Feykir


Feykir - 10.07.2008, Blaðsíða 3

Feykir - 10.07.2008, Blaðsíða 3
27/2008 Feykir 3 Sigurður Árnason skrifar Skólastefna Sveitarfélagsíns Skagafjarðar breyttist lagaumhverfi fyrir nokkrum vikum svo eitthvað sé tínt til. Að þessu sögðu er það ljóst að skólastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar aldrei orðið endanlegt plagg og hlýtur að verða tekin til endurskoðunar með reglulegu millibili þar sem að tekið er tillit til nýrra áherslna, viðhorfa og aðstæðna. í stefnunni er skilgreint hlutverk skólanna sem er að Á síóasta fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar var samþykkt skólastefna fyrir sveitarfélagið. Um er að ræða stefnumörkun sveitarstjórnar f skóla- málum þar sem verið að er að gera gott betra. Stefnan er upp á við. Á síðasta kjörtímabili samþykkti þáverandi Fræðslu- og menningarnefnd sveitarfélagsins tillögu mína um að hafin yrði vinna við skólastefnu Sveitarfélagsins Skagatjarðar. Á þeim tíma sem liðinn er hefur ýmislegt breyst í umhverfi skólanna. í greinargerð minni með tillögunni tilgreindi ég að tæplega 700 milljónir króna væru áætlaðar í fræðslumálin en í íjárhagsáætlun ársins í ár er rúmlega milljarður króna áætlaður í málaflokkinn. Þá „búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi í samvinnu við heimilin. Skólar í Skagafirði skulu hafa lýðræði, umburðarlyndi og víðsýni að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Skólar í Skagafirði eiga að stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Skólastarf skal einkennast af gagnkvæmri virðingu og vellíðan allra. Skólar í Skagafirði eiga að veita nemendum jafngild tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni. Skólastarf skal leggja grundvöll að sjálfstæðri, skapandi hugsun og samstarfshæfni nemenda.” í framtíðarsýn fyrir skólana segir: “Skólar í Skagafirði verði framsækin og metnaðargjörn skólasamfélög. Þeir bjóði upp á kjörumhverfi til náms í góðu samstarfi við heimilin og grenndarsamfélagið, þar sem nemendur öðlist þroska og menntun við hæfi. Nemendur séu vel undir framtíðina búnir, með góðan bóklegan, verkleganogfélagslegangrunn. Skólagangan sé heildstæð og skólastig og -gerðir tengist saman með þarfir nemenda að leiðarljósi. Nemendur hafi ánægju af námi, beri virðingu hver fyrir öðrum og séu öruggir í heilbrigðu og hvetjandi skólaumhverfi. Skólar í Skagafirði hafi yfir að ráða hæfileikaríku og vel menntuðu starfsfólki og hvetjandi starfsumhverfi. Skagfirðingar séu stoltir af skólum sínum” Skólastefnan greinist í 11 stefnuliði sem aftur greinast niður í 27 markmið sem hvert fyrir sig hafa 2-9 skilgreindar leiðir að markmiðinu. Við gerð stefnunnar var horft til þess að allt sem inn í hana færi væri framkvæmanlegt en það er forsenda þess að stefnan geti orðið sá leiðarvísir sem að til er ætlast. Sumt af því sem er í stefnunni er þegar í gangi, annað er á dagskrá og enn annað þarf að vinnast á lengri tíma. í sumum tilfellum þarf að leggja út í fjárfestingar og hversu hratt það gerist ræðst af fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins hverju sinni. Til að mæla árangurinn verður unnið svokallað skorkort sem er mælistika á það hversu nálægt við erum að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkar og hvort okkur miðað áfram eða afturábak. Skólastefnan var unnin þverpólitískt í góðri sátt við skólastofnanir, kennara-, foreldra- og nemendaráð. Drög að köflum um hlutverk og framtíðarsýn skólastefnunnar voru send til umsagnar þessara aðila í mars á síðasta ári og drög að skólastefnunni í heild send þessum aðilum með formlegum hætti nú í vor til umsagnar auk þess sem auglýst var á opinberum vettvangi eftir athugasemdum almennings við drögin. Ég vil þakka samnefndar- fólki mínu Helga Thorarensen, Sigríði Svavarsdóttur, Úlfari Sveinssyni og Sigríði Garðars- dóttur áheyrnarfulltrúa Akra- hrepps fyrir samstarfið við gerð þessarar stefnu. Einnigvil ég sérstaklega þakka starfsfólki okkar, þeim Rúnari Vífilssyni, Þóru Björk Jónsdóttur og Jóni Rúnari Hilmarssyni, en gerð stefnunnar var hluti af námsverkefni hans til mastersgráðu, fyrir þeirra vinnu og faglegan stuðning við gerð stefnunnar. Þá vil ég einnig þakka þeim sem að gáfu sér tíma til að fara yfír drög af stefnunni á ákveðnum tímapunktum og skiluðu til okkar athugasemdum. Sigurður Árnason, formaður Frœðslunefndar og sveitarstjórnarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í Sveitarstjórn Skagajjarðar. ÁSKORENDAPENNINN ) Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Hvammstanga Almennt eru þau glaösinna og fjörug, kurteis og prúö Ég hef verið svo heppinn að kynnast stórum hóp barna og unglinga í Húnavatnssýslum, Skagafirði og á Ströndum. Ég hef starfað með þessum krökkum á fermingarnámskeiðum sem þau hafa sótt ásamt prestum sínum. Það er alltaf jafn gaman að kynnast þeim því þau hafa svo margt að gefa. Almennt eru þau glaðsinna ogflörug, kurteis og prúð. Foreldrar geta verið sérlega stolt af unglingunum sínum hér á Norðurlandi vestra. Á fermingamámskeiðunum, einkum löngu námskeiðunum ÍVatnaskógi, hefurverið ánægjulegt að kynnast einlægni unglinganna. Það er í gegnum slík kynni sem ég efast aldrei um heillyndi fermingarbarna þegar þau ákveða að fermast. Auðvitað em ekki allir leyndardómar trúarinnar á hreinu, ekki frekar en hjá okkur fullorðna fólkinu, en einlægnin og viljinn til að lifa sem kristin manneskja er ekta. Ég hef aftur á móti oft tekið eftir því að áreiti frá fullorðnum, sem gjarna hefst á vormánuðum í formi auglýsinga og sölumennsku, mglarsuma í rýminu og sviptir þau þeim friði og þeirri ró sem nauðsynleg er við allan fermingamndirbúning. Foreldrar ættu að íhuga það. Hvort erum við foreldrarnir uppteknari af hinu ytra eða hinu innra? Hvort eyðum við meiri tíma í praktísk atriði við undirbúning fermingarveislu eða þátttöku með bömum okkar f fermingarfræðslunni s.s. með því að fylgja þeim til kirkju á fermingarvetri eða fylgjast með fræðsluefninu? Það vilja allir lifa farsælu lífi. Bæði foreldrar, unglingar og börn. í samfélagi okkar eru endalaus tilboð sem reyna að höfða til þess vilja okkar. Okkar er að velja og hafna. Til að eiga auðvelt með að velja og hafna er mikilvægt að gmndvallarlífsafstaðan sé nokkum veginn á hreinu. Það er nauðsynlegt að gildismat okkar sé byggt á traustum gmnni. Eg skora á Guðmund Hauk Sigurðsson framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga að koma með næsta pistil. Þjónustuauglýsingar Pjonustuauc Bólsfrun Gunnars Leifssonar Lækjargötu 3 530 Hvammstanga Sími: 451 2367 / 865 2103 Netfang: gl@simnet.is IIIIIII IIIIIJIi I I 1 r l I Vredenstein-dekkm færöu hjá okkur m 'mm mfn II J@~Bílaverkstæði við FREYJUGÖTU SAUBÁRKRÓKI f>455 45 SÉRSMIÐIÁ ELDHÚSUM, SKÁPUM, INNIHURÐUM, 0G ÖÐRUM SÉRHÖNNUÐUM TRÉSMIÐJAN INNRÉTTINGUM OCE© BORGARMÝR11 550 SAUÐARKRÓKI SlMI 453 5170 lborg@tborg.is I ■P ÞJÓNUSTUAUGLÝSING í FEVKI MARG BORGAR SIG! © 455 7171

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.