Feykir


Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 9
09/2009 Feykir 9 Umf. Tindastóll__________ Góður aðalfundur Gunnar Þór Gestsson formaður UMFT og Krístján B. Snorrason skrifuðu undir nýjan styrktarsamning milli Tindastóls og Sparisjóðs Skagafjarðar. Ranmeig Helgadóttirvarsæmd starfsbikarnum. Pálína Hraunberg tók við verðlaunum fyrirhönd ísaks Einarssonar sem valinn var íþróttamaður Tindastóls 2008. Aðalfundur UMF Tindastóls vegna ársins 2008 var haldinn sl. fimmtudag. Á fundinum var meðal annars lýst kjöri ísaks Einarssonar sem íþróttamanns Tinda- stóls en starfsbikarinn hlaut Rannveig Helgadóttir. Nýr stjórnarmaður í aðal- stjórn var kjörinn Jón Daníel Jónsson. Með honum í stjórn- inni eru Gunnar Þór Gestsson, Magnús Helgason, Elínborg Svavarsdóttir og Kristjana Jóns- dóttir Á aðalfúndinum voru heíð- bundin aðalfúndarstörf þar sem meðal annars var farið yfir reikninga aðalstjórnar. Eftir fyrirspurn úr sal urðu umræður um kostnaðarreikning ffá Nýprent sem gjaldkeri taldi vera vegna birtingar greinar í fféttablaðinu Feyki. Þessi mis- skilningur var ekki leiðréttur fýrr en eftir lok fúndarins svo að einhverjir fúndargestir fóru heim á leið með þær hugmyndir að Nýprent tæki gjald fyrir að birta aðsendar greinar í Feyki. - Þetta er að sjálfsögðu alrangt og viljum við biðjast innilegrar afsökunar á þessu. Hið rétt í málinu er að Nýprent var að prenta á auglýsingaskilti fýrir félagið og það skýrir viðkomandi reikning, segir í yfirlýsingu frá Tindastób. Sævar Pétursson, nýráðinn íþróttafúlltrúi Skagafjarðar kom og kynnti sig og starfið fýrir fundarmönnum. Heilmikil umræða spannst um Jilutverk Sævars bæði sem íþróttafulltrúa og sem félagsmanns í Tindastóli. Fundarmenn voru ánægðir með svör sem Sævar og stjórnarmenn Tindastóls gáfu og ljóst að samvinna Sævars og félagsins verður að vera náin í framtíðinni. Kristján Björn Snorrason kom fyrir hönd Sparisjóðs Skagafjarðar og kynnti nýjan styrktarsamning á milli Tindastóls og sparisjóðsins. Samningurinn var undirritaður og fúndarmenn lýstu yfir ánægju sinni með ffamtak sparisjóðsmanna sem þarna sýndu ffumkvæði til að styrkja duglega við bakið á þeirri sjálfboðavinnu sem unnin er í félaginu. Isak Sigurjón Einarsson var valinn íþróttamaður Tindastóls fýrir árið 2008. ísak var fyrr í vetur útnefndur dugnaðarfork- ur úrvalsdeildar í körfuknatt- leik og körfúknattleiJcsmaður Tindastóls. Hannervelaðþess- um heiðri kominn og viljum við með þessu þakka honum fyrir hans framlag í starfsemi félagsins. Auk hans voru fjórir aðilar tilnefndir; Bjarki Már Árnason sem knattspyrnu- maður ársins, Linda Björk Valbjömsdóttir sem fijáls- íþróttakona ársins, Steinunn Snorradóttir sem sundkona ársins og Sævar Birgisson sem skíðamaður ársins. Þessum aðilum var einnig veitt viður- kenning fýrir þeirra framlag til félagsins. Rannveig Helgadóttir var sæmd starfsbikar sem er viðurkenning fýrir þann aðila sem einna mest starfar fýrir félagið. Rannveig Helgadóttir hefur í mörg ár unnið fýrir félagið ómælt starf, er í stjóm skíðadeildar og vinnur einnig mildð sjálfboðaliðsstarf fýrir aðrar deildir. Það er mat aðalstjórnar að Rannveig sé vel að þessari viðurkenningu komin. Að lokum voru veittir tveir styrkir úr minningarsjóði um Rúnar Inga Björnsson. Linda Björk Valbjörnsdóttir fékk styrk tO að keppnis- og æfingaferða á vegum félagsins og þriðji flolckur kvenna í knattspyrnu fékk styrk vegna keppnis- og æfingarferðar á komandi sumri. Ómar Bragi Stefánsson kynnti komandi Unglinga- landsmót sem verður haldið á Sauðárkróki næstu verslunar- mannahelgi og fundarmenn fengu veitingar í boði Sparisjóðs Skagafjarðar. Fjör í Fjölbraut Þemadaqar oq ársháiíö Það er í mörg horn að bta hjá Nemendafélagi Fjölbrautaskólans um þessar mundir. Dagana 5. og 6. mars eru svonefndir opnir dagar. Þá eru skóladagarnir ekki með hefðbundnu sniði heldur er boðið upp á ýmiskonar öðruvísi afþreyingu og námskeið. Sem dæmi má nefna að björgunarsveitin ætlar að bjóða upp á klettasig, Sigurlaug Valgarðs verður með förðunarnámskeið, Herdís í Kompunni kennir nemendum að föndra, Ásta Búa verður með matreiðslunámskeið, boðið verður upp á stjórn- málaumræður og svona mætti lengi telja. Á fimmtudeginum verður kaffihúsanefnd starfandi og ætlar hún að skipuleggja kaffihús sem verður opið seinnipart sama dags. Ferðastúdentar ætla að sjá um veitingarnar. Samið hefur verið við Sauðárkróksbíó um að bíósýningu á fimmtu- dagskvöldið. Rúsínan í pylsuendanum er árshátíð NFNV sem verður haldin á sal skólans á föstudagskvöldið. Síðustu vikur hefúr árshátíðarnefnd unnið hörðum höndum að undirbúningi og stefnir allt í að árshátíðin verði með glæsilegasta móti. Þemað í ár er Las Vegas og verður salurinn og húsið skreytt í samræmi við það. Veislustjóri kvöldsins er Jóhannes Haukur Jóhannesson (sá sem lék Geir H. Haarde í áramótaskaupinu). Ólafshús ætlar að bjóða upp á dýrindis mat og svo treystum við á að kennararnir komi með rosalegt atriði eins og vanalega. Við hituðum upp fýrir opnu dagana með því að hafa þemadaga á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Þema fýrir þessa daga var hattar, ofurhetjur og 80s. Nemendur klæddu sig upp í skemmtilega búninga og skólinn var mjög líflegur. Það sem að framundan er hjá nemendafélaginu eru músíktilraunir og Söngkeppni framhaldsskólanna. FNV sendir tvo fulltrúa í músík- tilraunir, Bróðir Svartúlfs annars vegar og Grím Rúnar Lárusson og Svan Inga Björnsson hins vegar. Munu þeir keppa í Reykjavík helgina 14. og 15. mars. Söngkeppni framhalds- skólanna verður haldin á Akureyri laugardaginn 4. apríl. Viðstefnumaðþvíaðfjölmenna þangað og styðja okkar skóla eins og venja hefur verið. Það er Edda Borg Stefánsdóttir sem er stolt skólans í ár með lagið Hallelujah.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.