Feykir


Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 11
09/2009 Feykir 11 ( MATGÆPINGAR VIKUNNAR ) Angela og Kristján kokka Súkkulaöi-kirsuberjadraumur úr Svartaskógi í eftirrétt Angela Berthold og Kristján Birgisson í Lækjardal í Austur-Húnavatnssýslu bjóða okkur upp á áhugaverðar uppskriftir að þessu sinni. Það hefur óneitanlega áhrif að Angela er frá Þýskalandi en þar er notað mikið kál og laukur í matargerð sem er bæði hollt og ódýrt. Þau skora á Sigurlaugu Markúsdóttir og Hilmar Frímannsson á Blönduósi sem fann og færði Angelu löngu týnt ístað s.l. haust. FORRETTUR Lauksúpa 3-4 laukar, sneiddir 1 msk. smjör 11. sjóðandi vatn Súputeningar Svarturpipar 1 msk. edik eða hvítvín Ristaðir brauðteningar Rifinn ostur Steikja laukhringina í potti með smjöri þangað til þeir byija að taka smá liL Helia vatni yfir, krydda með súputeningum og svörtum pipar og láta sjóða í 15 mín. Taka af hellu, bæta edik eða hvítvíni í og smakka súpuna til. Þegar hún er komin á diskana er brauðteningum og rifnum osti stráð yfir. AÐALRÉTTUR Súrkálspottréttur 500 gr. svínagúllas 1 laukur, smáttskorinn Paprikuduft, 1 tsk.salt 1 msk. kúmenfrce 1 msk. edik 100 ml. vatn 1 poki súrkál 1-2 tsk. kartöflumjöl ‘á l. rjómi Brúna kjötið í olíu á pönnu eða í potti, bæta lauknum við, setja krydd, edik og vatn út í og láta malla í 30 mín. Láta súrkálið úr pokanum í sigti, rífa það aðeins í sundur og setja það saman við kjötið og e.t.v. smá vatn í viðbót, láta sjóða áfram í u.þ.b.15 mín. Það má prófa sig áfram hvort það sé notað súrkál úr heilum poka eða minna. Jafna pottréttinn með kartöflumjöli, bæta rjómanum í og krydda aftur eftir smekk t.d. með salti og/eða sykri. Bera fram með soðnum kart- öflum og ferskum niðurskornum perum. EFTIRRETTUR Súkkulaði- kirsuberjadraumur úr Svartaskógi Brúnkaka, heimabökuð eða keypt Rauð berjasulta Brœtt súkkulaði eða tilbúin íssósa Kirsuberjasósa í krukku Léttþeyttur rjómi Súkkulaðispænir Skera kökuna í litlar sneiðar, smyrja með berjasultunni og búa til samlokur úr þeim. Raða þétt í stóra skál eða annað mót. Dreifa súkkulaðisósu yfir og síðan kirsuberjasósunni. Þekja allt með léttþeyttum rjóma og skreyta með súkkulaðispónum. Þessi réttur er miklu betri þegar hann er búinn að standa í sólarhring. Verði ykkur að góðu! Frumsamið verk á fjalirnar í Sæluviku Leikfélag í 120 ár á Sauóárkróki Leikfélag Sauðárkróks er að hefja æfingar um þessar mundir á Sæluvikuverki sínu. Var ákveðið að ráða Jón Ormar Ormsson til þess að setja saman heimatilbúið efni í tilefni af því að á síðasta ári voru 120 ár frá því að leikfélag var stofnað á Sauðárkrólci. Leikritið heitir Frá okkar fyrstu kynnum, 120 ár í sögu leikfélags. Jón Ormar Ormsson og Sigurveig Dögg Þormóðsdóttir formaður Leikfélags Sauðárkróks -Leikverkið er uppriíjun í sjálfu sér, segir Jón. -Þetta gerist í anddyri á Hóteli Thalíu og þar er mikill gestagangur. Það koma gamlir kunningjar úr gömlum leikxitum og svo er mikið af nýju efni. Það er mikið sungið og í þessari sýningu eru bæði nýir leikarar og svo alveg þeir elstu. Það er greinilegt að Jón er ánægður með þann áhuga sem er fyrir leMstinni því á fyrsta fúndi mættu margir sem vildu taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt. -Það sem hefur komið á óvart er áhuginn hjá þessu góða fólki og það sem ég hef vitað áður er að það er mildð af hæfileikafólld hér á Króknum og það var alveg stórkostlegt að sjá allan þennan hóp birtast til að vera með. Stjórn LeMélags Sauðárkróks ákvað að leita til Jóns með að skrifa verk sem hentaði þessum tímamótum en á árinu 2008 voru liðin 120 ár frá því að Leikfélag var stofnað á Sauðárkróki. -Það var 13. apríl 1888 sem leikfélag er stofnað á Sauðárkróki. Þau komu til mín frá LeMélaginu og báðu mig um að setja eitthvað saman til að riíja upp þann feril með einum eða öðrum hætti. Ég leitaði strax i smiðju Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar því hann er margfróður og stórsnjall og hann hefur heldur heldur betur ýtt á mig og komið með frábærar hugmyndir og þegar uppi er staðið held ég nú, að hann komi til með að eiga fullt eins mMð í þessari sýningu og ég, og það er gott. Jón er eldd alveg ókunnugur í Bifröst því hann hefur leMð, leikstýrt og samið leilcverk sem flutt hafa verið á fjölum Bifrastar við mMar vinsældir. -Það halda margir eða mörgum finnst að ég hafi leMð mildð hérna en ég lék eldd nema níu hlutverk meðan Elsa og Steini og fleiri voru kannski að leika tuttugu, þrjátíu. En nú er svo komið að mér þykir ólMegt að ég geri meira hér í Bifröst, ég er kominn á þann aldur. Fleira verður gert í tilefni þessara tímamóta og má þar nefna að verið er að vinna í því að koma sögu leMistar á Sauðár- króki á prent. -Við ætlum að gefa út afmælisrit LeMélagsins í samvinnu við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, segir Sigurveig Dögg Þormóðsdóttir formaður LeMélagsins. -Unnar Ingvarsson vinnur það verk og er að safna heimildum um það efni. Þar verður farið lauslega yfir sögu félagsins og leiklistar í Skagafirði á þessum 120 árum. Það er stefnt á að ritið komi út fyrir Sæluviku sem hefst 25. apríl næst- komandi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.