Feykir


Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 09/2009 OPNUVIÐTAL Feykis Eyþórjónasson, reióhallarstjóri á Svaóastöóum, fékk ástina á íslenska hestinum í vöggugjöf og hefur hann helgaö starfsævi sína hestinum. Eftir aö hafa dottió illa á hestbaki endaði Eyþór sem öryrki en hann hefur nú náó aó koma undir sig fótunum á nýjan leik og stýrir reióhöllinni af miklum myndarbrag. Feykir settist nióur meó Eyþóri og fræddist um ótrúlegt lífshlaup hallarstjórans á Svaóastöóum. Eyþór er fæddur og uppalin á Reykhólum en foreldrar hans ráku stórt fjárbú í ríkiseigu sem staðsett var í útjaðri þorpsins. -Við fluttum reyndar inn í þorpið þegar ég var 12 ára en pabbi hélt áfram að vinna á búinu. Síðan er ég að stórum hluta alinn upp hjá ömmu og afa á Höllustöðum við Breiðafjörð, útskýrir Eyþór þegar ég spyr hann um ættir og uppruna. Eyþór og bróðir hans Bjarni, sem er landskunnur hestamaður, ólust upp í nánu samneyti við íslenska hestinn og segir Eyþór að móðir þeirra bræðra hafi verið óþreytandi að ríða með þeim út þegar þeir voru börn. -Mamma og pabbi áttu mikið af góðum hestum og því má segja að hestaáhuginn sé meðfæddur. Mamma reið á vaðið með að kenna okkur bræðrum en þegar pabbi sá að okkur var full alvara með hestamennskuna keypti hann handa okkur góða hesta sem hann setti í hendurnar á okkur. Hvort eitthvað yrði úr þessum hestum myndi síðan standa og fafla með okkur sjálfúm. Það er skemmst frá því að segja að áhuginn minnkaði ekki með árunum og þegar þeir bræður voru 14 og 12 ára voru þeir með 10 hesta á húsi sem þeir sáu algjörlega um. -Hesthúsið var aðeins fyrir utan Reykhóla og í frímínútum í skólanum þegar aðrir lágu í sófanum eða fóru út að reykja skelltum við bræður okkur á skellinöðruna og út í hús að gefa. Síðan vorum við þar öllum stundum effir skóla. Samhliða hestamennskunni fékk Eyþór sem unglingur mikinn vélaáhuga og þegar félagarnir fengu bílpróf og keyptu sportbíl fékk Eyþór sér gamlan Willis-jeppa sem hann gerði upp. -Ég veit ekki hvaðan þessi vélaáhugi minn kemur því ekki liggur hann í ættum hjá mér. Það varð því úr þrátt fyrir brjálaðan hestaáhuga að ég fór 16 ára gamall í Vélskóla íslands. Hestamennskunni sinnti ég þó alltaf samhliða og effir vél- stjóranámið má segja að hestabakterían hafi orðið öðru yfirsterkari því ég fór í beinu framhaldi í Hóla, þaðan sem ég útskrifaðist síðan sem búfræð- ingurvorið 1994. Sígaunalíf hestamannsins Þegar Eyþór var á Hólum fór hann í verknám til Eiríks heitins Guðmundssonar í Gunnarsholti þar sem hann vann með Þórði Þorgeirssyni. Eftir nám hélt samstarf þeirra Þórðar áfram þar til leiðin lá til Þýskalands þar sem Eyþór vann tvo vetur hjá Rúnu Einars og Karly Zings- heim. -Eftir fyrra tímabilið í Þýskalandi kom ég heim til íslands og alla Ieið hingað norður í Skagafjörð þar sem ég fór að vinna með Bjarna bróður við tamningar og einnig á Ríp í Hegranesi. Það vildi hins vegar ekki betur til en svo að eftir hálfan mánuð í vinnu varð ég undir hesti og handleggsbraut mig það illa að ég þurff i að vera í gifsi í rúma tvo mánuði. Þarna var ég nýlega búinn að kaupa mér góðan keppnishest en það fór þannig að ég setti hann í hendurnar á Bjarna bróður en sá hestur reyndist honum vel og náðu þeir saman mjög góðum árangri. Á þessum árum vann Eyþór í hestunum stóran hluta ársins en á haustin fór hann yfir í járn- og blikksmíði auk þess sem bíladellan fylgdi honum alltaf. Veturna 1997 -1998 var Eyþór að temja með Sigurði Sigurðarsyni í Mosfellsbæ. -Þá um páskana 1998 datt Bjarni bróðir af baki og lenti á hækjum svo ég hætti í vinnunni og rauk norður til þess temja fyrir hann og í framhaldi af því fór ég eff ir áramót veturinn eftir í reiðkennaranám á Hólum. Þið eruð mjög samrýmdir bræður? -Já, það er náttúrlega ekki nema tvö ár á milli okkar og við höfúm alltaf verið miklir vinir, auðvitað komu tímabil þegar við vorum litlir þar sem við bæði rifumst og slógumst en í dag erum við mjög nánir og það líður ekki sá dagur að við tölumst ekki eitthvað við. Veturinn sem Eyþór var í reiðkennaranámi var hann í orðsins fyllstu merkingu vaninn undir kvenmann en þar voru að verki Leifur heitinn í Keldudal og tengdasonur hans Eysteinn Leifsson. -Þetta var á Þorrablóti og þangað var komin ungur hjúkrunarfræðinemi Iris Svein- björnsdóttir en Iris hafði unnið við tamningar hjá Leifi áður en hún fór í hjúkrunarfræðina. Það þurft i ekki meir en að leiða okkur þessa hestaheila saman og málið var dautt, rifjar Eyþór upp og hlær. Núna eigum við tæplega tveggja ára gamlan strák sem heitir Jónas Atli. Afdrifaríkur reiótúr Vorið 99 lá leið Eyþórs til Jóns á Vatnsleysu. Auk þess sem hann var að temja með Bjarna bróður sínum. -Ég hef verið lánsamur með það í gegnum tíðina að fá að vinna hjá og með mörgum góðum hestamönnum og ég eins og svampur reyndi að sjúga f mig alla þá þekldngu sem í boði var. Haustið 99 elti Eyþór ástina til Akureyrar en um vorið var hann mættur aftur í Skagafjörð og í þetta sinn fór hann að vinna við tamningar í Hofsstaðaseli auk þess sem hann var hluta úr degi að temja með Bjarna bróður sínum. -Það var síðan 19. september sem ég fór í afdrifa- ríkan reiðtúr. Ég var á hesti sem átti að fara að selja og var verið að taka sölumyndband. Það vildi ekki betur til en svo að endur fljúga upp og hesturinn blind rauk með mig. Eftir að hafa hlaupið smá spöl beygði hann skyndilega út af veginum en ég hélt áfram í stórum boga og endaði á grjóti f vegkantinum. Ég fann strax að eitthvað hafði komið fyrir en skrönglaðist engu að síður á fætur og var fluttur niður á Krók þar sem læknar sögðu mér að liggja í 10 daga. Ég var hins vegar búinn að ætla vestur í göngur og vildi ekJd hafa það af írisi svo ég bjó um mig þannig að ég gat legið eiginlega alveg flatur í bílnum og þannig fórum við vestur. Rúmum sólahring síðar var ég fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Bræðurnir Eyþór og Bjarni Jónassynir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.