Feykir


Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 4
4- Feyklr 09/2009 Gunnar Bragi Sveinsson skrifar íslenskur landbúnadur Þegar að kreppir sýnir það sig að öflugur landbúnaður er lykiiþáttur í fæðuöflun og sjálfstæði þjóðarinnar. Til að tryggja framtíð fslensks landbúnaðar og þá um leið sjálfstæði þjóðarinnar þarfsterka forystu sem ekki lætur glepjast af stundarhagsmunum eða gylliboðum erlendra nkja. Að mínu mati þurfa íslensk stjórnvöld að grípa til ráðstafana til að styrkja stöðu landbúnaðarins því veikur landbúnaður mun síður standa af sér þessa umrótar- tíma. í fyrsta lagi verða stjórnvöld að standa við gerða samninga og greiða bændum þær verðbætur sem þeim ber. Steingrímur Sigfússon formaður Vinstri grænna heldur því fram að ekki sé hægt að standa við samningana þar sem ekki sé „hefð“ fyrir því að taka upp fjárlög á miðju ári. Þessi rök formanns VG standast ekki þvi á hverju ári eru samþykkt fjáraukalög uppá tugi milljarða þar sem tekið er á framúrkeyrslu ríkissjóðs. Það er því vel hægt að standa við samningana og taka tillit til þess við gerð fjáraukalaga. I öðru lagi þarf að tryggja landbúnaðinum aðgang að rekstrarfé. f ljósi þess að allar helstu lánastofnanir landsins eru í ríkiseigu þá er ábyrgðin hjá ríkisvaldinu. í þriðja lagi tel ég mikilvægt að kanna áhuga bænda og ríkisins á því að tryggja enn frekar undi- rstöður atvinnugreinarinnar með því að framlengja núgildandi samninga um 2-3 ár. í þeim viðræðum væri eðlilegt að ræða hvort verðtrygging samninganna falli úr gildi eftir ákveðinn tíma og í stað komi krónutöluhækkanir, ef það væri til að liðka fyrir lengingu samningstímans. í fjórða lagi vil ég gera tilraun með að fella niður eða endurgreiða bændum flutningskostnað af aðföng- um og framleiðslu frá búunum. Gefi það góða raun verði slíkt hið sama gert varðandi sjávarútveginn. Rök mín eru þau að þetta eru undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar sem verður að tryggja til framtíðar. í fimmta lagi þá veiti ríkissjóður fjármunum til ítarlegrar skoðunar á bygg- ingu áburðarverksmiðju og / eða veiti styrki til rannsókna og þróunar á áburði og fóðri úr innlendu hráefni s.s kalkþörungum, fiskúrgangi og hval. Sé hægt að nýta innlent hráefni má spara verulega gjaldeyrir sem annars færi í að kaupa inn erlendarvörur. Tilaðbregðast við núverandi ástandi ætti ríkissjóður að taka á sig verulegan hluta verðhækk- unar á áburði. Hafa verður í huga að með stuðningi við bændur er einnig verið að styrkja verulega við aðrar atvinnu- greinar s.s. úrvinnslugreinar og þá aðila sem bændur kaupa þjónustu af. Afleidd störf af landbúnaði skipta því þúsundum. Fjárfesting í landbúnaði hefur verið töluverð undanfarin ár og því má fullyrða að fjármunir sem renna til landbúnaðarins í dag verði meira og minna eftir í hagkerfmu innanlands. Þar muni þeir nýtast til kaupa á innlendri þjónustu, vörum og hráefni. Það er því hagur allra að sjá til þess að landbúnaðurinn eflist. GunnarBragi Sveinsson Höfutidur sœkist eftir 1. sœti á lista Framsóknarflokksins í NV-kjördœmi. Línur teknar að skýrast Alþingiskosningar 2009 Nú hafa fjögur framboð kynnt þá einstaklinga sem gefa kost á sér í forvali flokkanna til lista fyrir alþingiskosningar 2009. Framsóknarflokkur Hjá Framsóknarmönnum eru níu einstaklingar sem gefa kost á sér en þar verður kosið í póstkosningu um fimm efstu sætin. Póstkosningin fer fram dagana 3. til 13. mars og rétt til þátttöku hafa allir félagar í Framsóknarfélögum í kjördæminu. Björg Reehaug Jensdóttir, launafuiltrúi og nemi, ísafirði Elín Líndal, bóndi og framkvæmdastjórí Lækjamóti, Húnaþingi vestra Friðrik Jónsson, alþjóðastjómmálafræðingur, Akranesi Guðmundur Steingnmsson, blaðamaður, Reykjavík Gunnar Bragi Sveinsson, formaður byggðaráðs, Skagafirði Haila Signý Kristjánsdóttir, skrífstofu- og fjármáiastjórí, Bolungarvík Kristinn H. Gunnarsson, Alþingismaður, Bolungarvík Margrét Þóra Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjórí, Akranesi Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, bóndi, Bakkakoti, Borgarbyggð. Kjörnefnd fer um helgina yfir þau gögn sem frambjóðendur sendu nefndinni og stefnir að því að staðfesta framboðin á kynningarfundi í Borgarnesi 1. mars ásamt því að draga um röð frambjóðenda á kjörseðli. Vinstrihreyfmgin - grænt framboð Hjá VG gáfu 22 félagar kost á sér. Þeir sem eru skráðir félagar í Vinstri grænum i kjördæminu fá sendan kynningarbækling með frambjóðendunum, auk kjörseðils sem þarf að póst- leggja í síðasta lagi 10. mars næstkomandi. Þau sem gáfu kost á sér eru: Amar Snæberg Jónsson, Hólmavík Ársæll Guðmundsson, Borgarnesi Ásmundur Einar Daðason, Búðardal Bjarki MárSveinsson, Reykjavík Björg Gunnarsdóttir, Borgamesi Eva Sigurtíjömsdóttir, Gjögrí Gn'mur Atlason, Búðardal Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Reykholti Hjördís Garðarsdóttir, Akranesi Ingibjörg Gestsdóttir, Akranesi Jón Bjamason, Blönduósi Jóna Benediktsdóttir, ísafirði Katla Kjartansdóttir, Hólmavík Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyrí Lárus Ástmar Hannesson, Stykkishólmi Matthías Sævar Lýðsson, Hólmavík Ólafur Sveinn Jóhannesson, Tálknafirði Páll Rúnar Heinesen Pálsson, Sauðárkróki Ragnar Frank Kristjánsson, Borgamesi Sigurður Ingvi Bjömsson, Hvammstanga Telma Magnúsdóttir, Blönduósi Viðar Guðmundsson, Hólmavík Sjálfstæðisflokkur Sautján frambjóðendur hafa staðfest þátttöku sína í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi en prófkjörið fer fram 21. mars. Rétt til þátttöku hafa þeir sem skráðir voru í Sjálfstæðisfélögin í Norðvesturkjördæmi fyrir 20. febrúar síðastliðinn. Sex frambjóðendur sækjast eftir því að leiða listann. Það eru: Ásbjöm Óttarsson, Snæfellsbæ, Bima Lárusdóttir, ísafirði, Eyrún I. Sigþórsdóttir, Tálknafirði, Einar K Guðfinnsson, Boiungarvík, Jón Magnússon, Sauðárkróki og Þórður Guðjónsson, Akranesi. Eftir öðm sæti sækjast: Eydís Aðalbjömsdóttir, Akranesi Bergþór Ólason, Akranesi Aðrir frambjóðendur em: Garðar Víðir Gunnarsson, Sauðárkróki Gunnólfur Lárusson, Búðardal Helgi Kr. Sigmundsson, ísafirði Júlíus Guðni Antonsson, V- Húnavatnssýsiu Kan/el L. Karvel, Borgarbyggð Sigurður Öm Ágústsson, A-Húnavatnssýsiu Skarphéðin Magnússon, Akranesi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Akranesi Örvar Már Marteinsson, Snæfellsbæ Samfylking Ellefu manns hafa gefið kost á sér í prófkjör Samfýlkingar- innar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2009. Prófkjörið verður rafrænt og hefst á hádegi föstudaginn 6. mars og líkur kl. 16 sunnu- daginn 8. mars. Rétt til þátt- töku í prófkjörinu hafa allir félagar í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi sem eru kjörgengir í kjördæminu. Við röðun á lista verður parað í 6 efstu sætin, þannig að ávallt verði karl og kona í hverjum tveimur sætum, raðað eftir atkvæðamagni í prófkjöri. Frambjóðendurem: Anna Kristín Gunnarsdóttir, varaþingmaður Sauðárkróki 2. sæti Ama Lára Jónsdóttir, stjómmálafræðingur og bæjarfulltrúi ísafirði. 2. -3. sæti Ásdís Sigtryggsdóttir, vaktstjórí Akranesi. 4. -6. sæti Einar Benediktsson, verkamaður Akranesi 3. -6. sæti Guðbjartur Hannesson, alþingismaður Akranesi 1. sæti Hulda Skúladóttir, kennslu- og námsráðgjafi Snæfellsbæ 5. -6. sæti Kari V. Matthíasson, alþingismaður Miðhrauni II í Miklaholtshreppi 1.-2. sæti Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur ísafirði 1. -2. sæti Ólafur Ingi Guðmundsson, stjómmálafræðingur Akranesi 5.-6. sæti RagnarJömndsson, bæjarstjórí Vesturbyggð 2. -3. sæti ÞórðurMárJónsson, viðskiptalögfræðingur Bifröst 3. sæti

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.