Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Blaðsíða 65
Manntalið 1950
63*
57%. Meðalbarnafjöldi á hvert hjónaband hefur því lækkað mjög
mikið á þessum árum, eða um rúml. úr rúml. 4 í tæpl. 3. Á fyrra helmingi þessa
tímabils (1910—30) nam lækkunin 0,39, en það er aðeins helmingur þeirrar lækk-
unar, sem orðið hefur á síðari helmingi tímabilsins (1930—50), 0,77. Mest varð
lækkunin á áratugnum 1930—40, eða 0,42, en nokkru minni á síðasta áratugnum
eða 0,35.
Eftir mismunandi þéttbýli var meðalbarnafjöldi á hjónaband svo sem hér
segir samkvæmt áður greindum manntölum:
Mcðalkarnafjöldi á bjónahand
average number of children per marriage
1910 1930 1940 1950
Reykjavík the capital 3,30 3,02 2,52 2,40
Kaupstaðir towns | 3,70 3,59 (3,11 2,98
Kauptún urban villages (3,40 3,21
Sveitir rural areas 4,41 4,27 4,13 3,76
Við öll manntölin hefur meðalbarnafjöldinn verið miklu meiri í sveitum en
bæjum, og minnstur hefur hann verið í Reykjavík. Við öll manntölin hefur hann
líka lækkað töluvert bæði í svcitum og bæjum, en langmest í Reykjavík.
Meðalbarnafjöldi, sem miðast við öll lijónabönd, ung og gömul, er auðvitað
mjög ófullkominn mælikvarði, því að hann breytist, ef aldurshlutföll hjónaband-
anna breytast, þótt ekkert annað breytist. Úr þessu má bæta með því að skipta
hjónaböndunum í flokka eftir aldri þeirra og finna liarnafjölda fyrir
hvern aldursflokk. í 22. yfirliti liefur lijónaböndunum verið skipt í 5 ára aldurs-
flokka upp að 30 ára aldri, en þau, sem eldri eru en 30 ára, öll tekiu í einn flokk,
því að eftir þann tíma verður að gera ráð fyrir, að barneignum hvers lxjónabands
sé lokið, svo að úr því breytist ekki barnatalan. Taflan sýnir, að barnatalan hækkar
með liækkandi lijónabandsaldri, en í hverjum aldursflokki hefur liún minnkað milli
manntalanna, nema í tveim lægstu aldursflokkunum, eða þeim hjónaböndum, sem
stofnuð voru 1940—50, hefur liún hækkað nokkuð. í öllum aldursflokkum hjóna-
bandanna, að undanskildum tveim þeim yngstu og elzta flokknum (yfir 30 ára),
liefur meðalbarnatalan lækkað miklu meira síðari helming þess tímabils, sem hér
um ræðir (1930—50), lieldur en fyrri helminginn (1910—30).
Á 22. yfirliti má sjá, að lækkun sú, sem orðið liefur á meðalbarna-
tölu hjónabanda við hvert manntal siðan 1930, kemur fram bæði í Reykjavík,
minni bæjum og sveitum í öllum aldursflokkum hjónabanda með örfáum undan-
tekningum. í tveim yngstu aldursflokkunum hefur alls staðar orðið nokkur hækkun
1950, en auk þess hefur orðið smávægis liækkun, sem ekki liefur komið fram í
landsmeðaltalinu, í sveitum tvisvar og minni bæjum tvisvar. Yíirlitið sýnir einnig,
að í öllum aldursflokkum hjónabanda er meðalbarnatalan liærri í sveitum lieldur
en í kaupstöðum og kauptúnum, en lægst í Reykjavík. Aðeins í einu tilfelli er
munur enginn og í tveim öfugur, en svo lítill, að hann skiptir ckki máli. í ölluin
aldursflokkum hjónabanda hefur verið meiri munur á ineðalbarnatölunni í Reykja-
vík og sveitunum 1950 heldur en 1910, og sýnir það, að í öllum aldursflokkunum
hefur lækkun barnatölunnar á þessu tímabili verið meiri í Reykjavík en í sveitum.
í töflu XXIX (bls. 164—167) liafa hjónabönd 1950 30 ára og eldri verið talin
í einu lagi, en yngri hjónaböndum skipt eftir stofnári þeirra og sýndur meðalbarna-
fjöldi í hverjum aldursflokki lijónabanda og hvernig þau skiptast eftir barnatölu.
En síðari hluti töflunnar sýnir liið sama fyrir hjónabönd eftir þéttbýlisstigi (í stærri
og minni bæjum og sveitum) í 5 ára aldursflokkum hjónabanda.
Fullkominn samanburður á barnatölu hjónabanda á ýmsum tímum fæst þó
ekki með því einu að bera saman jafngömul hjónabönd, lieldur verður líka að