Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Qupperneq 10
8*
Manntalið 1950
fjöldanii samkvæmt manntalinu, í marzblaðinu 1953 var gerð grein fyrir skiptingu
þjóðarinnar eftir kynferði, aldri og hjúskaparstétt, og í júlíblaðinu s. á. var yfir-
lit um skiptingu þjóðarinnar eftir atvinnuvegum, starfsþátttöku og vinnustétt.
Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrverandi hagstofustjóri, var enn við Hagstofuna,
er manntalið 1950 var tekið, og sá hann því um framkvæmd þess. Er hann lét af
forstöðu Hagstofunnar í árslok 1950, tók hann eftir ósk hennar að sér að sjá um
úrvinnslu manntalsins 1950 og að semja væntanlegar hagskýrslur með niður-
stöðum þess. Samkvæmt því undirbjó hann á sínum tíma töku manntalsupplýs-
inga 1950 á vélspjöld og hann liefur síðan haft með höndum úrvinnslu þess, með
aðstoð starfsmanna Hagstofunnar. Hefur sérfræðingur hennar í skýi’sluvélastörf-
um, Aki Pétursson deildarstjóri, komið þar mest við sögu. Þetta mikla verk liefur
þó að langmestu leyti verið unnið af Þorsteini Þorsteinssyni. Hann sá líka um
samningu Húsnæðissltýrslna 1. desember 1950 (liagskýrslunr. II, 15), þar sem birtar
eru niðurstöður húsnæðisupplýsinga þeirra, sem safnað var við manntalið 1950.
Umfang og tilhögun manntalsupplýsinga 1950 í þessu hefti er mjög svipuð
því, sem er í Manntalinu 1940. Þó eru sum upplýsingaratriði með fyllri og ýtar-
legri greiningum en var í Manntali 1940, og auk þess hefur verið bætt við nokkrum
töflum með efni, sem ekki er í Manntalinu 1940. Eru það töflur IX og X um flutn-
inga innanlands, tafla XIX um atvinnufólk eftir eigin starli, töflur XXV—XXVIII
um próf og loks töflur XXIX—XXXIII um hjónabönd og frjósemi giftra kvenna.
— Sem dæmi um fyllri greiningar upplýsinga en voru í Manntalinu 1950 má nefna
töflu VII, þar sem er skipting íbúa kaupstaða, kauptúna og sveita eftir fæðingar-
stað innan eða utan kaupstaðarins (sveitarinnar) svo og eftir kynferði og aldri. —
Svo að segja allt, sem var í Manntalinu 1940, er líka í Manntalinu 1950, en þó
vantar þar upplýsingar ldiðstæðar þeim, sem eru £ töflu VII í Manntalinu 1940
(skipting barna innan 1 árs á aldur (mánuði) eftir kyni og þéttbýlisstigi) og enn
fremur upplýsingar töflu XXIV í Manntalinu 1940 (börn yfir 15 ára starfandi
heima við atvinnu húsbóndans). Báðar þessar töflur eru litlar, taka aðeins yfir
eina blaðsíðu hvor, og í töflu XIX (bls. 141) er gefin upp tala barna bænda við
landbúnaðarstörf, en það er langmestur hluti þeirra barna, sem starfa heima við
atvinnu húsbóndans.
Hagstofa íslands, í september 1958.
Klemens Tryggvason.