamótanna? -Við ætlum að hafa opið hús hér í húsakynnum okkar sunnudaginn 13. júlí frá 11 - 15. Ætlunin er að bjóða fólki að koma og skoða húsakynnin, fræðast aðeins um reksturinn og síðan ætlum við að grilla fyrir gesti og gangandi auk þess að vera með leiktæki fýrir börnin. Við vonumst auðvitað til þess að já sem flesta þannig að allir geti notið þessara merku tímamóta hér með okkur, segir Sigurður að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.