Feykir


Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 5
09/2009 Feyklr 5 Tindastóll: Körfubolti Tveir tapleikir í röð og staðan ekki björt Óll igarðinum heima... neinei, hérerhann staddurvið Emirates-leikvanginn, heimavöll Arsenal, sumariö 2007. It's Up For Grabs Now! Það er ekki bjart útlitið hjá karlaliði Tindastóls í körfubolta en nú þegar líða fer undir lok tímabilsins getur allt gerst. Líkurnar á falli eru allt eins miklar og líkurnar á úrslitasæti sem fyrr í vetur virtist nokkuð Þórsurum sl. föstudag og má segja að hraður leikur gestanna aukþess sem Óðinn Ásgeirsson hrökk í gang fyrir Þórsarana í íyrsta skipti í langan tíma. Enda þurftu þeir sárlega á sigri að halda til þess að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli. Þrátt fyrir að heimamenn hafi þó nokkrum sinnum stimplað sig rækilega inn í leikinn, ekki síst með þremur þriggja stiga körfum í röð frá Friðriki Hreinssyni, héldu gestirnir forystunni allt til enda og verður að segjast eins og er að vilji þeirra til sigurs var að þessu sinni meiri en heimamanna. Lokastaðan í leiknum var 102 - 105. Það var þó happ harmi gegn að Þórsarar náði ekki að sigra með sex stiga mun og eigum við því stig í inn- byrðisviðureignum tO góða. Á mánudag hélt Tindastóls- liðið síðan til Reykjavíkur þar sem funheitir KR-ingar tóku á móti okkar mönnum og sigruðu KR-ingar leikinn með 96 stigum gegn 80 stigum Tindastóls. Tindastóll tekur á móti Keflavík á Sauðárkróki þann 6. mars og á síðan leik við Breiðablik úti á sunnudag. Það er ljóst að strákarnir okkar verða að girða sig í brók og landa einhverjum stigum eigi fall- draugurinn ekki að ná í hæla liðsins. Nafn: Oli Amar Brynjarsson. Heimili: Krókurinn. Starf: Hannari á Nýprent og umsjónarmaður Sk.com. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Arsenal. Mig minnir að upprunaleg ástæða hafi verið sú að 6 ára gamall hafi ég fallið fyrir fallbyssunni í merkinu. Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Ef mögulegt er að lenda í deilum vegna yfirburða Arsenal á knatt- spymusviðinu þá er það oftast kærkomið. Yfirburðimir skila sér því miður ekki alltaf í sigrum þó við Arsenal-menn getum svosem ekki kvartað yfir árangri liðsins síðustu árin. Hver er uppáhaldsleikmaður- inn fyrr og síðar? Það hafa margir snillingar verið í uppá- haldi hjá mér. Fyrstur var Alan Sunderiand sem skoraði sigurmark á síðustu stundu gegn United í úrslitaleik enska bikarsins árið 1979. Michael Thomas á auðvitað sérstakan stað í hjarta hvers Arsenal- aðdáenda eftir að hafa tryggt Arsenal enska meistaratitilinn með marki á síðustu sekúndu gegn Liverpool í síðasta leik tímabilsins 1988-89. Þegar kemurað gæðum þá var Dennis Bergkamp hins vegar algjör snillingur, í dag er Cesc Fabregas í uppáhaldi en Thierry Henry var ótrúlega góður á meðan hans naut við og hreinn skandall að hann var aldrei valinn besti leikmaðurinn íheiminum. Hefur þú faríð á leik með liðinu þínu? Ég hef verið sæmilega duglegur við að skjótast á leiki síðustu árin og séð þá nokkra góða. Sá til dæmis Arsenal leggja United 1-0 með glæsimarki frá Henry, einnig leikinn þegar Pires og Henry klúðruðu víti í sameiningu gegn City. Þetta er alltaf jafn gaman. ; Við Hinir sömu [ðli og Pétur Ingij höfum farið þessar ferðir saman og jafnvel í félagi við fleiri fótboltaáhugamenn og fjölskyldumeðlimi. Eftirminnileg er ferð með Palla bróðir, Gisla fréttamanni og Spursara Einars og Steina Gunnlaugs. Sú sam- kunda reyndi á hláturtaugamar Áttu einhvem hlut sem tengist liðinu? Það tínist alltaf eitthvað j til. Ein og ein peysa (sem ég er reyndar latur við að nota), bækur, blöð og myndbönd. Svo er auðvitað stranglega bannað að henda einhverju sem tengist liðinu. Þannig rakst ég til dæmis í síðustu viku á jólakort frá Arsenal-klúbbnum á íslandi frá árinu 1985. Það lá neðst í skúffu, slétt og fínt með kveðju ; frá Kjartani Bjömssyni. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Aðrir fjölskyldumeðlimir bera nánast | undantekningalaust hlýjann hug til Arsenal. Við Brynjar | Snær bróðursonur minn erum sennilega mestu aðdáendumir í fjölskyldunni en mamma er j kláriega tapsárust. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Ef maður er alvöru aðdáandi þá er það j óhugsandi. Það er ekki bannað ' - það er bara ekki hægt. Uppáhalds málsháttur? Það er í kannski ekki málsháttur en "It's up for grabs now!" hlýjar manni alltaf um hjartarætumar. Arsenal og Liverpool-aðdáendur ættu að skilja hvers vegna. tryggt. Tindastóll tók á móti Ml11-14 í frjálsíþróttum 4 gull, 3 silfur og 2 brons Meistaramót Islands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11-14 ára, fór fram í Reykjavík helgina 31. feb. -1. mars. Skagfirskir keppendur unnu 4 gull, 3 silfur og 2 brons. Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir varð þrefaldur íslandsmeistari í flokki 11 ára, sigraði í 60m hlaupi, hástökki og kúluvarpi, en Fríða ísabel Friðriksdóttir varð Islandsmeistari í 800m í sama flokki. Þá varð Gunnhildur Dís í 2. sæti í langstökki, Fríða ísabel í 2. sæti í hástökki og 3. sæti í 60m, Jóhann Björn Sigurbjörnsson í 3. sæti í 60m (14) og telpnasveit UMSS varð í öðru sæti í 4x200m boðhlaupi (13). í stigakeppni liða sigraði UMSS í flokki 11 ára stelpna hlaut 69 stig, UFA varð í öðru sæti með 49,5 stig og UMSE í 3. sæti með 48,5 stig, frábær árangur hjá norðlensku stelpunum. í samanlagðri stigakeppni hafnaði lið UMSS í 9. sæti af 19 þátttökuliðum, góður árangur hjá frekar fámennu liði að þessu sinni. ÁSKORENDAPENNINN ) Trostan Agnarsson frá Miklabæ skrifar Fleiöríkja hugans Allir eiga sér draum og alla dreymir, en misjafnt er hvort og hversu mikið fólk vill upplýsa um drauma sína. Suma dreymir um frægð og frama, aðra dreymir um heimsfrið, enn aðra um lífshamingju og svona mætti lengi telja. Sumir búa íhálfgerðum draumaheimi ef svo mætti segja. Þeireru úr takti við raunvemleikann og láta hversdaginn framhjá sér fara, en eru í huganum í draumum sínum og njóta þess, en missa um leið af öllu því sem fram fer í hinu eiginlega lífi. Þó þetta sé vissulega leið til þess að láta drauma sína rætast, er hún ekki mjög heppileg, a.m.k. væri samfélagið hálf einkennilegt ef hver væri í sínum draumaheimi. Samskipti yrðu næstum engin og ef einhvervaknaði upp af draumsvefninum yrði hann eins og Pallisem vareinn íheiminum og eins ogvið munum var upplifun hans af einvemnni ekki sérstaklega ánægjuleg. Eins ogfyrr varvikið að á hver og einn sér draum um eitthvað, en sennilega hafa fáir verið eins heppnirog Þór Magnússon í myndinni Nýju lífi, en þar komst hann í sannkallað draumastarf, sem hann hélt reyndar ekki nema skamman tíma, af kunnum ástæðum. Enda þótt hann hafi ekki verið heiðarlegur og hegðun hans því ekki til eftirbreytni má læra eitt af honum. Nefnilega það að draumar rætast ekki nema við leggjum eitthvað á okkur. Þetta hefur lengi verið vitað, en gleymist þó af og til. Þetta má aldrei gleymast og til þess að koma í veg fyrir það er ráð að söngla hið fagra lag Hrausta menn að minnsta kosti þrisvar á dag. Eg skora á Þórarinn Magnússoná Frostastöðum að koma með næsta pistil

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.