Feykir


Feykir - 10.07.2008, Blaðsíða 15

Feykir - 10.07.2008, Blaðsíða 15
27/2008 Feykir 15 ÚR ELDHÚSI LESENDA ) Margeir og Sigurlaug kokka Ef allt klúörast þá er líka fljótlegt aö panta pizzu Það eru þau Margeir Frióriksson ogSigurlaugValgarðsdóttir sem bjóða lesendum upp á létta og fljótlega sumarrétti í uppskriftum vikunnar. Þau skora á Árna Egilsson og Þórdfsi Þórisdóttur að sjá um næsta þátt. Sjávarréttasinfónía 30 gr. smjör 1 stk. laukur 5-6 stk. pressuð hvítlauksrif 200 grömmferskir sveppir 1 stk. fiskiteningur Svarturpipar eftir smekk og smá salt. 500 gr. hörpudiskur 300 gr. rœkjurfrá Dögun ehf. 1 stk. lítil dós afkrœklingi 1 -2 matskeiðar sítrónusafi 'A Itr. rjómi Laukur, hvítlaukur og sveppir sneiddir niður og brúnaðir á pönnu. Rjómanumogfiskikrafti bætt við. Sítrónusafinn kreistur yfir fiskinn. Hörpudiskurinn settur út í og látinn malla i ca. 2-3 mínútur. Að síðustu kræklingurinn og rækjurnar, sem á aðeins að hita í gegn en ekki sjóða. Kryddið með salti og pipar. Má þykkja með sósujafnara ef vill. Þetta er borið fram með ristuðu brauði. Saltfiskur með papriku og þistilhjörtum 800 gr. saltfiskshnakkar, útvatnaðir og roðlausir 300 gr. (ein krukka) niðursoðin paprika í tómat frá SACLA 250gr. (ein krukka) niður- soðin þistilhjörtu frá SACLA 50 gr. bergmynta (ferskt oregano) 3 stk. hvítlauksgeirar 1 dl. ólívuolía 1 dl. japanskur brauðraspur (Panko raspurfrá Blue Dragon) Svartur pipar Skerið saltfiskinn í sneiðar. Kreistið hvítlaukinn yfir og piprið. Bætið ólívuolíunni og Panko raspinum saman við og steikið á heitri pönnu. Sigtið paprikuna og þistilhjörtun, saxið gróft og setjið í stóra skál ásamt saltfiskinum. Saxið bergmyntuna yfir og blandið öllu saman. Berið fram með góðu salati t.d. klettasalti, tómötum, ólívum og fetaosti. Gott er að hafa hvítlauksbrauð með þessum rétti. Ferskur ávaxtaréttur Ferskir ávextir: Ananas, vínber (rauð og græn), jarðarber, bláber, melóna osfrv. Ávextirnir brytjaðir í hæfi- lega bita og blandaðir saman í stóra skál. Flott að skreyta með laufinu á ananasnum. Skerið toppinn af ananasnum sem er með laufinu á og setjið í miðja skálina og brytjaða ávextina í kring. Sósa: 2 msk. púðursykur 2 msk. súkkulaðispœnir 2 msk. sýrður rjómi 2 msk. þeyttur rjómi Leki afGrand Mariner líkjör (má sleppa) Allt hrært saman. Ef allt klúðrast þá er líka fljótlegt að panta pizzu. ( GUOMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 479 Endurvinnslustefna var mjög svo óvœnt tekinn upp á Feyki í liðintti viku og var því birtur aftur vísnaþáttur 470 í stað þáttar númer 479. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum utn leið og hinn rétti þáttur er birtur. Heilir og sælir lesendur góðir. Ætla mætti að dauft hafi verið yfir mannlífi í Mývatnssveit þegar Þura í Garði orti svo: Einu hvísla égað þér engutn máttu segja. Enginn vildi una mér ein má lifa og deyja. Það mun hafa verið sá ágæti hagyrðingur, Sigurður Óskarsson bóndi í Krossanesi í Skagafirði, sem sendi kunningja sínum svo ágæta afmæliskveðju: Á nœsta leiti ellin er afmors hvatir dvítta. Sextugum égsendi þér samúðarkveðju mína. Þegar okkar ágæti Dúddi á Skörðugili varð sjötugur, sendi Sigurður honum þessa fallegu kveðju: Þú ert ekki vinur gugginn négrár gcefatt þérflest eftir lét. í sambúð við lífið í sjötíu ár þú sett hefur íslandsmet. Þegar Sigurður átti á efri árum við vanheilsu að stríða, orti hann: Ég er með gigt ogget ekki riðið þó góðhestur með tygjum standi. Síst vil ég inn um sáluhliðið þið sjáið tnig koma fótgangandi. Þegar brá til betri tíðar með heilsufarið, orti Siggi þessa: Nú er gigtin gengin hjá get égdrukkið, riðið góðhestinum glaður á gegnum sáluhliðið. Þá langar mig að leita til lesenda með upplýsingar um höfund eftirfarandi vísu: Hér er ekkert draugadót dýrðlegsýn tiljarðar. Breiða faðminn brögnum mót byggðir Arnarfjarðar. Aftur er freistandi að rifja upp skagfirskar vísur. Það er Hallgrímur Jónasson kennari, sem hugsar til æskuáranna og yrkir svo snjallar hringhendur um þær hugleiðingar: Hlógum, sungum, lékum listir Ijóð aftunguflugu snör. Hugir ungir, örir, þyrstir öllutn drunga viku úr fór. Létum harma flesta flýja fyllti barma gleðin heið. Ykkar vartna vinahlýja varpar bjarma á mína leið. Ein vísa í viðbót eftir þennan skagfirska snilling, sem mun ort um samferðamann á lífsleið, sem oft mun hafa verið seinn til svars: Eigi að merkja œttarslóð undirlœgju kjörum, lítið verður landi ogþjóð lið i hálfum svörum. Gaman að bregða sér næst í Borgar- fjörðinn og heyra frá bóndanum á Snartarstöðum, Helga Björnssyni. Spurði hann þau tíðindi úr Reykjavíkurhreppi, að yfirvöld þar hefðu látið þau boð út ganga, að hreppsbúar hefðu sem bestan aðgang að drykkjarhæfu vatni: í Reykjavík vœnkastfer vist nú verður þar búandifyrst. Um borgina alla skal brynningardalla brúka effólk verðurþyrst. Á vortímanum mun Helgi hafa ort þessa: Efeinhver maður um migspyr annar svarað getur. Hann er að sjá hvað hrútarnir hafa gert í vetur. Einhverju sinni komst sú umræða á kreik, að hafin væri framleiðsla á svo- kölluðum fullnægingarpillum fyrir konur. Orti þá Helgi: Hjá konu efégfala aðfá það fljótlega hlýt ég að sjá það efhún töflu sérfær og tístir og hlœr, þá er vonlaust að minnast meira á það. Verslun í Borgarfirði, sem bar nafnið Puntstráið, auglýsti sérstaklega barna og gluggatjaldaefni. Orti þá Helgi: Puntstráið afbúðum ber í boði er þar vörufjöldinn. Sérstaklega auglýst er efni í börn oggluggatjöldin. I lok sláttar yrkir Helgi þessa staðreynd: Úr því verður ekki bœtt er það ný oggömul saga, að þegar loks er heyskap hœtt hangir þurrt í marga daga. Guðmundur Einarsson, sem kenndur var við Ytri-Ey, mun á ferðalagi hér fram í dölum hafa ort svo: Blöndudalur indœll er ekki er því að neita. Bœndur sumir búa hér betur en til sveita. Það er skáldið frá Eiríksstöðum, Gísli Ólafsson sem er höfundur að næstu vísu: / veðri geystu riðar reyr, rósfœr breyst á kvisti. En þú veist að aldrei deyr ástarneistinnfyrsti. Gaman að enda með þessari ágætu hringhendu Gísla: Drangey sett í saltan mar sífellt mettar snauða. Báran létta lagar þar Ijóð um Grettis dauða. Verið þar með sœl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.